| |
1. 2207014 - Nýr leikskóli - Vesturbyggð | |
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðstjóra að bjóða framkvæmdina út. | | |
|
2. 2401018 - Byggingarstjórn- og eftirlit með leikskóla | |
Afgreiðsla: Nefndin felur sviðstjóra að gera verðkönnun. | | |
|
3. 2302008 - Ný fráveituhreinsistöð | |
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að færa staðsetningu hreinsistöðvar við enda norðurgarðs og felur sviðstjóra að láta gera þær breytingar sem þarf til og leggja gögnin aftur fyrir nefndina. | | |
|
4. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24 | |
1. Nýr leiksskóli. Útboðsgögn liggja fyrir framkvæmdir boðnar út á næstunni 2. Bygging fjölnota íþróttahús. Skipaður starfshópur annast hugmyndavinnu og skilar frá sér tillögum til framkvæmdar- og hafnarnefndar á fyrri hluta árs. 3. Grunnskóli, framtíðar uppbyggingaráætlun. Til stendur að skipa vinnuhóp með leiðsögn hönnuðar til þess að koma hönnunarferli af stað. 4. Breytingar Hafnarbergi 1. Til stendur að leita tilboða í að loka af fundarsal með glerveggjum, lagfæra loftræstingu og lýsingu 5. Skólaeldhús. Skipaður starfshópur er með áætlun sem lögð verður fram á fundi bæjarráðs nk fimmtudag til samþykktar. 6. Móttöku og flokkunarstöð (vigt). Umhverfistjóri er með í vinnslu tillögu af breytingum sem verða lagðar fram til samþykktar feb-mars 7. Gatnalýsing Laxabraut. Verið er að vinna útboðsgögn fyrir framkvæmdina 8. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 1. Framkvæmdir ganga vel, búið er að keyra sandi úr sandöldu við Hafnarbakka og úr vegstæði til vesturs að Óseyrarbraut. Verið að moka úr sandöldu fyrir heimæðum að lóðum, sem eru töluvert djúpt. Búið að leggja kaldavatnslögn og sanda fylla yfir í Norðurbakka. Búið að fleyga og moka úr veituskurðum og sanda undir hitaveitu í Norðurbakka. 9. Gatnagerð iðnaðar og hafnarsvæðis áfangi 2. Verið er að vinna að hönnun. 10. Gatnagerð Vestan við Bergin áfangi 2. Lokið er við yfirborðsfleygun í öllum götum ásamt lagnaskurðum Elsugötu. Vinna er hafin við fráveitur í Elsugötu. 11. Gatnahönnun vestan við Hraunin áfangi 3-4. Forhönnun er lokið á áfanga 3, 4 og 5. Unnið er í hæðarsetningum lóða ásamt hönnun veitna. 12. Frágangur opinna svæða. Verið er að vinna yfirlit yfir þau svæði sem lögð verða áherslur á. 13. Hjóla- og göngustígar í dreifbýli. Búið er að vinna einhverjar grunnhugmyndir með Magne Kvam sem ný stofnuð dreifbýlisnefnd mun taka fyrir og kynna. 14. Vatnsmiðlunartankur í dreifbýli. Efla er að vinna að hönnun og gerð útboðsgangna. 15. Hreinsistöð fráveitu. Hönnun liggur fyrir en endurskoða þarf nokkur atriði vegna mögulegrar færslu hennar.
| | |
|