Fundargerðir

Til bakaPrenta
Framkvæmda- og hafnarnefnd - 39

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
02.05.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Eiríkur Vignir Pálsson formaður,
Grétar Ingi Erlendsson varaformaður,
Erla Sif Markúsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi,
Ása Berglind Hjálmarsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri,
Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Sviðstjóri og byggingarfulltrúi
Í upphafi fundar óskaði formaður nefndar eftir að taka 1 mál inn á fund með afbrygðum, mál nr 3 á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2304034 - Girðingar á lóðum hafnarsvæðis
Hafnarstjóri óskar eftir heimild til að setja varanlega girðingu á athafnasvæði við smábátahöfnina. Kostnaður er 18-20 milljónir m.vsk á 630 Lm af girðingum með aksturs- og gönguhliði.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leiti og felur starfsmönnum um að vinna viðauka fyrir kostnaðinum.
2. 2303020 - Starf hafnarstjóra auglýst
Sviðstjóri leggur fyrir nefndina gögn vegna umsókna um starf hafnarstjóra
Afgreiðsla: Hafnarstjórn hefur lagt sitt mat á hæfni umsækjanda og óskar eftir að ráðgjafar við ráðningu hafnarstjóra skili inn mati á umsækjendum og boði þá eftir atvikum til viðtals verði það talið nauðsynlegt.
3. 2209001 - Svartaskersbryggja endurbygging þekju
Fyrir nefndina liggja niðurstöður útboð í endurbyggingu þekju og lagna.

Þriðjudaginn 18.apríl 2023 kl. 14:00 rann út frestur til að skila inn tilboðum í ofangreint verk
í gegnum TendSign útboðskerfið.
Útboðið var opið og auglýst á heimasíðu Vegagerðar og útboðsvef um opinber útboð
www.utbodsvefur.is.
Engar athugasemdir bárust um framkvæmd útboðsins.

Eitt tilboð barst í verkið.

Stálborg ehf., Garðabæ Kr. 148.855.620,- 82,7 %
Áætlaður verkkostnaður: Kr. 179.899.100,- 100 %

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið
verði til samninga við lægstbjóðanda, Stálborg ehf.

Afgreiðsla: Nefndin samþykir að samið verði við lægstbjóðanda að uppfylltum skilyrðum útboðsgagna.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?