Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 62

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
22.11.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311031 - ASK Mýrarsel íbúðarsvæði stækkað um fimm frístundalóðir
Lögð er fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingar þar sem íbúðarsvæðið í landi Mýrarsels er stækkað þannig að fimm frístundalóðir sem fyrir eru við svæðið verði íbúðarlóðir. Bætast þær við sjö íbúðarlóðir sem fyrir eru þannig að þar verða 12 íbúðarlóðir. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um málið á 38. fundi sínum í september 2022.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 2309035 - ASK Meitlar og Hverahlíð II - Aðalskipulagsbreyting vegna rannsóknaboranna
Borist hefur endurskoðuð skipulags og matslýsing vegna orkuvinnslusvæðis OR i Meitlum og Hverahlíð II þar sem komið hefur verið á móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu þess. Öll stefnan er sett inn en í lýsinguna og eins hefur orðalagi víða verið breytt.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa lýsinguna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
3. 2302017 - DSK Meitlar deiliskipulag vegna rannsóknarborhola í Meitlum á Hellisheiði
Lögð er fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi rannsóknarsvæðis OR i Meitlum þar sem komið hefur verið á móts við óskir sveitarfélagsins varðandi samræmi við orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins.
Málinu var frestað á 60. fundi nefndarinnar.
Megin breytingin er í kafla 3.3 um orku- og auðlindastefnuna sem búið er að endurskrifa.
Í greinargerð er tekið skýrt fram að ef niðurstöður rannsóknarborana leiða í ljós mögulega nýtingu á svæðinu til framtíðar, verður óskað eftir heimild sveitarfélagsins um að gerð verði breyting á deiliskipulagi með það að markmiði að breyta svæðinu í vinnslusvæði vegna jarðhita.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
4. 2206060 - DSK Mói svæði II
Deiliskipulag Móa hefur verið auglýst. Engar athugasemdir komu frá almenningi. Vegagerðin gerði athugasemd vegna vegtengingar og var tillögunni breytt til að koma til móts við hana. Barst tölvupóstur frá Vegagerðinni með staðfestingu á að svo væri.
Ennfremur kom ábending frá Umhverfisstofnun á skipulagsgátt um hraun á svæðinu og ábendingu varðandi skólpmál sveitarfélagsins. Reyndar er umsögnin merkt öðru skipulagsmáli á nærliggjandi svæði en gert er ráð fyrir að um "copy paste" mistök séu að ræða. Svo skemmtilega vill til að tillagan er einmitt útfærð þannig að hún taki tillit til þeirra hraunmyndanna sem þarna eru og einnig vill svo skemmtilega til að sveitarfélagið er með hreinsistöð fyrir skólp í útboði um þessar mundir. Hægt er að sjá umsagnir og athugasemdir á Skipulagsgáttinni á slóðinni: https://skipulagsgatt.is/issues/665

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
5. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Breytingartillaga á deiliskipulagi Gljúfurárholts lands 8 hefur verið auglýst. Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við lokayfirferð. Landeigandi telur að þær byggist á misskilningi og hefur tekið saman greinargerð þar um sem er með í fylgiskjali.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
6. 2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
Deiliskipulagstillögu fyrir námavinnslu í Litla-Sandfelli var frestað á síðasta fundi nefndarinnar. Nú hefur skipulagshöfundur breytt henni í samræmi við bókun nefndarinnar.

Einnig kom ábending frá Skipulagsstofnun við kynningu á skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna námavinnslunnar. Hefur skipulagshöfundur brugðist við þeim í þeirri tillögu sem nú liggur fyrir.

Afgreiðsla: Frestað. Nefndin samþykkir ekki að efni verði flutt út frá Þorlákshöfn. Samræmi skal vera í aðal- og deiliskipulagstillögu hvað varðar flutning á efni.
7. 2309061 - ASK og DSK Mölunarverksmiðja og höfn í Keflavík við Þorlákshöfn
Verkfræðistofan Mannvit leggur fram skipulagslýsingu vegna Aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir mölunarverksmiðju og höfn í Keflavík vestan Þorlákshafnar.
Gert er ráð fyrir að auka byggingarmagn í reit I3 í samræmi við uppbyggingu svæðisins og heimila mölunarverksmiðju innan þess.


Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30 og 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Skipulags- og umhverfisnefnd minnir á að þegar verkefnið hefur verið mótað og frekari forsendur liggja fyrir stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að haldin verði íbúakosning um forsendur þeirra skipulagsbreytinga (aðal- og deiliskipulag) sem nauðsynlegar eru til að verkefnið fái framgang, breytingarnar skuli ekki fá fullnaðarafgreiðslu fyrr en að kosningunni aflokinni. Þá ítrekar nefndin að allur kostnaður vegna skipulagsvinnu liggur hjá væntum lóðarhafa og mikilvægt að hann geri sér sér fulla grein fyrir því að komi til þess að forsendur skipulagsins verði felldar í atkvæðagreiðslu meðal íbúa þá verður hvorki sá kostnaður né annar sem af verkefnu hlýst, bættur af sveitarfélaginu.
8. 2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir
Skipulagsstofnun hefur gefið heimild fyrir að aðalskipulagsbreyting vegna jarðastrengja til fiskeldisstöðva vestan Þorlákshafnar verði auglýst að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í viðhengi eru skjöl þar sem brugðist hefur verið við athugasemdunum og sjá má breytingarnar í "track changes".
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Nefndin áréttar fyrri áherslu sína um að leitast verði við að halda göngu og hjólastíg opnum á framkvæmdatíma og forðast rask á stígnum. Skemmdir verði lagfærðar strax.
9. 2311030 - Hveradalir umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma
Sótt er um að staðsetja gáma á lóð Skíðaskálans í Hveradölum til bráðabirgða.
Afgreiðsla: Samþykkt, enda verði húsin/gámarnir hvorki tengdir aðveitu né fráveitu.
10. 2309007 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Reykir - Flokkur 1
Framkvæmdasýsla óskar eftir að færa til gáma sem áður hefur verið gefið stöðuleyfi fyrir. Um er að ræða gám með kaffiaðstöðu og annan með salernisaðstöðu í samræmi við afstöðumynd og lýsingu í viðhengi.
Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs með möguleika á framlengingu.
11. 2310065 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Efstaland - Flokkur 1
Orri Árnason f/h Ingólfsskála ehf sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu. Sótt er um að fjarlægja gáma sem notaðir hafa verið sem geymslur og byggja áfasta geymslu í þeirra stað við matshluta 04 samkvæmt meðfylgjandi teikningum frá ZEPPELIN Arkitektar dags. 20.10.2023.
Nefndin fjallaði um erindi frá landeigandanum á fyrri fundi októbermáanaðar þar sem það var samþykkt í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Afgreiðsla: Samþykkt með fyrirvara um samþykki eiganda Hvamms. Nefndin heimila að byggingarfulltrúi gefi út endanlegt byggingarleyfi þegar umsækjandi hefur skilað inn samþykki nágranna og öllum tilskyldum gögnum i samræmi við byggingarreglugerð nr. 112/2012.

12. 2311001 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Kléberg 11 - Flokkur 2
Jens K. Bernharðsson sækir um byggingarleyfi f/h eiganda fyrir stækkun á bílskúr, viðbyggingu við íbúðarhús ásamt útlitsbreytingum samkv. teikningum dags. 28.10.2023. Um er að ræða 83,8 fermetra stækkun á húsi sem er skráð 177,7 fermetrar eða um 47 % stækkun.
Afgreiðsla: Nefndin bendir á að byggingar þurfa að vera í samræmi við deiliskipulag. Deiliskipuleggja þarf lóðina í áður en nefndin getur samþykkt viðbyggingu við húsið. Viðbyggingin er of umfangsmikil til að geta talist óveruleg.
13. 2310066 - Ósk eftir staðfestingu á nafnbreytingu á spildu
Landeigandi óskar eftir að breyta nafninu á landi sínu úr nafninu Björk í nafnið Tjarnarmói. Spildan hét þetta áður að sögn landeigandans. Fyrir nokkru samþykkti nefndin þetta sama nafn á nágrannalóð. Því þyrfti að breyta nafni þeirrar lóðar í Tjarnarmóa 3 til að nafn Bjarkar gæti orðið Tjarnarmói 1 ef ætti að verða við þessari beiðni.
Afgreiðsla: Samþykkt með því skilyrði að samþykki eiganda núverandi Tjarnarmóa liggi fyrir.
14. 2311020 - Umsögn um matslýsingu Nesjavellir, Deiliskipulagsbreyting
Grímsnes- og Grafningshreppur óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um Skipulags- og matslýsingu sem fjallar um deiliskipulagsbreyting Nesjavöllum. Vegna fjölgunar á borholum og staðarvali fyrir niðurdælingu
Afgreiðsla: Nefndin gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?