Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 68

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
06.03.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Margrét Polly Hansen Hauksdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Sigmar Björgvin Árnason sviðsstjóri,
Böðvar Guðbjörn Jónsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson Skrifstofu- og verkefnastjóri, Kristina Celesova starfsmaður skipulags,-bygg.- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri
Í upphafi fundar lagði formaður til að eitt mál yrði tekið á dagskrá með afbrigðum. Það er mál númer 11 er varðar upphaf deiliskipulagsvinnu varðandi hafnarsvæði á reit H3. Var samþykkt samhljóða að málið yrði tekið fyrir á fundinum.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402082 - Stóragerði ASK
Breytingin nær til hluta íbúðarbyggðar Stóragerði (ÍB18) þar sem fyrirhugað er fjölga íbúðum úr 4 í 5 að ósk landeiganda Stóragerði lóð 1 (212987) sem hyggst skipta lóð sinni í tvennt. Þar að auki verður gerð breyting á skilmálum svæðis sem heimilar möguleika á minniháttar atvinnustarfsemi, nú þegar er heimilt að stunda léttan iðnað innan svæðisins.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
2. 2402083 - Reykjabraut 2 - DSK
Deiliskipulag þetta nær yfir lóðina Reykjabraut 2 á Þorlákshöfn. Um er að ræða fyrrum ?pósthúslóð?, þar sem stendur gamalt 2 hæða hús með atvinnurými á götuhæð og íbúð á efri hæð. Póstþjónusta er löngu horfin úr húsinu og er sótt um annarsvegar að nýta hæðina sem íbúð og hins vegar þétta byggðina. Svæðið er mjög miðsvæðis og er nálægt helstu þjónustu. Í aðalskipulagi Ölfus er svæðið skilgreint sem svæði fyrir íbúðarbyggð, ÍB1, byggðir með þéttleika upp á 12 íb/ha.
Afgreiðsla: Frestað. Nefndin kallar eftir því að skipulagsfulltrúi skoði nánar hvort deiliskipulagið sé í samræmi við aðalskipulag.
3. 2402084 - Selvogsbraut 47 - óverul. br. DSK - stækkun byggingarreits
Fortisverk ehf. leggur fram óverulega breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að byggingarreitur er stækkaður lítillega til suðurs auk þess sem bætt er við samliggjandi byggingarreit fyrir norðan húsið til að koma þar fyrir ruslageymslu fyrir íbúa.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2402051 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr 19
Orka náttúrunnar óskar eftir að gera 19. breytingu á deiliskipulagi Hellisheiðarvirkjunar. Um er að ræða óverulega breytingu sem felur í sér að gerð er ný aðkoma aftanað stöðvarhúsi. Einnig er skilgreind lóð úr frá lóð stöðvarhússins fyrir vatnstank.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að fela skipulagsfulltrúa að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2403002 - Hellisheiðarvirkjun br. DSK nr. 20
ON leggja fram 20. breytingu á deiliskipulagi hellisheiðarvirkjunar. Breytingin felur í sér hliðrun á hluta borsvæðis, skilgreind lóð og byggingarreitur fyrir nýja dælustöð ásamt breytingu á legu skiljuvatnslagnar.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
6. 2402088 - Hveradalir br. DSK - ON lögn suður við þjóðveg
Orka náttúruna leggur fram breytingu á deiliskipulagi Hveradala. Breytingin felur í sér heimild til að leggja niðurrennslislögn að Gráuhnúkum, meðfram gamla þjóðveginum og þaðan að borholum nærri Lakahnúkum og borholum nærri Gígahnúk. Lögnin mun verða grafin í jörðu, um leið sem þegar hefur verið raskað og því eru umhverfisáhrif í lágmarki.
Afgreiðsla: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr 123/2010.
7. 2402089 - Hvolsbrún 2 og Árnhóll
Á síðasta fundi nefndarinnar var samþykkt hnitsetning fyrir landið Hvolsbrún. Nú leggur landeigandi fram lóðarblöð og fer þess á leit að landinu sé skipt í 3 lóðir sem munu nefndast Hvolsbrún, Hvolsbrún 2 og Árnhóll.
Afgreiðsla: Samþykkt.
8. 2402086 - Efri Grímslækur L218545 - Beiðni um heimild til að gera deiliskipulag
Málsaðili hyggst festa kaup á skika úr landi Efri Grímslækjar og reisa þar:
Íbúðarhús 150 ? 200 m2
Gestahús < 80 m2
Gróðurhús 100 ? 500 m2 (byrjað verður smátt en tryggð möguleg stækkun)
Vinnuaðstaða önnur 50 ? 100 m2
Áður en gengið er frá kaupum á skikanum óskar aðili eftir því að fá afstöðu nefndarinnar um hvort slíkt deiliskipulag yrði heimilað.

Afgreiðsla: Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gert verði deiliskipulag samkvæmt formerkjum aðalskipulags. Vakin er athygli á því að ekki er hægt að samþykkja deiliskipulag fyrr en eftir að borað hefur verið fyrir neysluvatni og borholuskýrsla liggur fyrir.
9. 2402002 - wpd Ísland - Vindmyllugarður í Ölfusi
Fyrirtækið wpd international hefur framkvæmt frumvindmælingar á svæði vestan Þorlákshafnar frá september 2023. Fyrirtækið hefur áhuga á að halda áfram með rannsóknir og setja upp tvær tilraunavindmillur í útjaðri græna iðngarðsins í Ölfusi. Þessar tvær vindmyllur myndu framleiða allt að 10 MW af orku. Fyrirtækið telur mikilvægt að fá einkarétt á vindrannsóknum á svæðinu meðan á þessum tilraunum stendur og hefur farið þess á leit að gerður verði samningur við Ölfus um slíkan einkarétt til 3 ára.
Afgreiðsla: Nefndin leggst almennt ekki gegn áframhaldandi vindrannsóknum í sveitarfélaginu en getur þó ekki fallist á að gerð slíks einkaréttarsamnings.
10. 2403003 - Tillaga: breytt fyrirkomulag v/ gjaldtöku í skipulagsmálum.
Í dag eru gjöld vegna skipulagsmála innheimt í lok skipulagsferlis, þegar skipulagið hefur verið birt í B-deild. Lagt er til að þessu ferli verði breytt þannig að skipulagsgjöld séu innheimt fyrr í ferlinu eða um leið og skipulag er samþykkt í bæjarstjórn. Gjöldin myndu þó eftir sem áður innifela að sveitarfélagið haldi málinu áfram alla leið í birtingu í B-deild.
Afgreiðsla: Samþykkt. Frá og með 1. apríl 2024 skulu skipulagsgjöld innheimt strax eftir að þau eru samþykkt í bæjarstjórn. Innifalið í skipulagsgjaldi er vinna starfsmanna sveitarfélagsins við umsýslu meðan mál er í skipulagsgátt auk birtingar í B-deild.
11. 2402060 - DSK- reit H3 á hafnarsvæði
Til stendur að gera deiliskipulag fyrir hafnarsvæði H3. Málið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarnefndar þar sem samþykkt var að skipuð yrði þverpólitísk nefnd sem stýrði deiliskipulagsvinnunni. Málinu var vísað til Skipulags- og umhverfisnefndar sem myndi tilnefna tvo fulltrúa, einn úr meirihluta og einn úr minnihluta. Framkvæmda- og hafnarnefnd myndi svo tilnefna einn fulltrúa úr meirihluta.
Afgreiðsla: Nefndin skipar Hjört S. Ragnarsson og Hrönn Guðmundsdóttir sem fulltrúa í nefndina.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
12. 2402085 - Umsagnarbeiðni - Umsókn ON um nýtt nýtingarleyfi jarðhita á Hellisheiði
Orka náttúrunnar sótti nýverið um nýtt nýtingarleyfi á jarðhita Hellisheiði til Orkustofnunar. Samkvæmt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 ber Orkustofnun að leita umsagnar hjá viðeigandi sveitarfélagi. Orkustofnun hefur því óskað eftir umsögn Sveitarfélagsins varðandi umsókn ON.
Afgreiðsla: Nefndin felur skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn um málið.
Mál til kynningar
13. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
Skipulagshöfundur mun koma inn á fundinn og kynna nýtt deiliskipulag í Akurholti fyrir nefndinni.
Afgreiðsla: Skipulagið var kynnt á fundinum.
14. 2403001 - Úrskurður 892023 - Hjarðarból - stöðvun framkvæmda vegna óleyfisframkvæmdar
Málsaðili kærði ákvörðun Byggingarfulltrúa um að stöðva framkvæmdir á lóð sinni til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin felldi ákvörðun Byggingarfulltrúa úr gildi og vísaði málinu aftur til sveitarfélagsins.
Afgreiðsla: lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?