| |
1. 2009008 - Vilyrði fyrir úthlutun á lóðum | |
Bæjarráð er jákvætt fyrir frekari uppbyggingu Hornsteins og dótturfyrirtækja þess í Sveitarfélaginu Ölfusi og er tilbúið í viðræður um Víkursand 12. Varðandi hinar lóðirnar óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um þá starfsemi sem fyrirhuguð er á þeim áður en mögulegt er að veita það vilyrði sem óskað er eftir.
Bæjarráð lýsir sig sig hins vegar eindregið afhuga því að lóðir á hafnarsvæðinu verði nýttar undir efnisgeymslur og haugsetningu jarðefna. | | |
|
2. 2009018 - Samkomulag um vatnsveitu við Hvammsveg | |
Bæjarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar kostnaði vegna hans, sem er að hámarki 3.000.000- til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. | | |
|
3. 2009029 - Beiðni um aðgang að köldu vatni vegna þróunar á jarðhitanýtingu | |
Bæjarráð telur að tilgreint verkefni sé afar framsækið og hafi burði til að verða enn frekari stoð undir ný samþykkta Orku- og auðlindastefnu sveitarfélagsins þar sem áhersla er lögð á ábyrga og umhverfisvæna auðlindanýtingu sem skili sér sem allra best til íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið á tilraunartímabilinu með gjaldfrjálsu aðgengi að köldu vatni til 6 mánaða. Samþykkið er með þeim fyrirvara að ef vart verður skorts á neysluvatni verði án fyrirvara tekið fyrir nýtingu þess til orkuvinnslu. | | |
|
4. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar. | | |
|
5. 2001009 - Endurnýjun samstarfssamninga við íþróttafélög í Ölfusi. | |
Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og vísar umfjöllun um þá til fagnefndar málaflokksins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir fullunnum tillögum frá fagnefndinni. | | |
|
6. 2009010 - Umsókn um námsstyrk. | |
Bæjarráð samþykkir tilgreinda umsókn.
Bæjarráð vísar því til bæjarstjórnar að ræða sérstaklega hvort að ástæða sé til að endurskoða þær reglur sem umsóknin byggir á. | | |
|
7. 2009032 - umsókn um námsstyrk | |
Bæjarráð samþykkir tilgreinda umsókn.
Bæjarráð vísar því til bæjarstjórnar að ræða sérstaklega hvort að ástæða sé til að endurskoða þær reglur sem umsóknin byggir á. | | |
|
8. 2009011 - Stytting vinnutíma dagvinnufólks. | |
Bæjarráð samþykkir að stofna vinnutímanefnd sem vinni með forstöðumönnum og trúnaðarmönnum að innleiðingu í samræmi við ákvæði kjarasamnings um styttingu vinnutíma.
Í vinnutímanefnd sitji Hafdís Sigurðardóttir, deildarstjóri launadeildar, Guðni Pétursson sviðsstjóri og Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri. Áskilið er að vinnutímanefnd vinni náið með forstöðumönnum og fulltrúum starfsmanna á hverjum vinnustað fyrir sig. | | |
|
9. 2009017 - Áskorun frá Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa | |
Bæjarráð tekur undir afstöðu samtaka íslenskra handverksbrugghúsa og hvetur dómsmálaráðherra og alþingi allt til að beita sér fyrir því að íslensk brugghús sitji við sama borð og erlend brugghús hvað varðar netverslun með bjór á Íslandi.
Þá tekur bæjarráð sérstaklega undir það að íslenskum handverksbrugghúsum verði gert heimilt að selja gestum sínum vörur á staðnum. Í því samhengi bendir bæjarráð á hversu mikil fengur það er fyrir bæjarfélög vítt og breitt um landið að geta auðgað mannlíf og matarmenningu með auknu aðgengi að matvælum úr héraði, þá ekki síst þegar um er að ræða almenna neysluvöru sem þegar er aðgengileg á bensínstöðvum, skyndibitastöðum, félagsheimilum og víðar.
| | |
|
| |
10. 2006063 - Fræðslumál: Hjallastefnan-Bergheimar | |
Bæjarráð samþykkir samninginn og viðauka. Bæjarráð felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka vegna tilgreinds kostnaðar. | | |
|