Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 60

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
18.12.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir 1. varamaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að taka 2 erindi inná fund með afbrygðum, mál nr 8 og 9 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Lögð eru fyrir nefndina frumdrög af útboðsgögn vegna yfirborðsfrágangs
Afgreiðsla: Frestað
2. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 66 lögð fram.
Verkstaða: Unnið er við að grafa og sprengja leifarnar af Suðurvararbryggju, búið ca. 105 m. Vinna á úthaldinu gekk
vel, ekki þurfti að sprengja, allt grafanlegt. Unnið var einnig við sléttun á plani og fyllingu framan við
Meitilinn.
Búið er að endurraða og hækka garð frá stöð 290 og að st. 94. Unnið verður á vöktum næstu vikum.
Búnir að leggja ídráttarrör á Austurgarði og að bryggju á Suðurvarargarði. Búið er að fjarlægja
umframefni úr breikkun vegar að Arnarlaxi og lagfæra flóðvarnargarð. Efni er losað í haug samanber
samtal. Sprengingar skila ágætis árangri og afköst mest 1200m3 á dag. Töluvert auðveldara er að rífa
bryggju og minns af járni kemur og minna af stórum steypubrotum.
Búið er að mala um 20 þús. rúmmetrar.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við að fjarlægja kerjabryggju. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að gæta þess
að skilja ekki eftir hóla í botni. Verktaki heldur áfram að haugsetja efni. Gert ráð fyrir að 5-8 starfsmenn
verði við vinnu næstu vikur. Gert er ráð fyrir að bryggjurif klárist í desember.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
3. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Sviðstjóri fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð 22 lögð fram.
Verkstaða: Járnabindingum fyrir kant og polla lokið. Vinna við steypumót líkur í vikunni. Ætla að steypa
næstkomandi þriðjudag 3.desember þá er spáð þýðu.
Næstu 2 vikur:
Klára steypuvinnu og rífa frá. Vinna við uppsetningu á stigum, þybbum og kanttré.
Steypa klossa undir veggi veituhúss. Búið er að ganga frá pöntun á forsteyptum einingum í húsið hjá
Einingarverksmiðjunni.
Áætlað er að verkinu ljúki á árinu

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 2412022 - Umsókn um lóð - Norðurbakki 7
Hafþór Rúnar Sigurðsson sækir um lóð f/h fyrirtækisins Trukkar ehf.
Afgreiðsla: Samþykkt
5. 2409042 - Viðhaldsáætlun sveitarfélagsins 2025
Umhverfisstjóri mætir á fund og fer yfir viðhaldsáætlun fyrir 2025
Afgreiðsla: Nefndin þakkar umhverfisstjóra yfirferðina og samþykkir viðhaldsáætlunina.
6. 2409001 - Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2025-2028.
Sviðstjóri leggur fram til samþykktar fjárhags- og framkvæmdaráætlun 2025-2028
Afgreiðsla: Samþykkt
7. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024.
Afgreiðsla: lagt fram

1.Breytingar Hafnarbergi 1. Unnið er við lokafrágang glerkerfi ofl.

2.Gatnalýsing Nes-og Laxabrautar.
Verkstaða 10. desember. Unnið er á kaflanum á milli st. 800-1700. Búið er að loka skurði að st. 1700. Búið að setja upp og tengja 121 ljósastaura og lampa, st. 1300, og gera klárt fyrir 10 staura í viðbót. Búið er að draga út háspennustreng í st. 1100 og ljósastrengi í st. 1000. Búið er að grafa skurð í st. 800. Áætlun næstu 2-ja vikna: Vinna við veituskurð á kaflanum frá st. 1000 ? 0, við gröft og söndun, reisa ljósastaura, leggja strengi og vinna við tengingar. Fylla yfir strengi frá st. 1700. Taka niður núverandi ljósastaura.

3. Framkvæmdir við nýjan leikskóla Verkstaða 17 desember:
1.Verið er að vinna í uppsetningu á léttum innveggjum. Búið er að einfalda ca.35%
2. Píparar hafa verið að vinna í uppsetningu á lögnum
3. Blikkarar eru byrjaðir að setja upp loftræstikerfi
4. Smiðir hafa verið að klæða ofan á skyggni við anddyri hússins.

4. Nýtt eldhús Suðurvör 3. Útboðsgögn eru í vinnslu gerum ráð fyrir að bjóða framkvæmdina út í byrjun árs 2025.

5. Ný rennibraut. Efla vinnur að hönnun undirstaða og lagna ofl. Arkís er að vinna frumdrög af framtíðarplani sundlaugarsvæðis. Gert er ráð fyrir að bjóða rennibrautarframkvæmdina út í janúar.
8. 2412026 - Yfirlýsing um að nýta ekki forkaupsrétt vegna Hafnarskeiðs 1 og 3
Tilkynning um sölu vegna forkaupsréttar
Afgreiðsla: Framkvæmda-og hafnarnefnd leggur til við bæjarstjórn að forkaupsréttur verði ekki nýtur að svo stöddu. Nefndin beinir því til lóðarhafa með vísan í 4 gr. lóðarleigusamnings varðandi óþrifnað inná lóðunum að fjarlæga allt lausafé af þeim.
9. 2412030 - Sala á hlutum í Kuldabola ehf.
Fyrir bæjarráði lá erindi frá Lex lögmönnum f.h. Sjávarsýnar og stjórn Kuldabola ehf. um sölu á hlutum Þorlákshafnarhafnar í Kuldabola. Með bréfinu er Sveitarfélaginu formlega boðið að ganga til samninga við Sjávarsýn ehf. um sölu á hlut sínum í Kuldabola á sömu kjörum og samið var um við sölu á 93,64% af útgefnu hlutafé félagsins

Um er að ræða hlut að verðmæti 1.997.282. Tilboðið stendur til boða til kl. 16:00 þann 20. des. nk.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir að selja alla hluta sína í félaginu Kuldaboli ehf. á tilgreindum forsendum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?