Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 31

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
09.04.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Sigfús Benóný Harðarson 1. varamaður,
Haraldur Guðmundsson 3. varamaður,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ingibjörg Lilja Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Formaður óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Óskað var eftir því að taka inn með afbrigðum mál nr. 2504026 og var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri fór yfir starfið í skólanum undanfarna mánuði og hefur það verið mjög fjölbreytt og viðburðaríkt. Helst má nefna rýmingaæfingu með starfsfólki, nemendum og fulltrúum frá Brunavörnum Árn., lestrarátak, öskudagsskemmtun, þakklætisviku og skíða- og fræðsluferðir unglingastigs. Undirbúningur er hafinn fyrir næsta skólaár og var auglýst eftir kennurum til starfa. Gengið hefur verið frá ráðningum.

Auglýst var 80% staða deildarstjóra unglingadeildar. Þrjár umsóknir bárust og skólastjóri og sviðsstjóri tóku viðtöl við alla umsækjendur. Guðlaug Einarsdóttir var metin hæfust umsækjenda og ráðin í stöðuna. Guðlaug hefur mikla reynslu af kennslu á unglingastigi og hefur sýnt metnað hvað varðar þróun kennsluhátta og kennslufræðilega forystu. Hún hefur og bætt við sig framhaldsnámi í nýsköpun og kennslufræði.


Nefndin þakkar kynninguna.
2. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti stöðu mála er varðar biðlista eftir leikskóladvöl til áramóta 2025.

Á starfsdegi í maí mun Soffía Ámundadóttir halda fyrirlestur fyrir starfsfólk Bergheima um ofbeldi barna gegn starfsfólki.

Það hefur borið á því að fólk er að sækja börn eftir lokun eða eftir kl 16:30. Leikskólinn Bergheimar hefur ákveðið að setja upp sektargjald ef börn eru sótt of seint. Þessar sektargreiðslur tengjast ekki gjaldskrá sveitarfélagsins um dvalargjöld heldur er gjaldið rukkað á Bergheimum.

Fyrirhugað er að halda kynningafund um Hjallastefnuna með Bóasi Hallgrímssyni framkvæmdastjóra fljótlega í apríl.

Nefndin þakkar kynninguna.
3. 2503036 - Leikskólinn Bergheimar - skóladagatal
Drög að leikskóladagatali Bergheima 2025-2026 lagt fram til kynningar og samþykktar.

Nefndin þakkar kynningu á nýju leikskóladagatali fyrir 2025-2026.

Formaður bar skóladagatalið upp til samþykktar og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
4. 2503032 - Leikskólinn Hraunheimar - rekstraráætlun
Leikskólastjóri kynnti rekstraráætlun leikskólans Hraunheima miðað við nokkrar sviðsmyndir er varðar áætlaðan fjölda barna þegar leikskólinn opnar í haust.


Nefndin þakkar kynninguna.

Formaður bar rekstraráætlunina upp til samþykktar og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
5. 2503037 - Leikskólinn Hraunheimar - skóladagatal
Drög að leikskóladagatali Hraunheima 2025-2026 lagt fram til kynningar og samþykktar.
Nefndin þakkar kynningu á nýju leikskóladagatali Hraunheima fyrir 2025-2026. Sú breyting var á fylgiskjali að sumarfrísdagar leikskólans verða þeir sömu og á leikskólanum Bergheimum eða frá 8. júlí til 12. ágúst.

Formaður bar leikskóladagatalið upp til samþykktar með áorðnum breytingum og var það samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
6. 2504009 - Skólapúlsinn foreldrakönnun
Samræmd foreldrakönnun grunnskóla 2025 var framkvæmd í febrúar á vegum Skólapúlsins. Mælikvarðinn byggir á viðhorfum foreldra til staðhæfinga um gæði skólans, kennslunnar og námsins. Skólastjóri kynnti niðurstöður fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn og samanburðarröðun miðað við aðra skóla.
Nefndin þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum foreldrakönnunar Skólapúlsins og ánægjulegum niðurstöðum er varðar nám, kennslu, velferð og fleiri þátta í starfi grunnskólans.
7. 2503017 - Frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga
Niðurstöður fyrir Sveitarfélagið Ölfus á frumkvæðisathugun GEV á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga lagðar fram til kynningar:

Í niðurstöðunum fyrir Sveitarfélagið Ölfus eru engar athugasemdir við reglur sem eru á ábyrgð Ölfuss. Reglur er varðar akstursþjónustu (sbr. 3. mgr. 29. gr. laga nr. 40/1991), stuðningsþjónustu (sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 40/1991) og stoðþjónustu (sbr. 8. gr. laga nr. 38/2018) hafa verið uppfærðar og settar eftir gildistöku núgildandi laga og vísað til þeirra.


Aðrar reglur er varðar málefni fatlaðs fólks eru í vinnslu hjá Byggðasamlaginu Bergrisanum.


Sveitarfélög sem reka saman byggðasamlagið Bergrisann eru:
Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur.

Hlutverk byggðasamlagsins er að útfæra þjónustu við fólk með fötlun, fjárhagslegri og faglegri umgjörð hennar sem nánar lýst í samþykktum Bergrisans bs.

Nefndin þakkar kynninguna.

Fjölskyldu og fræðslunefnd beinir því til Bergrisans bs. að gera úrbætur á reglum er varða málefni fatlaðra í samræmi við þau tilmæli sem gefin eru af GEV.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
8. 2504026 - Áfrýjun vegna afgreiðslu velferðarþjónstu
Trúnaðarmál
Áfrýjun vegna afgreiðslu teymisfundar velferðarþjónustu þann 12. mars 2025 um fjárhagsaðstoð.

Afgreiðsla málsins er færð í trúnaðarmálabók fundarins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?