Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 312

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
26.01.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Grétar Ingi Erlendsson bæjarfulltrúi,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
Breyting á varamanni B-lista í framkvæmda- og hafnarnefnd. Lögð er fram tillaga um að Hrönn Guðmundsdóttir verði varamaður í framkvæmda- og hafnarnefnd í stað Katrínar Óskar Sigurgeirsdóttur.
Tillagan var borin undir fundinn og samþykkt samhljóða.
2. 2208041 - Heidelberg - umræða um stöðu verkefnisins
Bæjarráð ræddi stöðu mála varðandi áform Heidelberg um að setja upp framleiðslu á umhverfisvænum íblöndunarefnum í steypu innan sveitarfélagsins. Á fundinum hafði bæjarstjóri framsögu um stöðu mála og lagði fram minnisblað tengt framsögunni.

Í máli bæjarstjóra kom m.a. fram að enn sem komið er hafa engar ákvarðanir tengdar málinu komið til kasta sveitarfélagsins. Engar heimildir hafa verið veittar, engu skipulagi breytt og málið því á frumstigi undirbúnings. Í því samhengi var ítrekað að ekki kæmi til greina að staðsetja framleiðsluna innan þéttbýlis nema að undangenginni atkvæðagreiðslu meðal íbúa enda ljóst að sjónræn áhrif starfseminnar yrðu miklar.

Þá kom fram að á fjölsóttum og málefnalegum íbúafundi hafi verið gerðar sterkar athugasemdir við annars vegar efnisflutninga eftir almenna þjóðvegakerfinu og hins vegar við sjónræn áhrif og truflun vegna nálægðar við íbúabyggð.

Til að nálgast þessar athugasemdir hefur Heidelberg lagt í ítarlega vinnu til að mæta þessum ábendingum og leitað að mótvægisaðgerðum til að mæta samtímis forsendum bæjarstjórnar og þeim ábendingum sem komu fram á íbúafundi.

Í minnisblaði bæjarstjóra kom eftirfarandi fram:

1. Efnisflutningur eftir almenna þjóðvegakerfinu
Leitað er leiða til að vinna efni úr sjó við ósa Markarfljóts og flytja það sjóleiðis til Þorlákshafnar. Með því yrði dregið stórlega úr þörfinni fyrir námuvinnslu sem og álaginu á þjóðvegakerfið. Efninu yrði því landað í lokuðum kerfum, þurrkað og unnið áfram til útflutnings.

2. Sjónræn áhrif og truflun vegna nálægðar við íbúabyggð
Sterkustu ábendingarnar sem komið hafa fram vegna fyrirhugaðra framkvæmda við mölunarverksmiðju eru vegna fyrirhugaðrar staðsetningar innan þéttbýlis, í námunda við íbúðarhús. Sérstaklega hafa þessar áhyggjur komið fram í máli fulltrúa bæjarstjórnar og meðal íbúa. Heidelberg skoðar nú samhliða tvo kosti til að mæta þessum ábendingum.

a. Draga úr sjónrænum áhrifum með vandaðri hönnun.
Á fundum hefur komið fram að Heidelberg muni leita allra leiða til að hanna mannvirki í þeim tilgangi að draga úr sjónrænum áhrifum þeirra. Sú vinna stendur nú yfir en enn hafa engin gögn verið lögð fram önnur en þau sem sýnd voru á íbúafundi og sýna fyrst og fremst byggingarmagn en ekki endanlega hönnun.

b. Staðsetning utan þéttbýlis
Á íbúafundi komu fram fjölmargar sterkar áskoranir um að skoða til hlítar hvort að mögulegt væri að staðsetja mölunarverksmiðju utan þéttbýlis. Sömu áskoranir hafa komið frá forsvarsfólki sveitarfélagsins frá því að verkefnið var fyrst kynnt. Vandinn við slíka nálgun er flutningur efnis til hafnar. Heidelberg hefur brugðist við þessum ábendingum og áskorunum og vinnur nú að kostamati utan þéttbýlis.

Eitt af því sem fyrirtækið skoðar núna er hvort að verkfræðilega sé mögulegt að byggja nýja höfn við Keflavíkina og ef svo hvort að slík framkvæmd rúmist innan kostnaðarramma verkefnisins. Sé það mögulegt væri hægt að staðsetja framleiðsluna vestan og sunnan þess svæðis sem Sveitarfélagið Ölfus hefur skipulagt undir atvinnurekstur sem ekki er æskilegur innan þéttbýlis. Umrætt svæði er þá innan þess ramma sem áætlaður hefur verið undir græna iðngarða sem fyrirhugað er að reka á forsendum hringrásarhagkerfis.

Úttekt á þeim kosti sem hér um ræðir er á frumstigi, eins og reyndar verkefnið allt. Fýsileikakönnunun er unnin og alfarið kostuð af Heidelberg.


Elliði Vignisson, Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Gestur Þór Kristjánsson tóku til máls.

Eftirfarandi bókun var lögð fram:

Bæjarstjórn þakkar uppýsingarnar og lýsir sig viljugt til að eiga áfram jákvæð og uppbyggjandi samskipti við fyrirtækið á þeim forsendum sem lýst hefur verið.

Samþykkt samhljóða.


3. 1605028 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga.
Fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga frá 10.01.2023 til kynningar og erindi frá framkvæmdastjórn Héraðsnefndar til sveitarstjórnar um húsnæðismál Héraðsskjalasafns Árnesinga til afgreiðslu. Einnig er í fundargögnum skipting á framlögum sveitarfélaga fyrir árið 2023.

Fram kemur að Héraðsnefnd Árnesinga ákvað á aukafundi sínum þann 10.janúar 2023 að kaupa húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnessýslu á Selfossi við Hrísmýri 8.

Samkvæmt samþykktum Héraðsnefndar þarf samþykki allra bæjar- og sveitarstjórna Héraðsnefndar til að samþykki liggi fyrir kaupunum.

Fyrir liggur að allir 3 fulltrúar Ölfuss greiddu atkvæði gegn umræddum kaupum en fram hafði komið á haustfundi Héraðsnefndar að þeir myndu einungis samþykkja ódýrari kostinn af því sem valið stóð á milli.

Kostirnir voru tveir.
1. Hafnarskeið 6 Þorlákshöfn á 255.000 kr. m2
2. Hellismýri 8 Selfossi á 277.205 kr. m2

Grétar Ingi Erlendsson, Elliði Vignisson, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.

Lögð var fram eftirfarandi tillaga að afgreiðslu:

Bæjarstjórn getur ekki að svo stöddu samþykkt kaup á húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn á þeim forsendum sem kynnt hefur verið.

Auk verðmunar sér bæjarstjórn Ölfuss ekki forsendur fyrir samþykki á viðkomandi húsnæðiskaupum að svo komnu máli þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining á þeim framkvæmdum og breytingum á húsnæðinu svo það standist kröfur um að starfrækja þar skjalasafn.

Bent er á að samkvæmt núverandi skráningu á húsinu er húsnæðið brunahannað miðað við léttan iðnað ekki sem skjalasafn/opinber bygging, einnig er húsið ekki hannað á forsendum algildrar hönnunar. En þar undir falla opinberar stofnanir.

Við eftirfarandi atriðum þarf nánari svör.

1. Húsið þarf að brunahanna í samræmi við gr 9.2.4 í byggingarreglugerð þar sem geymd eru í húsinu mikil verðmæti. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss óskar eftir svörum frá Héraðsnefnd Árnesinga um hvort að sú brunahönnun hafi farið fram miðað við breytta notkun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um kostnað við breytingar á brunavörnum hússins í samræmi við þá hönnun.

2. Aðgengismál. Um er að ræða opinbera byggingu og opinberar byggingar hafa kröfu um aðgengi fyrir alla. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss óskar eftir upplýsingum um það hvort að unnin hafi verið úttekt á tilgreindu húsi og lóð með tilliti til þess. Bent er á að samkvæmt byggingarreglugerð skal tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum jafnvel við óvenjulegar aðstæður t.d eldsvoða.

Að þessu sögðu er ljóst að upp getur komið óvæntur kostnaður á seinni stigum á standsetningu húsnæðisins og þar með ekki forsendur á þessu stigi málsins fyrir Bæjastjórn Ölfuss að veita samþykki sitt fyrir umræddum kaupum enda ljóst að ekki liggur fyrir endanlegur kostnaður fyrir starfshæft húsnæði. Bæjarstjórn Ölfuss fer því fram á að sú vinna verði kláruð áður en hægt er að taka afstöðu til kaupa á húsnæðinu.

Samþykkt samhljóða.
4. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Breyting á deiliskipulagi við Raufarhólshelli hefur verið auglýst í samræmi við fyrri samþykkt nefndarinnar. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir þjónustubyggingu við núverandi bílastæði.
Umhverfisstofnun kom með ábendingu varðandi byggingarreitinn og hraunið á svæðinu þegar stofnunin var beðin um umsögn. Í umsögninni kemur eftirfarandi fram:
Að mati stofnunarinnar er stór hluti svæðisins þegar raskaður og lögð er áhersla á í gildandi deiliskipulagi að raska ekki hrauni frekar. Hins vegar þarf að skoða nánar hvort nýr byggingarreitur sé staðsettur á óröskuðu hrauni. Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að við ákvörðun á staðsetningu fyrir byggingarreit séu valin svæði sem þegar eru röskuð og/eða á hraunasvæði þar sem að hraunið hefur misst verndargildi sitt. Einnig hefur umfjöllun um fráveitu verið breytt í samræmi við athugasemd Heilbrigðiseftirlitsins.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Skipulagsnefnd áréttar að nýr byggingarreitur í tillögunni er að hluta á svæði þar sem hrauninu hefur þegar verið raskað og að hluta á svæði sem hraunið hefur misst

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
5. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - breyting 3 á skipulagi
Lögð er fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðal- og deiliskipulagi Móa vegna nýs miðbæjar. Í stórum dráttum fjalla breytingarnar um eftirfarandi: Aðalskipulagi er breytt þannig að fleiri íbúðir verði heimilaðar á svæðinu. Deiliskipulagsbreytingin fjallar um breytingu á byggingarreitum þannig að torg myndist miðsvæðis, sem hinar ýmsu byggingar sem hýsa miðbæjarstarfsemi, hótel og íbúðir eiga að standa við.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
6. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting
Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina. Hæð húsa á svæðinu hefur verið lækkuð úr 2 hæðum í eina hæð vegna ábendinga frá íbúum sem þegar búa á svæðinu.

Á síðasta fundi var málinu frestað meðan ferskvatnsmál væru skoðuð. Formaður ásamt skipulagsfulltrúa hafa fundað með landeiganda.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli
Tillagan hefur verð auglýst áður en er nú auglýst aftur, þar sem ekki náðist að ganga frá henni áður en ár var liðið frá lokum athugasemdafrests.

Tillagan markar og setur skilmála fyrir nýja lóð svo unnt verði að skilgreina og stofna hana umhverfis skálann. Skálinn á sér sögu frá því þegar skíðamennska var ennþá stunduð í Jósepsdal á árum áður en skæruliðarnir voru hópur skíðaáhugamanna í Skíðadeild Ármanns sem byggðu skálann fyrir ofan eina skíðabrekkuna í dalnum.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging
Tillagan kemur nú í annað sinn fyrir nefndina. Hún hefur verið auglýst áður án athugasemda. Það var frá 2. febrúar til 16. mars 2022 fyrir auglýsingu nýs aðalskipulags. Þar sem tillagan nýtir rýmri heimildir nýs aðalskipulags til uppbyggingar á landbúnaðarlandi þarf að fjalla um hana aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar eða 3. málsgrein 41. og 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. eftir því sem þörf er á.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
9. 2203018 - DSK - Breyting 2 á deiliskipulagi Mói -Hnjúkamói 2 og 4
Tillagan kemur nú til samþykktar eftir auglýsingu. Hún var auglýst án athugasemda frá 6. apríl til 18. maí samhliða auglýsingu nýs aðalskipulags. Engar athugasemdir komu á auglýsingartíma tillögunnar en Umhverfisstofnun kom með ábendingu varðandi hraun á svæðinu. Samkvæmt skipulagslögum þarf að fjalla aftur um tillöguna í stjórnsýslu sveitarfélagsins samhliða eða eftir síðustu umfjöllun um nýtt aðalskipulag samkvæmt 2. málsgr. 41. greinar skipulagslaga. Því kemur tillagan nú aftur fyrir nefndina.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. og 3. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Nefndin ítrekar fyrri afstöðu sveitarfélagsins um hraunið og hraunmyndanir á svæðinu.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
10. 2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði
Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars hefur íbúðum í húsinu verið fækkað í 35.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar smþykkt.
11. 2207006 - DSK Hveradalir
Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að tillagan hefði verið samþykkt í sveitarstjórn á undan nýju aðalskipulagi. Einnig barst athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands í 3 liðum við tillöguna.
Tillagan hefur verið lagfærð til samræmis við athugasemdirnar eftir því sem við á.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
12. 2201044 - DSK Deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga Vesturbyggð - Vesturberg
Skipulagsstofnun gerði athugasemd í nokkrum liðum við tillöguna við lokayfirferð. Hún hefur nú verið lagfærð til samræmis. Meðal annars er nú sýnt helgunarsvæði rafstrengs í jörðu, skipulagsgögn sett fram sem breyting á skipulagi fyrri áfanga en ekki sem sjálfstætt deiliskipulag. Skilmálar fyrri áfanga eru færðir inn og skipulagsmörkum hefur verið breytt til samræmis við það að um breytingu á skipulagi en ekki sjálfstætt skipulag sé um að ræða.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
13. 2212036 - ASK Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2020-2036
Við lokauppsetningu aðalskipulags voru gerð mistök í greinargerð skipulagsins. Þetta á sérstaklega við kaflann sem fjallar um heimildir til uppbyggingar á landbúnaðarlandi. Sá kafli varð töluvert öðruvísi í endanlegu útgáfunni í því skipulagi sem tók gildi en í þeirri útgáfu sem var auglýst. Svo virðist sem Almennu skilmálarnir fyrir frístundabyggð í kafla 4.1.2 hafi verið endurteknir í kafla 4.1.3 í stað þeirra sem sveitarstjórn hafði samþykkt þegar tillögunni var skilað inn til samþykktar Skipulagsstofnunnar. Þar sem verulegur munur er á heimildum til uppbyggingar þarf að laga þetta.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 2. málsgr. 36. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
14. 2212001F - Stjórn vatnsveitu - 9
Fundargerð 9.fundar stjórnar vatnsveitu frá 07.12.2022 til staðfestingar.

1. 2211039 - Gjaldskrá vatnsveitu

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2212004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 44
Fundargerð 44.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 19.12.2022 til kynningar.

1. 2210032 - Umsókn um stöðuleyfi
2. 2212004 - Umsókn um stöðuleyfi
3. 2211044 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur , Oddabraut 9
4. 2212028 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Laxabraut 21 mhl.2
5. 2212029 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Norðurvellir 11
6. 2212021 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1, Bær
7. 2212020 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hafnarskeið 14

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
16. 2212002F - Bæjarráð Ölfuss - 388
Fundargerð 388.fundar bæjarráðs Ölfuss frá 15.12.2022 til staðfestingar.

1. 2212015 - Trúnaðarmál
2. 2212017 - Þátttaka í Að sunnan á N4
3. 2212011 - Áskorun til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps og Ölfuss um að námuvinnslu á Mýrdalssandi og í Þrengslum verði hafnað
4. 2212012 - Vilyrði um lóð
5. 2212018 - Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20222023
6. 2212010 - Styrkbeiðni - Okkar heimur
7. 2212013 - Skólaeldhús - framtíðarsýn

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.

17. 2212003F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 43
Fundargerð 43.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 04.01.2023 til staðfestingar.

1. 2301003 - DSK Kvika - Fyrirspurn um uppbyggingu við Hótel (áður Hótel krókur).
2. 2301004 - Fyrirspurn um gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1.
3. 2301005 - Fyrirspurn um stöllun raðhúss Elsugata 13-17.
4. 2301002 - Stofnun lóðar fyrir spennistöð Óseyrarbraut 18 DRE.
5. 2212036 - ASK Óveruleg breyting á aðalskipulagi 2020-2036
6. 2201044 - DSK Deiliskipulagsbreyting vegna 2. áfanga Vesturbyggð - Vesturberg. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2207006 - DSK Hveradalir. Tekið fyrir sérstaklega.
8. 2203024 - DSK Hafnarskeið 6 - deiliskipulagsbreyting á hafnarsvæði. Tekið fyrir sérstaklega.
9. 2203018 - DSK - Breyting á deiliskipulagi Mói -Hnjúkamói 2 og 4. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting.
11. 2201036 - DSK Lindarbær deiliskipulag bílskúr og viðbygging. Tekið fyrir sérstaklega.
12. 2111029 - DSK Ólafsskarð Skæruliðaskáli. Tekið fyrir sérstaklega.
13. 2212007 - Heinaberg 24 fyrirspurn um nýjan bílskúr
14. 2212025 - Slóði frá Karlsminni fyrir skógrækt
15. 2212014 - GeoSalmo - umsögn um mat á umhverfisáhrifum
16. 2212033 - Arnarbæli stofnun lóðar fyrir fjarskiptamastur sem þegar er byggt.
17. 2212031 - Eima - kæra vegna skipulagsmáls
18. 2211009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 43. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
18. 2301004F - Stjórn vatnsveitu - 10
Fundargerð 10.fundar stjórnar vatnsveitu frá 11.01.2023 til staðfestingar.

1. 2301010 - Beiðni um tengingu við vatnsveituna Berglindi v-DSK Hjarðarból 1 og 2
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls undir þessum lið.
2. 2212026 - Landeigandi Mánastaða sækir um tengingu við kaldavatnslögn

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 2301005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 6
Fundargerð 6.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 11.01.2023 til staðfestingar.

1. 1602028 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
2. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar.
3. 2301013 - Samskiptaáætlun. Til kynningar.
4. 2301014 - Rýmingaráætlun. Til kynningar.
5. 1602030 - Leikskólinn Bergheimar: Skýrsla skólastjóra. Til kynningar.
6. 2301016 - Reglur um stuðningsþjónustu. Til staðfestingar.
7. 2301008 - Ytra mat, úttekt á skólastarfi í leik- og grunnskólum. Til kynningar.
8. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023. Til staðfestingar.
9. 2301012 - Undanþága frá skilyrðum um lágmarksíbúafjölda v barnaverndarþjónustu. Til kynningar.
10. 2201039 - Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar. Til kynningar.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
20. 2301006F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 35
Fundargerð 35.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 12.01.2023 til staðfestingar.

1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
2. 2204029 - Endurbygging Svartaskersbryggju 2022
3. 2301015 - Geymslusvæði innan hafnarinnar
4. 2301017 - Framkvæmdaráætlun 2022-23

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
21. 2301009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 45
Fundargerð 45.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 16.01.2023 til kynningar.

1. 2301028 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Unubakki 18-20
2. 2301029 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Vetrarbraut 1-3

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
22. 2301002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 44
Fundargerð 44.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 18.01.2023 til staðfestingar.

1. 2301025 - Kynning á hugsanlegri uppbyggingu vestan byggðar og fyrirkomulagi á lóð Farice
2. 2211027 - Bakki 3 - Girðing umhverfis lóð Farice
3. 2301026 - Geo Salmo - Áform og umhverfiskýrsla
4. 2301018 - ASK og DSK Mói miðbær - breyting 3 á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2202011 - DSK Mánastaðir - þriðja deiliskipulagsbreyting. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2301027 - Umsókn um Byggingarheimild umfangsflokkur 1
8. 2301004 - Fyrirspurn um gistiaðstöðu fyrir starfsmenn á millilofti að Vesturbakka 1
9. 2301001 - Úrskurður Örnefnanefndar um nafn lands
10. 2210037 - Smáhýsi á lóðum
11. 2301030 - Stofnun Vegsvæðis - Spóavegur 16
12. 2301031 - Stofnun Vegsvæðis - Spóavegur 18
13. 2301009F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 45. Tekið fyrir sérstaklega.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
23. 2301007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 38
Fundargerð 38.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 18.01.2023 til staðfestingar.

1. 2211006 - Gjaldskrár Sveitarfélagsins Ölfuss 2023
2. 2301022 - Heilsueflandi samfélag
3. 2301024 - Landsmót UMFÍ 50 plús
4. 2211005 - Beiðni frá rafíþróttadeild um flutning á aðstöðu deildarinnar
5. 2301021 - Tilnefningar til íþróttamanns Ölfuss 2022
6. 2301033 - Skíðagönguspor í Þorlákshöfn

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
24. 2301001F - Bæjarráð Ölfuss - 389
Fundargerð 389.fundar bæjarráðs frá 19.01.2023 til staðfestingar.

1. 2211050 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings við Markaðsstofuna 2023
2. 2301007 - Beiðni um styrk vegna kvikmyndagerðar
3. 2301009 - Styrkbeiðni - utanlandsferð kórs ML til Ítalíu 2023
4. 2301023 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjöldum 2023
5. 1506123 - Skóla- og velferðarmál Fundargerðir NOS.
6. 2301034 - Stefnumótun - vinnufundur

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
25. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022 og 917.fundar frá 20.01.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
26. 1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Fundargerð 316. stjórnarfundar SOS frá 12.12.2022 og fundargerð félagsfundar SOS frá 04.01.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
27. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Fundargerðir 47.fundar stjórnar Bergrisans frá 30.11.2022 og 48.fundar frá 19.12.2022 til kynningar.
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að aðkoma að stjórnun Bergrisans verði sem hér segir:

í stjórn Bergrisans sitji Elliði Vignisson, og til vara Gestur Þór Kristjánsson.
í þjónusturáði sitji Eyrún Hafþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.
Í fagráði sitji Eyrún Hafþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.

Samþykkt samhljóða.
27. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 54.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 12.12.2022 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
29. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 591.fundar stjórnar SASS frá 24.01.2023 til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?