Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 394

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.04.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Fundargerð ritaði: Elliði Vignisson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2202001 - Atvinnustefna Ölfuss
Á fundinn kom Páll Marvin Jónsson frá Ölfus Cluster og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi varðandi atvinnustefnu sveitarfélagsins. Í máli hans kom m.a. fram að undirbúningur vegna íbúakönnunar sé nú á lokametrunum. Þá voru ræddar tímasetningar á íbúafundum og annað sem málinu tengist.


Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og felur Ölfus Cluster áframhaldandi vinnu við gerð atvinnustefnu.
2. 2304026 - Orkufélagið Títan ehf.
Fyrir bæjarráði lágu samþykktir Orkufélagsins Títan sem hefur þann tilgang að ráðast í orkurannsóknir og rekstur hitaveitu í þágu Sveitarfélagsins Ölfuss og mögulega annarra sveitarfélaga á áhrifasvæði þess sem og rekstur tengdra mannvirkja.

Þá lágu fyrir drög að stofngerð og stofnskrá fyrir félagið.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gögn fyrir sitt leyti og felur bæjarstjóra að ljúka stofnun félagsins.

Samþykkt samhljóða.
3. 2304025 - Lóðarleigusamningur
Fyrir bæjarráði lá erindi frá félaginu Viking Resources sem hefur í hyggju að setja upp átöppunarverksmiðju fyrir drykkjarvörur af ýmsum gerðum. Erindið felur í sér beiðni um annars vegar lóðarleigusamning innan hinna grænu iðngarða sem nú er unnið að og hins vegar staðfestingu á því hvort sveitarfélagið geti tryggt allt að 20 l/s af vatni inn á svæðið í síðasta lagi fyrir árslok 2025.

Samhliða erindinu voru lögð fram drög að lóðarleigusamningi sem byggir í öllum megindráttum á þeim samningum sem gerðir hafa verið um stórar atvinnulóðir. Þá lá einnig fyrir samningur um sölu/kaup á allt að 20/l sek.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti en vísar drögum að samningu um sölu/kaup á vatni til veitunefndar. Þá óskar bæjarráð eftir umsögn skipulagsnefndar um mögulega lóð fyrir átöppunarverksmiðju innan hinna nýju grænu iðngarða sem nú er unnið að.

Samþykkt samhljóða.
4. 2304004 - Trúnaðaryfirlýsing
Trúnaðarmál

Skráð í ítarbókun fundar.
5. 2104023 - Fjallahjólabraut í Ölfusi
Beiðni frá Félagi fjallahjólara í Ölfusi þar sem óskað er eftir því að fá að nýta ónýttan styrk síðasta ár í framkvæmdir við fjalllahjólabrautina svo hægt sé að taka hana í notkun.
Bæjarráð samþykkir að veita 1.000.000 kr. styrk til áframhaldandi uppbyggingar á fjallahjólabraut í Þorlákshöfn og felur starfsmönnum sínum að vinna viðauka við fjárhagsætlun til að mæta þeim kostnaði sem vísað er til í erindinu.

Samþykkt samhljóða.

6. 2304002 - Knattspyrnuvöllur - úttekt á aðstöðu
Erindi frá Mannvirkjanefnd KSÍ dags. 14.mars 2023 vegna úttektar á Þorlákshafnarvelli. Einnig liggur fyrir minnisblað frá Ragnari M Sigurðssyni íþrótta- og tómstundafulltrúa og Guðbjarti Erni Einarssyni formanni Knattspyrnufélagsins Ægis um sama efni.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum sínum að vinna viðauka til að mæta eftirfarandi kostnaði:

Breytingar á varamannaskýli: 1.850.000 kr.
Öryggissvæði: 200.000 kr.
Merkingar: 200.000 kr.
Skyndihjálparbúnaður: 400.000 kr.
Leiga á gámi fyrir blaðamannaaðstöðu og flutningur: 500.000 kr.

Samtals 3.150.000 kr.

Samþykkt samhljóða.
7. 2304003 - Samkomulag vegna bakvakta barnaverndar
Fyrir bæjarráði lágu drög að samkomulagi um samstarf um bakvaktir barnaverndar þar sem kveðið er á um að aðilar samkomulagsins hafi umsjón með barnavernd á þremur þjónustusvæðum, þ.e. Hveragerði, Ölfusi og á þjónustusvæði byggðasamlagsins, þ.e. Bláskógabyggð, Flóahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og vísar því til umfjöllunar í fjölskyldu- og fræðsluráði.

Samþykkt samhljóða.
8. 2212018 - Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20222023
Tölvupóstur frá Matvælaráðuneytinu varðandi sérstök skilyrði á úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Ölfuss. Þar kemur fram að með vísan til innsendra tillagna um sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta Sveitarfélagsins Ölfuss hafi ráðuneytið fallist á tillögur sveitarstjórnar. Ráðherra hefur undirritað auglýsingu um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023. Auglýsingin mun verða send Stjórnartíðindum til birtingar síðar í dag og ráðuneytið mun í framhaldinu beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta Þorlákshafnar til umsóknar án tafar.

Lagt fram til kynningar.
9. 2303024 - Stóri plokkdagurinn 30.04.2023
Sunnudaginn 30.apríl verður Stóri plokkdagurinn haldinn um allt land. Plokk á Íslandi hvetur fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök og einstaklinga að taka þátt og hvetja aðra til þátttöku.

Lagt fram til kynningar.
10. 2304019 - Aukaaðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2023
Boðun aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga föstudaginn 21.apríl nk.
Lagt fram til kynningar.
11. 2304023 - Frestun á niðurfellingu orlofsdaga
Erindi frá Kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga um frestun á niðurfellingu orlofsdaga skv.skýringarákvæði við gr.4.3.1.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?