| |
1. 2402081 - Umræða um náttúruhamfarir í nágrannasveitarfélaginu Grindavík og mögulega aðstoð við íbúa | Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Sú staða sem íbúar Grindavíkur standa nú frammi fyrir er ógnvænleg. Ófyrséð er hver framtíð byggðar í Grindavík verður og hvernig öryggi fólks þar verður tryggt enda nú hafinn undirbúningur fyrir sjöunda eldgosið á tæpum þremur árum. Við upphaf hamfaranna bjuggu 3.720 manns í sveitarfélaginu og þar voru 1.664 eignir. Til að mæta viðkvæmri stöðu nágranna sinna samþykkti fjölskyldu- og fræðslunefnd Ölfuss strax í upphafi hamfaranna að Grindvíkingar hefðu sama aðgengi að þjónustu hér og íbúar með lögheimili í Ölfusi. Þar með var vikið frá reglum sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði þannig að þeir sem eru 67 ára og eldri og hafa lögheimili í Grindavík sé nú heimilt að sækja um leiguíbúðir sem ætlaðar eru þeirra aldurshópi. Þá var einnig veitt undanþága á lögum um leikskóla nr. 90/2008 og grunnskóla nr. 91/2008. Leik- og grunnskólar í Sveitarfélaginu Ölfusi buðu þar með börn á leik- og grunnskólaaldri frá Grindavík velkomin í skólana. Á seinustu vikum hefur umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir lóðum í Þorlákshöfn. Í öllum tilvikum hefur verið leitað eftir einbýlishúsa- og eða parhúsalóðum sem fólk hefur hug á að byggja sjálft á. Sveitarfélagið Ölfus vill með öllum leiðum sýna nágrönnum sínum stuðning og leggur áherslu á að sá vilji sjáist í verki.
Tillaga Með það að leiðarljósi að styðja við Grindvíkinga á tímum náttúruhamfara samþykkir bæjarstjórn eftirfarandi:
1. Stefnt er að því að auglýsa næsta áfanga við svokallað Vesturberg í mars. Þar er um að ræða lóðir fyrir 10 einbýlishús, 10 parhús, og 1 raðhús. Alls verða þar því lausar lóðir fyrir 33 íbúðir. Hægt verður að hefja byggingarframkvæmdir á þessum lóðum í apríl. Bæjarstjórn samþykkir að veita fólki með lögheimili í Grindavík forgang að þessum lóðum. Samhliða felur bæjarstjórn starfsmönnum sínum að móta úthutunarreglur sem koma í veg fyrir spákaupmennsku og brask með þessar lóðir enda tilgangurinn sá einn að mæta neyð Grindvíkinga og þörf þeirra fyrir framtíðarheimili. Skal þar ma. gert ráð fyrir að ekki verði hægt að hafa eigendaskipti að fasteigninni fyrr en amk. 12 mánuðum eftir lokaúttekt nema með sérstakri samþykkt sveitarfélagsins.
2. Verði umframeftirspurn við úthlutun þessara lóða mun Sveitarfélagið Ölfus tafarlaust ráðast í útboð gatnagerðar í næsta áfanga við Vesturbergið og auglýsa þær á sömu forsendum. Þar gæti orðið mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 13 einbýlishús og 7 parhús eða samtals 27 íbúðir. Í heildina gæti því orðið um að ræða lóðir fyrir allt að 60 heimili sem yrðu tilbúnar til framkvæmda á næstu mánuðum.
3. Verði áfram eftirspurn eftir lóðum eftir úthlutun þessara lóða verður frekari framkvæmdum flýtt enn frekar og stefnt að því að sem fyrst verði hægt að úthluta til viðbótar allt að 18 einbýlishúsalóðum 9 raðhúsalóðum og 9 parhúsalóðum. Þar verði því um að ræða 67 íbúðir. Samtals verði því mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 127 íbúðir svo fljótt sem verða má.
Tillagan var borin undir fundinn og samþykkt samhljóða.
| | |
|
2. 2401035 - Boð til bæjarfulltrúa um þátttöku í vinabæjarmóti | |
Grétar Ingi Erlendsson, Elliði Vignisson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls.
Bæjarstjórn tekur vel í erindið og samþykkir að greiða kostnað vegna þátttöku fyrir allt að tvo bæjarfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
3. 1906015 - Erindisbréf nefnda. | |
Bæjarstjórn staðfestir hið endurskoðaða erindisbréf fjölskyldu- og fræðslunefndar.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
4. 2004007 - Dagvistun - heimgreiðslur til foreldra | |
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaðar reglur um heimgreiðslur.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
5. 2305063 - Ráðgefandi samráð í barnavernd | |
Bæjarstjórn samþykkir samninginn.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
6. 2402075 - Móttaka flóttafólks - erindi frá H-lista | |
Grétar Ingi Erlendsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd D-lista:
Vorið 2022 lýsti bæjarráð yfir einlægum vilja til að veita sem mesta og besta mannúðaraðstoð við móttöku flóttafólks. Í framhaldi af því var ráðist í umfangsmikla vinnu við að kortleggja húsnæðismarkað, þol innviða og vilja ríkisvaldsins til aðkomu. Eins og búist var við var mikill hörgull á heppilegu húsnæði helsta hindrunin. Í þeirri stöðu var leitað til stéttarfélaganna með að nýta orlofshús í Ölfusborgum undir úrræði til móttöku flóttafólks. Ekki reyndist forsenda fyrir slíku samstarfi. Sveitarfélagið Ölfus hefur í öllum tilvikum reynt að mæta fyrirspurnum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um samstarf vegna móttöku flóttafólks. Á sama máta hefur því flóttafólki sem leitað hefur stuðnings hjá sveitarfélaginu verið veittur allur mögulegur stuðningur, allt frá fjárhagsstuðningi yfir í stuðning við atvinnuleit. Sami stuðningur verður áfram veittur.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir og Elliði Vignisson tóku til máls.
| | |
|
7. 2402076 - Staða á vinnu við atvinnustefnu Ölfuss - erindi frá H-lista | |
Erla Sif Markúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista:
Fyrir liggur að á seinustu árum hefur verið unnið að fjölmörgum verkefnum sem öll eiga það sameiginlegt að falla undir þá atvinnustefnu sem sveitarfélagið hefur markað með aðalskipulagi og öðrum formlegum samþykktum. Í því samhengi er rétt að minna á að fyrirtæki þurfa ekki formlegt samþykki frá sveitarstjórn til þess að hefja starfsemi svo fremi sem hún falli að þeim viðmiðum sem lögð eru með deili- og aðalskipulagi. Samkvæmt upplýsingum frá Ölfus Cluster er staða við undirbúning að atvinnustefnu nú þannig að íbúakönnun er að verða tilbúin að fara út í loftið en vegna ábendinga frá persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins varð nokkur töf þar á. Gera þurfti breytingar á könnuninni til að könnunin myndi ekki brjóta í bága við persónuverndarlög. Þær breytingar verða klárar í vikunni og því reikna starfsmenn Ölfus Cluster með því að könnunin fari út í næstu viku. Tilgangur könnunarinnar er að fá ákveðin grunn gögn frá íbúum til að vinna með áfram. Þegar þau gögn eru klár verða settir upp fundir með aðilum frá atvinnulífinu og starfsmönnum sveitarfélagsins síðan verður haldinn opinn vinnufundur með íbúum sveitarfélagins þar sem að grunnur að stefnunni verður lagður og drög að aðgerðaráætlun útbúinn. Gert ráð fyrir að utanaðkomandi ráðgjafi komi til með að aðstoða við uppsetningu íbúafundar.
Hrönn Guðmundsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir tóku til máls.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir bæjarfulltrúi H-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Uppbygging í atvinnulífinu í Ölfusi er hröð. Það er jákvætt að hér vilji fólk byggja upp fyrirtækin sín, búa og starfa. En það er ekki sama hvernig atvinnulífið byggist upp, það þarf að gerast í sátt við íbúa og umhverfi. Það er eðlileg krafa að í sveitarfélaginu sé unnið eftir vandaðri atvinnustefnu sem unnin er í góðu samráði við íbúa, atvinnulíf og aðra hagsmunaaðila. Það er mjög mikilvægt að farið sé af krafti í þessa vinnu tafarlaust.
| | |
|
8. 2401044 - Grímslækjarheiði ASK | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
9. 2402003 - Hjallabraut 18 - Beiðni um heimild til að byggja bílskýli | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
10. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
11. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4 | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
12. 2402059 - ASK óveruleg breyting - smækkun samfélagsþjónustusvæðis í Vesturbyggð | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
13. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði | |
Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Í stefnu B-listans fyrir síðustu kosningar lögðum við m.a áherslu á að byggja upp aðstöðu til brimbrettaiðkunar og skipuleggja nesið við vitann og vestureftir með bjarginu fyrir útivist. Með því að heimila landfyllinguna í því formi sem liggur fyrir hafa iðkendur miklar áhyggjur af því að aðstaðan versni og lendingarstaður verði hættulegur. Miðað við samtal mitt við aðila í Brimbrettafélaginu þá lögðu þau fram þrjár hugmyndir af landfyllingu sem skaðar minna ölduna að þeirra mati og kynntu á fundi sem þeir boðuðu til og sendu á bæjarstjórn. Ein tillagan var að mínu mati alveg ásættanleg og gaf möguleika á að vinna þetta mál í meiri sátt. Mér finnst skorta framtíðarsýn varðandi uppbyggingu á öllu þessu svæði sem væri framtíðaruppland fyrir hafnarsvæðið við Suðurvararbryggju og til útivistar.
Grétar Ingi Erlendsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir tóku til máls.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir lagði fram tillögu þess efnis að vísa málinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd. Tillaga Ásu Berglindar var lögð fyrir fundinn. Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista og Hrönn Guðmundsdóttir B-lista greiddu atkvæði með tillögunni, Vilhjálmur Baldur Guðmundsson B-lista sat hjá og bæjarfulltrúar D-lista greiddu atkvæði á móti. Tillagan var því felld.
Grétar Ingi Erlendsson gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Ása Berglind lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég geri athugasemd við það að ekki sé gerð valkostagreining þegar kemur að staðsetningu landfyllingunnar. Hér er verið að leggja fram breytingu á aðalskipulagi til þess að búa til landfyllingu sem á að þjóna nýhannaðri Suðurvararbryggju, bryggju sem er svo nýkomin af teikniborðinu að hún er enn á framkvæmdarstigi. Það er mikill áfellisdómur ef hér er verið að eyða mörgum milljörðum af skattfé til að gera breytingu á höfn sem þjónar ekki tilgangi sínum eins og hún var hönnuð. Ef það vantar land við hafnarsvæðið er nóg af því vestan megin við höfnina og því ætti að mínu mati að gera valkostagreiningu.
Verulega lítið er gert úr því í þessu plaggi hversu neikvæð áhrif landfyllingin kemur til með að hafa á útivist og brimbrettaiðkun á svæðinu. Umhverfismatsskýrsluhluti þessa skjals er í raun full af rangfærslum. Búið er að leggja fram álit sérfræðings sem sýnir fram á ótvíræð neikvæð áhrif, en ekki er tekið tillit til þess frekar en annarra athugasemda hagsmunaaðila eða 11.000 undirskrifta gegn framkvæmdinni. Þetta er ekki einkamál okkar sem búum í Ölfusi og ótrúlegt að ekki sé tekið mark á 11.000 undirskriftum gegn þessari framkvæmd.
Landfyllingin kemur í veg fyrir framtíðaruppbyggingu í brimbrettaíþróttinni á Íslandi. Hún kemur í veg fyrir að hægt sé að byggja upp þetta útivistarsvæði með þjónustu og afþreyingu í tengslum við sívaxandi brimbrettaíþrótt, sem gæti virkað sem mikill segull í ferðaþjónustu. Svæðið er þjóðarleikvangur þeirra sem stunda þessa íþrótt. Allir í kringum okkur sjá tækifærin sem eru falin í því, en meirihluti xD í Ölfusi ætlar að moka yfir tækifærin á kostnað framtíðarkynslóða sem munu alveg örugglega dæma þessa ákvörðun. Þá væri gott að hafa rökstuðninginn fyrir hendi, en hann liggur ekki fyrir. Fyrir liggur að halda á Norðurlandamót brimbrettafólks á umræddu svæði. Það gengur ekki upp ef landfyllingin kemur og segir mest um það hvaða áhrif þessi framkvæmd hefur. Keppnin á Íslandi og aðild Brimbrettafélags Íslands að Norðurlandasamtökum brimbrettafólks stendur og fellur með þessari ákvörðun um landfyllingu. Til samanburðar, þá var fyrsta mótið fyrir snjóbretti haldið árið 2000 og sjáið hvernig sú íþrótt hefur þróast.
Elliði Vignisson, Gestur Þór Kristjánsson og Vilhjálmur Baldur Guðmundsson tóku til máls.
Tekið var fundarhlé kl. 17:50, fundi framhaldið kl. 18:15
Erla Sif Markúsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd D-lista:
Allt tal um valkostagreiningu er í besta falli furðulegt. Það liggur í hlutarins eðli að þjónustusvæði hafnarkanta þarf að vera við viðkomandi hafnarkanta. Tilvísun til þess að þjónustusvæðið ætti heldur að vera vestan við höfnina er á sama hátt skrítin. Vestan við hafnarkantinn er einmitt íbúasvæði og þjónusta við aldraða. Að okkar mati er það ekki ákjósanlegur staður til að þjónusta hafnarkanta. Í bókun bæjarfulltrúa H-listans er vísað til þess að hafnarsvæðið væri í hennar huga heppilegra til íþróttaiðkunar. Hægt er að umbera þá afstöðu en vera henni um leið mjög ósammála. Bæjarfulltrúar D lista telja að hafnarsvæðið beri að nýta til hafnsækinnar þjónustu jafnvel þótt eitthvað af fólki, sem hingað kemur, vilji nýta það á annan máta. Svo furðulegt sem það er þá þarf hér að minna á að höfnin er undirstaða ráðandi hluta þeirra verðmæta sem framleidd eru hér og þar með undirstaða velferðar bæjarbúa. Við vísum sem fyrr til álits helstu hafnarsérfræðinga landsins um að landfyllingin muni ekki skerða möguleika fólks til brimbrettaiðkunar á svæðinu. Bæjarfulltrúar D lista geta ekki látið hjá líða að nefna það offors og þá óbilgirni sem sýnd hefur verið í þessu máli. Það er hreinlega sorglegt að sjá framkomu við nafngreinda íbúa sem dregnir eru inn í mál þetta og jafnvel svo langt gengið að ráðast gegn fyrirtækjum þeirra. Hrönn Guðmundsdóttir tók til máls.
Niðurstaða nefndarinnar lögð fyrir fundinn til atkvæðagreiðslu og hún staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúar B-lista sátu hjá og bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.
| | |
|
14. 2402056 - Spóavegur 12 DSK | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
15. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
16. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar | |
Niðurstaða nefndarinnar staðfest. | | |
|
32. 2105036 - Fundartími bæjarstjórnar | |
Samþykkt samhljóða að næsti reglulegi fundur bæjarstjórnar Ölfuss verði haldinn fimmtudaginn 21.mars.
| | |
|
| |
17. 2401007F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 42 | |
1. 2401031 - Barna og unglingastarf golfklúbbs Þorlákshafnar 2023. Til kynningar. 2. 2401030 - Tillaga að breytingum um reglugerð vegna kjörs á íþróttamanni ársins. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2401033 - Íþróttamaður Ölfus, Tilnefningar og umsagnir. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2310003 - Beiðni um aukinn stuðning við afreksstarf hjá Knattspyrnufélaginu Ægi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
18. 2401008F - Bæjarráð Ölfuss - 414 | |
1. 2401027 - Menningarmál umsókn í lista og menningarsjóð 2023. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 2. 2401035 - Boð til bæjarfulltrúa um þátttöku í vinabæjarmóti. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2311051 - Útboð á vátryggingum Sveitarfélagsins Ölfuss. Til kynningar. 4. 2305035 - Fasteignaþróun við Óseyrarbraut. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2401045 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Til kynningar. 6. 2401046 - Umsókn um kaup á fasteign og meðfylgjandi lóð Nesbraut 8. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Mál 1.-5. tekin fyrir og niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi við afgreiðslu á 6. lið fundarins.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson og Hrönn Guðmundsdóttir tóku til máls undir lið 6.
Liður 6 lagður fyrir fundinn til atkvæðagreiðslu. Staðfest með 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og Vilhjálms Baldurs Guðmundssonar B-lista, Hrönn Guðmundsdóttir B-lista sat hjá og Ása Berglind Hjálmarsdóttir H-lista greiddi atkvæði á móti.
| | |
|
19. 2402001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 66 | |
1. 2402002 - wpd Ísland - Vindmyllugarður í Ölfusi. Til kynningar. 2. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns. Til kynningar. 3. 2401044 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK og lýsing ASK. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2401047 - Þorkelsheiði 2C, nýtt DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 6. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 7. 2306049 - DSK Breyting á skipulagi hafnarsvæðis - landfylling. Tekið fyrir sérstaklega. 8. 2308005 - Fyrirspurn um möguleika á stækkun lóðar Vesturbakki 12 L234342. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 9. 2401043 - Hlíðarendi stofnun lóðar. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 10. 2402003 - Hjallabraut 18 - Beiðni um heimild til að byggja bílskýli. Tekið fyrir sérstaklega. 12. 2402005 - Unubakki 4 - Black beach guesthouse - stækkun lóðar. Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi við afgreiðslu á þessum lið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
20. 2402006F - Stjórn vatnsveitu - 17 | |
1. 2401024 - Hydros- nýtt félag vatnsveitu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson og Elliði Vignisson tóku til máls.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest. | | |
|
21. 2402008F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 48 | |
1. 2109002 - Stækkun hafnarinnar Áfangi 1. Suðurvarargarður og Suðurvararbryggja. Til kynningar. 2. 2307020 - Suðurvararbryggja endurbygging stálþils. Til kynningar. 3. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 4. 2312043 - Breyting á gjaldtöku móttöku og flokkunarstöð. Til kynningar. 5. 2401019 - Framkvæmdaráætlun 2023-24. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
22. 2402003F - Bæjarráð Ölfuss - 415 | |
1. 1912038 - Lóðaúthlutanir til Þróunarfélagsins Lands ehf. Til kynningar. 2. 2402018 - Heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands - bókun frá SASS. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn. Til kynningar.
Mál 1-3 voru tekin fyrir og var niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi undir afgreiðslu á lið nr. 4 í fundargerð bæjarráðs.
4. 2401046 - Umsókn um kaup á fasteign og meðfylgjandi lóð Nesbraut 8. Afgreiðsla bæjarráðs á lið nr. 4 var lögð fyrir fundinn og hún staðfest með 5 atkvæðum D- og B-lista, bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
23. 2402007F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 67 | |
1. 2402055 - Breyting á Aðalskipulagi - landfylling á hafnarsvæði. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2402059 - ASK óveruleg breyting - smækkun samfélagsþjónustusvæðis í Vesturbyggð. Tekið fyrir sérstaklega. 3. 2401003 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga I og Kirkjuferjuhjáleiga I, Land 4. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2402017 - Grímslækjarheiði - Hraunkvíar DSK. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 5. 2309060 - DSK Thor landeldi Fiskeldi við Keflavík. Tekið fyrir sérstaklega. 6. 2402054 - Mói miðbæjarsvæði DSK - viðbrögð skipulagsstofnunar. Tekið fyrir sérstaklega. 7. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 8. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK. Tekið fyrir sérstaklega. 9. 2402056 - Spóavegur 12 DSK. Tekið fyrir sérstaklega. 10. 2402005 - Unubakki 4 - Black beach guesthouse - stækkun lóðar. Grétar Ingi Erlendsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 11. 2402009 - Ytri- og Efri Grímslækur - Færsla lóðamarka. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 12. 2402010 - Fyrirspurn - Veitinga og þjónustuhúsnæði Kambabrún. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 13. 2402031 - Hvolsbrún - Afmörkun lands. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 14. 2402016 - Sjótökuholur sunnan landeldis First Water. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 15. 2402052 - Jarðvegsmanir umhverfis landeldi First Water. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 16. 2402053 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - bráðabirgðaheimtaug fyrir vinnurafmagn. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 17. 2305009 - Tæknilýsing fyrir nýjar íbúðarlóðir í dreifbýli. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 18. 2402028 - Umsögn um umhverfismat - Mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Elliði Vignisson, Hrönn Guðmundsdóttir og Grétar Ingi Erlendsson tóku til máls undir lið nr. 18. Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D- og B- lista, bæjarfulltrúi H-lista greiddi atkvæði á móti. 19. 2402058 - Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis Thor landeldi. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 20. 2402008 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - ON - Svelgholur til losunar skiljuvatns. Til kynningar.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
24. 2402005F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 18 | |
1. 1906015 - Erindisbréf nefnda. Tekið fyrir sérstaklega. 2. 2402029 - Heilsueflandi samfélag fundargerð stýrihóps. Niðurstaða nefndarinnar staðfest. 3. 2305063 - Ráðgefandi samráð í barnavernd. Tekið fyrir sérstaklega. 4. 2004007 - Dagvistun - heimgreiðslur til foreldra. Tekið fyrir sérstaklega. 5. 2309034 - Dagforeldrar í Ölfusi. Til kynningar. 6. 2401034 - Sérstakur húsnæðisstuðningur - breyting á tekju og eignaviðmiðum. Til kynningar. 7. 2402048 - Áfrýjun vegna afgreiðslu velferðarþjónstu. Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
| | |
|
25. 2402004F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 59 | |
1. 2402019 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lindarbær (L171765) - Flokkur 1 2. 2402020 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Hafnarskeið 12, Svartasker 2 (L171955) - Flokkur 1 3. 2402021 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Þóroddsstaðir 4 (L194237) - Flokkur 2 4. 2402022 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Stóragerði lóð 1 (L212987) - Flokkur 2 5. 2402045 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Staður (L199504) - Flokkur 1 6. 2402027 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 7. 2402032 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 8. 2402044 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 9. 2402041 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 10. 2402039 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 11. 2402038 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 12. 2402035 - Umsókn um lóð - Fríðugata 8-10-12 13. 2402026 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 14. 2402025 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 15. 2402024 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 16. 2402023 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 17. 2402034 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 18. 2402040 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 19. 2402042 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 20. 2402043 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 21. 2402047 - Umsókn um lóð - Vesturbakki 15 22. 2402033 - Umsókn um lóð - Bárugata 3 23. 2402036 - Umsókn um lóð - Bárugata 3 24. 2402049 - Umsókn um lóð - Bárugata 3 25. 2402037 - Umsókn um lóð - Bárugata 5 26. 2402050 - Umsókn um lóð - Bárugata 5
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
| | |
|
| |
26. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans. | |
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
Reglur um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir lagðar fyrir og þær samþykktar samhljóða. | | |
|
27. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|
28. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS. | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|
29. 1611032 - Almannavarnir Fundargerðir almannavarnarnefndar Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar. | | |
|
30. 2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands | |
Gestur Þór Kristjánsson lagði fram eftirfarandi bókun vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í fráveitumálum í Hveragerði:
Bæjarstjórn ítrekar afstöðu sína frá 320. fundi sínum og þar með þá sjálfsögðu kröfu að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands tryggi að fleiri húsum verði ekki bætt inn á hina mengandi hreinsistöð fyrr en vandi hennar hefur verið leystur.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Hrönn Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir tóku til máls.
Samþykkt samhljóða.
| | |
|
31. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu | |
Lagt fram til kynningar.
| | |
|