Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 23

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
01.07.2024 og hófst hann kl. 15:30
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson varaformaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Hlynur Logi Erlingsson aðalmaður,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Sveinn Júlían Sveinsson áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Íris Kristrún Kristmundsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Hrafnhildur Lilja boðaði forföll en ekki náðist að boða varamann.

Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312019 - Minnisblað vegna breytinga á opnunartíma leikskólans
Framhald af umræðu um opnunartíma leikskólans og mögulegar breytingar á starfsumhverfi leikskóla í Ölfusi.

Meðfylgjandi eru niðurstöður úr könnun sem var lögð fyrir foreldra/forráðamenn.

Umsögn frá foreldraráði Leikskólans Bergheima um mögulegar breytingar á opnunartíma leikskólans Bergheima sem barst 20. júní 2024. Viðbótarskjal við umsögnina sem barst snemma morguns 1. júlí 2024.

Minnisblað er varðar breytingu á opnunartíma Leikskólans Bergheima lagt fram til umræðu og afgreiðslu.

Fjölskyldu og fræðslunefnd samþykkir samhljóða að breyta opnunartíma frá og með 1.ágúst næstkomandi frá kl. 07:30 - 16:30. Um er að ræða 30 mínútna skerðingu á opnunartíma á dag. Opnunartíminn skal endurskoðaður hjá fjölskyldu- og fræðslunefnd eftir 6-12 mánaða reynslu af styttri opnunartíma.

Áfram verður unnið að breytingum á starfsumhverfi leikskóla í Ölfusi með það að markmiði að bæta enn frekar skipulag og starfsumhverfi leikskóla í Ölfusi þannig að tryggja megi stöðugleika í leikskólastarfinu, farsæld barna og vellíðan starfsfólks.

Horft er til þess að leggja fyrir viðhorfskannanir á meðal foreldra/forráðamanna og starfsfólks sem taka mið af þeim þáttum sem er verið að skoða hverju sinni. Lagt er til að næstu kannanir verði lagðar fyrir fyrrihluta árs 2025.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?