Til baka | Prenta |
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 3 |
Haldinn í fundarherbergi bæjarráðs,
07.09.2022 og hófst hann kl. 15:00 | | Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðbergur Kristjánsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Sigrún Berglind Ragnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
María Ósk Jónasdóttir áheyrnarfulltrúi,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Íris Kristrún Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Þuríður Anna Róbertsdóttir Darling áheyrnarfulltrúi,
| | Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri | | | |
| | Dagskrá: | | | | 1. 2007010 - Samningur við Hjallastefnuna um rekstur leikskólans Bergheima | |
Formaður nefndarinnar fór yfir stöðu mála og þau gögn sem bárust nefndinni fyrir fundinn.
Íris Kristrún Kristmundsdóttir, fulltrúi foreldraráðs, óskaði eftir því að fært yrði til bókar að foreldraráð telur farsælast að vilji foreldra leikskólabarna til áframhaldandi samstarfs við Hjallastefnuna verði kannaður með því að gera rafræna könnun meðal foreldra.
Fulltrúar B- og H-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Okkur fulltrúum minnihlutans þykja þær leiðir sem notast var við, við upplýsingaöflun frá foreldrum og starfsfólki ófullnægjandi, eins og komið hefur fram. Þær umsagnir sem borist hafa endurspegla aðeins skoðanir lítils hluta foreldra og starfsfólks. Þær niðurstöður sem við höfum við að styðjast þar sem kallað er eftir afstöðu allra foreldra eru niðurstöður skólapúlsins frá í febrúar sem gefa ekki tilefni til þess að endurnýja samninginn við Hjallastefnuna, enda mælist ánægja foreldra með leikskólann minni en nokkru sinni áður og í fyrsta sinn undir meðallagi fyrir landið allt (um 9%). Eins og staðan er núna bendir ekkert til þess að sátt sé að nást um leikskólann okkar meðal foreldra og því langsótt að áframhaldandi samningur við Hjallastefnuna sé leiðin til þess að skapa stöðugleika. .Niðurstöður skólapúlsins benda jafnframt til að þeir sem eru ánægðir núna hafi einnig verið ánægðir áður (98% foreldra).
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir H-lista Hlynur Logi Erlingsson B-lista
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Það er álit undirritaðra fulltrúa D-lista í fjölskyldu- og fræðslunefnd að mun veigameiri sjónarmið mæli með áframhaldandi samvinnu við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Bergheima. Víðtækt og gott samráð hefur verið viðhaft í málinu og teljum við að fjölmargir og verulegir vankantar væru á því að vísa máli sem þessu í kosningu s.s. fulltrúar minnihlutans fara fram á. Á slíkri kosningu eru bæði praktískir vankantar og vankantar varðandi túlkun og þýðingu niðurstaðna. Í samráðsferlinu sem hefur farið fram hafa komið fram fjölmörg sjónarmið foreldra og starfsmanna sem nýtast kjörnum fulltrúum til að taka ákvörðun sína. Mjög margir foreldrar hafa lýst því að þeir hafi áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði að gera breytingar á starfinu nú. Öll þau erindi sem borist hafa frá starfsmönnum eru á einn veg, allir vilja þeir áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna með vísan til fjölda sjónarmiða. Fulltrúar D-lista í fjölskyldu- og fræðslunefnd telja að öðru framar vegi þó langþyngst það sjónarmið sem hvað flestir nefndu, foreldrar og starfsmenn; það er að mikilvægt sé að stuðla að stöðugleika og ró í starfi leikskólans. Við berum fulla virðingu fyrir sjónarmiðum þeirra foreldra sem síður myndu vilja áframhaldandi samstarf við Hjallastefnuna ehf., en það er þó engu að síður álit okkar að þegar að ólík sjónarmið vegist á þá vegi hér þyngra en nokkuð annað sjónarmið um stöðugleika og frið um leikskólastarfið. Þá er það alveg ljóst að ef að ekki verður gengið til áframhaldandi samstarfs við Hjallastefnuna tekur við algjör og fullkomin óvissa, með öllum þeim neikvæðu afleiðingum sem því fylgir. Meðvituð um þetta leggja undirrituð til að gengið verði til endurnýjunar samninga við Hjallastefnuna ehf. um áframhald á samkomulagi um rekstur leikskólans Bergheima.
Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður, D-lista Guðbergur Kristjánsson varaformaður, D-lista Guðlaug Einarsdóttir, D-lista
Formaður flutti svohljóðandi afgreiðslutillögu: Fjölskyldu- og fræðslunefnd vísar málinu til frekari umfjöllunar í bæjarráði og bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
| | |
| 2. 2209004 - Málefni 9-unnar kynning á breytingum á starfsmannahaldi | |
Nefndin þakkar upplýsingarnar. | | |
| 3. 2208039 - Tillaga um samstarfssamning við Samtökin 78 | |
Fjölskyldu- og fræðslunefnd telur fræðslu og ráðgjöf varðandi hinseginleikann mikilvægan þátt í jafnréttisstarfi sveitarfélagsins. Leggur nefndin áherslu á að við áframhaldandi vinnslu málsins verði kallað eftir sjónarmiðum stjórnenda um þá fræðslu sem stjórnendur telja þörf á inni á sínum vinnustöðum og stofnunum. Þá benda nefndarmenn jafnframt á að Samtökin´78 séu vel til þess fallin að koma að fræðslu sem þessari í ljósi þeirrar sérþekkingar sem þar er til staðar.
Nefndin leggur til að vísa málinu til meðferðar í yfirstandandi fjárhagsáætlanagerð.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30 |
|
|
Til baka | Prenta |