Fundargerðir

Til bakaPrenta
Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 51

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.07.2023 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2307005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Gissurarbúð 7 - Flokkur 2,
Samúel Smári Hreggviðsson f/h lóðarhafa Anna Berglind Júlísdóttir sækir um byggingarleyfi fyrir sólskála við íbúðarhúsið samkv. teikningum frá HÚSEY teikni- og verkfræðistofa dags. 04.04.23
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
2. 2307017 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Óseyrarbraut 14 - Flokkur 2
Eiríkur Vignir Pálsson f/h lóðarhafa Auðbjörg ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum utan- og innanhús m.a verður byggður turn á þak húss og tengigangur á milli mhl. 1 og 2 samkv. teikningum frá Pro-ark teiknistofa dags. 12.07.23
Afgreiðsla: Byggingarheimild samþykkt. Umsóknin samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012, m/síðari breytingum. Byggingarleyfi og heimild til að hefja framkvæmdir verður gefið út þegar skilyrði 2.3.8.gr. sömu byggingarreglugerðar hafa verið uppfyllt.
3. 2307024 - Umsókn um stöðuleyfi
Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir sækir um stöðuleyfi á lóðina Unubakki 15A-15B fyrir frístundarhúsi í smíðum
Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?