Fundargerðir

Til bakaPrenta
Skipulags- og umhverfisnefnd - 90

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
19.03.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Geir Höskuldsson formaður,
Hjörtur S. Ragnarsson varaformaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Hrönn Guðmundsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Oddgeirsson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Steinar Ásgeirsson skipulagsfulltrúi,
Kristina Celesova embættismaður.
Fundargerð ritaði: Sigurður Steinar Ásgeirsson, Skrifstofu- og verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503021 - Samþykkt um leyfi fyrir sölu- og matarvagna í Þorlákshöfn
Lögð eru fram drög að samþykktum varðandi leyfisveitingar til veitinga- og söluvagna í sveitarfélaginu. Eftir því sem fólksfjöldi eykst mun aðsókn í að staðsetja matar eða söluvagna aukast. Því var talið mikilvægt að setja fastmótaðar reglur um slíkar leyfisveitingar til að tryggja fyrirsjáanleika og að slíkir vagnar spili saman með öðrum fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykktin staðfest.
2. 2503022 - Tillaga að staðsetningun grenndarstöðvar
Grenndarstöð sem sveitarfélagið pantaði á sínum tíma verður afhent vikuna 17. - 21. mars. Lögð er fram tillaga að staðsetningu stöðvarinnar við Hafnarberg þar sem finna má steypt plan.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Staðsetning við Hafnarberg samþykkt en verði endurmetin þegar reynsla kemst á stöðina. Gæta þarf sérstaklega að stöðin sé tæmd reglulega og yfirfyllist aldrei.
3. 2501038 - Bolaölduvirkjun ASKbr
Lögð er fram skipulagslýsing fyrir virkjun við Fjallið Eina sem hefur fengið vinnuheitið Bolaölduvirkjun. Fyrstu rannsóknir
benda til þess að þarna sé að finna nægjanlegan jarðhita. Stefnt er að virkjun með framleiðslugetu allt að 100 MW af rafmagni og 200 MW af varma. Virkjuninni er ætlað að sjá iðnaðarsvæðum við Þorlákshöfn fyrir rafmagni.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna og ganga frá málinu í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Nefndin bendir á að virkjunin er hvergi nærri Bolaöldu og því væri rétt að endurnefna hana við staðföng í nágrenni.
4. 2410035 - Akurgerði - nýtt deiliskipulag
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Minjastofnun gerðu athugasemd um að skoða þyrfti svæðið m.t.t. fornminja. Landeigandi lét gera skýrslu þar sem fram kom að engar fornminjar væru á landinu. HSL gerðu athugasemd við fjölda rotþróa og framsetningu á vatnsverndarsvæði. Rotþróum var fækkað eins og kostur var og vatnsverndarsvæði skilgreint betur. Bætt var við texta í greinargerð um að ef hætta skapaðist á mengun vatns þyrfti að gera ráðstafanir s.s. um geislun vatns eða hreinlega tengingu við aðra vatnsveitu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið er samþykkt með fyrirvara um að sett sé inn á uppdrátt að kvöð sé um aðgengi að neysluvatni frá borholu skipulagsins.
5. 2503010 - Auðsholt DSK
Lagt er fram nýtt deiliskipulag fyrir jörðina Auðsholt. Með deiliskipulaginu er stofnuð 10 ha lóð um nýtt lögbýli fyrir eiganda jarðarinnar.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Á yfirlitsmynd eru landamerki ekki í samræmi við nýútgefin lóðarblöð sem bíða afgreiðslu. Samræma þarf deiliskipulag og lóðarblöð.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2401047 - Þorkelsgerði 2C, nýtt DSK
- Endurkoma eftir athugasemdaferli
Vegagerð gerði athugasemd við vegtengingu skipulagsins og hefur landeigandi verið í samtali við Vegagerð og aðliggjandi landeigendur um hvernig henni skuli háttað. Nú er lögð fram niðurstaða sem allir Vegagerð og aðliggjandi landeigendur hafa samþykkt.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
7. 2310036 - DSK íbúðar- og frístundalóðir ofan vegar Riftún L171796
-Endurkoma eftir athugasemdir SLS
Skipulagsstofnun gerðu ekki athugasemdir við að skipulagið yrði birt í B-deild en lögðu fram ábendingu um framsetningu vatnsverndarsvæðis á uppdrætti. Skipulagshöfundur hefur lagfært uppdrátt í samræmi við athugasemdir stofnunarinnar.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
8. 2306014 - DSK Akurholt ný íbúðar-, frístunda-, iðnaðar-, verslunar og þjónustusvæði
-Endurkoma eftir athugasemdir Skipulagsstofnunnar
SLS gerðu athugasemd við að innan skipulagsins væru þegar uppbyggðar landbúnaðarlóðir en skv. aðalskipulagi væru þær á svæði sem skilgreint væri sem íbúðasvæði.
Skipulagshöfundur hefur gert lagfæringar á afmörkun deiliskipulagsins þannig að landbúnaðarlóðirnar séu undanskildar frá deiliskipulaginu.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
9. 2402057 - Br. DSK Gljúfurárholt 23 og 24
-Endurkoma eftir athugasemdaferli
Gerðar voru athugasemdir við skipulagið sem skipulagshöfundur hefur nú brugðist við.

Viðbrögð við athugasemdum eru eftirfarandi:

Vegagerðin
Ósamþykkt vegtenging vestan megin við Hvammsveg tekin út af uppdrætti.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Hugtakinu smáhýsi skipt út fyrir gistiskáli
Hámarksstærð hvers gistiskála tilgreind
Hámarksfjöldi gesta í hverjum gistiskála tilgreindur
Greinagerð aðlöguð svo að skýrt komi fram hámarksfjöldi gesta í gistingu
Greinagerð aðlöguð svo hún vísi í núgildandi leiðbeiningar fyrir fráveitur.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
10. 2503027 - Hellisheiðarvirkjun - Ný lóð í nýsköpunarkjarna - 22. breyting deiliskipulags
Lögð er fram breyting á skipulagi Hellisheiðarvirkjunnar sem felur í sér að nýrri 1,15 ha. lóð er bætt við innan nýsköpunarkjarna.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.
11. 2502042 - Vatnsverksmiðja Hlíðarenda - stækkun byggingarreits - óv. DSKbr.
- Endurkoma - uppfærð teikning
Lögð er fram óveruleg breyting á deiliskipulagi Hlíðarenda. Breytingin felst í stækkun byggingarreits svo áætluð mannvirki rúmist þar innan. Þau mannvirki sem lentu utan byggingarreits snúa að upplifunarþætti verksmiðjunnar þar sem finna má gestastofu og stóra manngerða á.

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Breytingin er samþykkt með fyrirvara um samþykki vegagerðar. Afla þarf slíks samþykkis áður en breytingin er birt í B-deild stjórnartíðinda.
Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulags og byggingarfulltrúum verði heimilað að samþykkja breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. 2503026 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Rannsóknarboranir á jarðvegi
Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi á lóð vatnsverksmiðjunnar á Hlíðarenda.
Tilgangur:
Verkið felst í því að framkvæma prufuholur til að rannsaka burðarhæfi jarðvegs undir fyrirhugaða byggingu á lóðinni. Gert er ráð fyrir að bora allt að 80 borholur.
Aðferð og búnaður:
Borað verður með 2 tommu bor niður á fastan jarðveg, sem getur verið í dýpt frá 4 til 6 metrum. Notaður verður beltagrafa með jarðvegsbori festum á gröfuarm.
Jarðrask og umhverfisáhrif:
Ekki verður annað jarðrask á svæðinu en ummerki eftir akstur beltagröfu. Mögulegt er að sjá ummerki þar sem borholur verða gerðar.
Viðhengi:

Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt.
13. 2503016 - Umsókn um framkvæmdaleyfi - Fjarskiptamastur við Lambafell
Sótt er um framkvæmdaleyfi til að reisa fjarskiptamastur á lóð Eden námu í Lambafelli. Mastrinu er ætlað að bæta símasamband á Þrengslavegi sem hefur hingað til verið slitrótt á köflum.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Framkvæmdaleyfi veitt
14. 2503002 - Umsögn um starfsleyfi - Radar til fuglarannsókna á mosfellsheiði
Orkuveitan hefur sótt um starfsleyfi til að staðsetja fuglarannsóknaradar á sunnanverðri mosfellsheiði. Radarstöðin verður rafknúin með díselrafstöð. Tilgangur starfseminnar er að rannsaka og safna gögnum um fuglalíf á svæðinu vegna hugmynda um mögulegan vindorkugarð.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Ekki eru gerðar athugasemdir við starfsleyfið.
15. 2503005 - Umsókn um stöðuleyfi - Ölfusafréttur (L216117)
Orkuveita Reykjavíkur sækir um stöðuleyfi fyrir rafhleðslugám fyrir radartæki sem er ætlað að rannsaka ferðir fugla um svæðið. Rannsókn þarf að standa yfir í 2 ár en þar sem leyfi getur einungis náð yfir 12 mánuði (frá 31/03/2025 til 31/03/2026) er miðað við þá tímalengd. Þegar hefur fengist framkvæmdarleyfi vegna vindmasturs á sama svæði og aðkomuveg. Gámurinn verður fyrst um sinn staðsettur við Nesjavallaveg - utan vatnsverndar - en mögulega verður gámur færður sunnar eftir að slóði vegna vindmasturs hefur verið reistur seinna á árinu. Starfsleyfisumsókn hefur verið send til heilbrigðiseftirlitsins vegna þessa. Þá hefur forsætisráðuneytið veitt leyfi vegna rannsókna á svæðinu. Sjá meðfylgjandi gögn. Þá er til skoðunar að gámur verði færður vestar meðfram Nesjavallavegi seinna á rannsóknartímabili svo hann verði í nálægð við annað rannsóknarsvæði sem heitir Lyklafell - en það hefur ekki verið staðfest.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Stöðuleyfi samþykkt til eins árs frá 31/03/2025 til 31/03/2026.
16. 2503025 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Gullengi 2 og Gullengi 4
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Gullengi 2 og Gullengi 4. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Gerðarkot og Þorgrímsstaðir, dags. B.deild augl. 12.3.2025 30.01 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofnað er ein lóð upp úr jörðinni Gerðakot lóð (L218545). Jörð Gerðakot lóð (L218545) er með skráða stærð í fasteignaskrá HMS 2 ha. Eftir að stofna lóð Gulleingi 4 á stærð 9987,8 m2 fær Gerðakot lóð nafn Gullengi 2 og verður með skráða stærð 10019,1 m2. Merkjalýsingin verður unnin af starsmanni Sveitarfélagsins Ölfuss.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
17. 2503011 - Merkjalýsing - Uppskipting landeignar - Laxabraut 25 - 31
Lagt er fram merkjalýsing - uppskipting landeignar - Laxabraut 25 - 31. Merkjalýsing þessi er unnið skv. gildandi deiliskipulagi fyrir Laxabraut 25-31, samþykkt á fundi Bæjarstjórnar Ölfuss, dags. 30.01.2025 og aðalskipulagi Sveitarfélagsins Ölfuss 2020-2036. Stofnaðar eru átta lóðir upp úr jörðinni Þorlákshöfn (L171822). Jörð Þorlákshöfn (L171822) er ekki með skráða stærð í fasteignaskrá HMS en minnkar nú um 52263,7 m2. Landeigandi lóðanna og aðliggjandi lóða er Sveitarfélagið Ölfus.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Samþykkt
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?