| |
1. 2209041 - Erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar | Erindisbréf Íþrótta- og tómstundanefnda lagt fram til kynningar og farið yfir einstaka liði þess. Fundartími nefnarinnar var ákveðinn fyrsta miðvikudag í mánuði kl.18:00. | | |
|
2. 2209040 - Tillaga að ungmennaráði 2022-2023 | Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram tillögu að ungmennaráði fyrir árið 2022 - 2023. Eftirfarandi skipa ráðið.
Skipuð af íþrótta- og tómstundanefnd Haukur Castaldo Jóhannesson formaður Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir
Situr tvö ár. Kemur úr nemendaráði 2021-2022 Elmar Yngvi Matthíasson
Úr nemendaráði grunnskólans Sóley Dögg Eiríksdóttir
Úr unglingaráði félagsmiðstöðvarinnar Dagný Birta Þorsteinsdóttir
Varafulltrúar: Úr nemendaráði grunnskólans Oliver Þór Stefánsson Díana Dan Jónsdóttir
Úr unglingaráði félagsmiðstöðvarinnar Kristján Vilberg Sturlaugsson
Skipuð af íþrótta- og tómstundanefnd Einar Dan Róbertsson Eva Rán Ottósdóttir
| | |
|
3. 2209039 - Umsókn í Afreks- og styrktarsjóð Ölfuss. | Ein umsókn barst í íþrótta- og afrekssjóð.
Hún var frá Körfuknattleiksdeild Umf. Þórs vegna þátttöku meistaraflokks karla í FIBA Euro Cup í Kosovo. Samþykkt að veita félaginu kr. 350.000,- í styrk vegna ferðarinnar.
Emil Karel Einarsson og Davíð Arnar Ágústsson viku af fundi undir þessum lið. | | |
|