Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 63

Haldinn í Þjónustumiðstöð,
19.02.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Guðbergur Kristjánsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Gunnsteinn R. Ómarsson aðalmaður,
Berglind Friðriksdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Inná fundinn undir mál nr 1 mætir Egill Steingrímsson og fer yfir minnisblaðið

Einnig mætir Sigurður Ás Grétarsson eftirlitsmaður með framkvæmdur hafnarinnar inná fundinn undir mál 2-3 og 4 og fer yfir stöðu þeirra.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501019 - Landeldisgjald
Hafnarstjóri leggur minnisblað ásamt 2 tillögum af nýju gjaldi eldisafurða. Minnisblaði var unnið af ODT endurskoðun.

Áður hafa verið innheimt vörugjald í þriðja flokk fyrir þessar vörur, auk þess sem reynt
hefur verið að leggja á gjald sem samsvaraði aflagjaldi. Komið hafa fram mótmæli, á þeirri forsendu,
að það hafi verið reiknað út frá verðmæti afurða og að gjaldið væri því í raun skattur, frekar en
þjónustugjald, og að slík skattlagning væri ekki í samræmi við gildandi reglur.
Í ljósi þessara athugasemda var ákveðið að leggja upp með nýja nálgun þar sem hægt væri að tengja
gjaldtöku við raunverulegan kostnað sem höfnin hefði vegna þjónustunnar. Þetta fól í sér hönnun
kerfis sem tryggði lögmæti kostnaðarkerfisins, að gjaldið væri bæði gagnsætt og rekjanlegt til
tiltekinna kostnaðarliða.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir nýtt gjald miðað við þær forsendur sem settar eru fram í minnisblaði sem er 10.757.- á tonn.
2. 2406028 - Suðurvarabryggja-Yfirborðsfrágangur
Niðurstöður útboðs er lögð fram. 10 tilboð bárust í verkið og voru þau öll undir kostnaðaráætlun.

Stéttarfélagið ehf 142.566.300
Hagtak hf 124.804.750
Stálborg ehf 123.960.150
Klapparverk og Gröfuvélar ehf 123.368.550
Fagurverk ehf 114.481.000
Loftorka ehf 110.990.000
Smávélar ehf 101.310.350
Jón og Margeir ehf 93.837.500
Stórverk ehf 93.730.350
D.Ing - verk ehf 88.706.100

Kostnaðaráætlun 145.294.000.-

Lægsta tilboðið átti D.Ing - verk ehf. 88.706.100kr sem er 61,1% af kostnaðaráætlun.

Vegagerðin leggur til að samið verði við lægstbjóðanda.

Afgreiðsla: Samþykkt
3. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda. Verkfundagerð lögð fram.
Verkstaða:

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
4. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja
Á fundinn mætti eftirlitsmaður verksins og fór yfir stöðu framkvæmda við stækkun hafnar áfanga 1. Verkfundargerð 69 lögð fram.

Staða framkvæmda.

Unnið hefur verið við dýpkun á úthaldinu, gröftur gengur vel. Klappar laus botn en stórir steinar í bland.
Stóra vélin bilaði síðastliðin mánudag en kemst í gang í dag. Reiknað er með að verkið klárist í mars.
(Unnið hefur verið við frágang að gafli nýju bryggjunnar og er því verki lokið.) Hækka þurfti sjóvörn og er
því verki að ljúka. Einnig var lögð frárennslis lögn í gegnum sjóvörnina. Þessi vinna er aukaverk.
Unnið var við sjóvörn framan við Meitilinn og skolplögn frá bænum framlengd í gegnum garðinn.
Verkinu er lokið nema eftir er að fínjafna yfirborðið.
Verið er að keyra efra burðarlagi bryggjunnar og jafna.
Næstu 2 vikur:
Unnið verður við að fjarlægja kerjabryggju og dýpka. Dýpka þarf niður í 9,5m dýpi og verktaki þarf að
gæta þess að skilja ekki eftir hóla í botni.
Ljúka útlögn á efri burðar lagi bryggju.

Afgreiðsla: Lagt fram, nefndin þakkar upplýsingarnar.
5. 2502022 - Ný lýsislögn á Skarfaskersbryggju
Hafnarstjóri leggur fyrir nefndina erindi frá Lýsi hf þar sem þeir óska eftir leyfi til að setja varanlega riðfríalögn innan við ákeyrsluvörnina við núverandi lögn þeirra á Skarfaskersbryggju.
Afgreiðsla: Samþykkt
6. 2501021 - Framkvæmdaráætlun 2024-25
Sviðsstjóri fór yfir stöðu helstu verklegar framkvæmdir sem eru á áætlun 2024-25.


Afgreiðsla: Lagt fram
7. 2502034 - Beiðni um viðauka: lagfæring á Skarfaskersbryggju
Hafnarstjóri óskar eftir viðauka uppá 4.000.000.- til að lagfæra sig í þekju á Skarfaskersbryggju.

Framkvæmdi felur í sér að kjarnabora nokkur göt í þekju og dæla sandsteypu undir hana.

Afgreiðsla: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?