Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 61

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.10.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Björn Kjartansson 2. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Gunnlaugur Jónasson skipulagsfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi
Í upphafi fundar lagði formaður til að tvö mál yrðu tekin á dagskrá með afbrigðum. Það eru mál nr. 7 og 12. Var samþykkt samhljóða að málin yrðu tekin fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310067 - DSK Landeldi - skipulagslýsing fyrir tvö ný deiliskipulög - Laxabraut 15-27 L228680
EFLA leggur fram skipulagslýsingu fyrir framtíðaruppbyggingu á lóðum Landeldis að Laxabraut 15-27. Hugmyndin er að á svæðinu verði tvö deiliskipulög. Í gildi er deiliskipulag fyrir Laxabraut 21-25 sem verður fellt úr gildi þegar nýja skipulagið tekur gildi.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.b.
2. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
Landeigandi í Riftúni leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir frístundasvæði sem skilgreint er í aðalskipulagi á landinu Riftún. Einnig er skilgreindir byggingarreitir fyrir 3 ný íbúðarhús á svæðinu i samræmi við heimildir aðalskipulags um uppbygginga á landbúnaðarlandi. Þar sem tvö íbúðar hús eru á svæðinu fyrir verða 5 íbúðarhús á svæðinu auk þeirra 9 frístundalóað sem skipulagið heimilar
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br.
Landeigandi þarf að bæta málsetningar, afla samþykkis eiganda lands L171797 og bæta þarf kvöð um að komu að borholu á uppdrátt. Skila þarf staðfestingu á öflun neysluvatns áður en tillagan verður auglýst.
3. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Verkfræðistofan EFLA leggur fram endurskoðaða tillögu deiliskipulags sem fjallar um uppbyggingu við Raufarhólshelli. Tillagan hefur verið auglýst og komu athugasemdir sem brugðist var við og fjallað um í nefndinni á 44. fundi í janúar.
Nú hefur skipulagshöfundur breytt tillögunni þannig að allt skóp verður fjarlægt af svæðinu.

Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
4. 2210009 - Hjarðarból - umsókn um stöðuleyfi - gámur með vindhverfli
Fyrirtækið Sidewind fékk í október á síðast ári stöðuleyfi til eins árs fyrir vindhverfli í landi Hjarðarbóls. Ekki varð af framkvæmdum þá og óskar fyrirtækið nú eftir að endurnýja leyfið.

Um er að ræða nýsköpunarverkefni þar sem gámum með vindhverfli í er komið fyrir á landinu og vilja aðstandendur láta á það reyna hvernig vindhverfillinn stendur sig við raunverulegar aðstæður.

Afgreiðsla: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs.
5. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1
Borist hefur fyrirspurn frá landeiganda um það hvort heimilt verði að byggja skemmu sem nær á milli tveggja skemmureiti í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar Þrastarvegur 1. Nefndin hefur áður heimilað auglýsingu breytingar á deiliskipulaginu í samræmi við
Afgreiðsla: Nefndin fellst á að heimila skemmuna þannig að hún nái milli reitanna í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjandi þarf að skila inn byggingaráformum til sveitarfélagsins í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar.
6. 2307033 - Kæra vegna kröfu um deiliskipulag Þóroddsstaðir 2C
Landeigandi óskaði fyrir nokkrum mánuðum eftir að stofna lóð og samþykkti nefndin það með skilyrði um gerð deiliskipulags.
Landeigandinn kærði þá samþykkt til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Borist hefur úrskurður frá henni og er úrskurðurinn sá að óheimilt hafi verið að krefjast deiliskipulags.

Afgreiðsla: Lagt fram.
7. 2305017 - Þóroddsstaðir 2 - stofnun og sameining lóða
Óskað er eftir að stofna lóð úr landinu Þóroddsstaðir 2C í samræmi við lóðarblað i viðhengi. Hún verði svo sameinuð Lóðinni Þóroddsstaðir 2 lóð 1.
Nefndin hefur áður samþykkt þetta, með skilyrði um að deiliskipulag. Nú hefur borist úrskurður frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem þessi bókun er ógild og því kemur málið aftur fyrir nefndina.

Afgreiðsla: Stofnun lóðar og sameining við aðra lóð samþykkt í samræmi við erindið, enda er aðkoma að landinu tryggð gegnum hina nýju sameinuðu lóð.
8. 2309053 - Stofnun landsins Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794
Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir óskar eftir að stofna landið Reykjakot beitiland úr jörðinni Reykjakot L171794. Áður hefur verið fjallað um erindið en ástæða þykir til þess að gera það aftur.
Afgreiðsla: Stofnun lands samþykkt.
9. 2307015 - Sandhóll uppskipting og stofnun lands L17177-98
Landeigendur óska eftir að stofna land í samræmi við deiliskiplag fyrir landið Sandhól sem er í vinnslu. Í deiliskipulaginu er jörðinni skipt í tvo hluta en nú er óskað eftir að stofna nýja hlutann þannig að fasteign verði til hjá Þjóðskrá.
Afgreiðsla: Samþykkt að stofna megi landið.
10. 2203007 - Erindi um þrengingu og hraðskilti í Setbergi
Íbúi ítrekar erindi sitt þar sem hann bendir á hættu sem skapaðist við tilkomu hraðaskiltis og þrengingar við innkomu í Bergin eftir Setbergi við gatnamót Setbergs og Selvogsbrautar. Hann telur skiltið óheppilega staðsett í brekku þar sem stutt er milli gatnamóta. Óhöpp hafi orðið í hálku vegna þessa.
Afgreiðsla: Nefndin leggur til að þrengingin verði fjarlægð og hraðahindrun sett í staðinn, á viðeigandi stað og vísar því til bæjarráðs að útvega fjármagn í verkefnið.
11. 2306002 - Girðingar við Vesturbakka
Tillaga sem sveitarfélagið lagði fram að girðingum á lóðarmörkum við sunnanverðan Vesturbakka hefur mætt mikilli andstöðu byggingaraðila á svæðinu sem vilja frekar setja opnar girðingar. Þeir benda á að við þær komi gróðurbelti sem hindrar innsýn á lóðirnar og því séu kostnaðarsamar lokaðar girðingar óþörf mannvirki. Lokaðar girðingar, eins og sveitarfélagið lagði til, krefjist mun meira jarðrasks og sökkla en opnar girðingar vegna vindálags.
Afgreiðsla: Girðinga skulu byrgja innsýn, efnisval í forskrift er leiðbeinandi, timbur skal vera fúavarið.
12. 2310019 - Thor Landeldi - umsókn um nýtingu borhola á lóð
Thor Landeldi óskar eftir að bora holur sjávarmegin við lóðir sínar við Laxabraut
Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leiti að holurnar verði boraðar, en skoðað verði nánar með gjaldtöku vegna nýtingar eða stækkun lóðar. Þess verði jafnframt gætt að gönguleið með fram ströndinni haldist opin.
13. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling
Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis hefur verið auglýst og komu ábendinga frá Umhverfisstofnun auk nokkurra athugasemda frá brimbrettaiðkendum þar á meðal frá Brimbrettafélaginu.
Einnig fékk skipulagsfulltrúi spurningu frá Skipulagsstofnun sem benti á að skoða þyrfti hvort senda ætti inn matsspurningu vegna framkvæmdarinnar, hvort framkvæmdin væri í samræmi við aðalskipulag og bent að að spurning væri hvort landfyllingin væri á friðlýstu svæði.
Hafnarnefnd hefur fjallað um málið og ályktað að einungis sé þörf á um helmingi þeirrar landfyllingar sem fyrirhuguð var. Þannig þurfi hún að ná 70 metra til suðurs frá Suðurvarargarði en ekki 140 metra í átt að útsýnisskífunni eins og fyrirhugað var æi upphaflegri tillögu sem var auglýst.
Í viðhengi er tillaga að svari til brimbrettaiðkanda, svar skipulagsfulltrúa til Skipulagsstofnunnar og minnisbréf sem viðbrögð við ábendingum Umhverfisstofnunar.

Afgreiðsla: Sigurður Ás Grétarsson, ráðgjafi sveitarfélasins í hafnarmálum, mætti á fundinn og gerði grein fyrir ýmsum hliðum málsins, meðal annars þeim fjárhaglsega.

Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Nefndin vil árétta að tillagan er í samræmi við aðalskipulag. Einnig liggur fyrir jákvætt svar við matsspurningu frá því þegar Suðurvarargarður var lengdur og færður, nýlega sem enn er í fullu gildi, en þá var úrskurðað að framkvæmdin þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Einnig er áréttað að framkvæmdin kemur hvergi nærri friðlýstu svæði.

Skipulagsfulltrúa falið að svara framkomnum athugasemdum í samræmi við tillögur í viðhengi.

Málið borið upp til atkvæða og greiddu þrír fundamenn D-lista atkvæði fyrir samþykki þessa að fyrirliggjandi tillag yrði send til samþykktar Skipulagsstofnunnar. Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúi B-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson fulltrúi B-lista sat hjá.

Nefndin í heild sinni hvetur Brimbrettafélagið til þess að opna viðræður við sveitarfélagið um bætta aðkomu niður í fjöruna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?