Fundargerðir

Til bakaPrenta
Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 29

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
12.02.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigríður Vilhjálmsdóttir formaður,
Guðlaug Einarsdóttir aðalmaður,
Davíð Arnar Ágústsson aðalmaður,
Hrafnhildur Lilja Harðardóttir aðalmaður,
Helena Helgadóttir leikskólastjóri,
Ólína Þorleifsdóttir skólastjóri,
Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir leikskólastjóri,
Svala Ósk Sævarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Ragnheiður María Hannesdóttir áheyrnarfulltrúi,
Andrea Sól Ingibergsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Valur Rafn Halldórsson áheyrnarfulltrúi,
Jóhanna M Hjartardóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Jóhanna M. Hjartardóttir, sviðsstjóri
Formaður setti fund og óskaði eftir athugasemdum við fundarboð en engar bárust.

Hlynur Logi boðaði forföll en ekki náðist að fá varamann.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311012 - Skýrsla leikskólastjóra
Leikskólastjóri kynnti að leikskóladagatal yrði lagt fram til umræðu og samþykktar á næsta fræðsluhluta Fjölskyldu og fræðslunefndar í apríl. Það er gert til að geta samræmt leikskóladagatöl bæði Bergheima og nýja leikskólans Hraunheima.

Boðið var uppá foreldrakaffi um miðjan febrúar sem mæltist vel fyrir. Einnig voru foreldraviðtöl sem gengu vel. Fljótlega verður send út foreldrakönnun á vegum Hjallastefnunnar þetta árið. Í fyrra var foreldrakönnunin unnin af Skólapúlsinum.

Í skólanum dvelja nú 144 börn, 77 drengir og 67 stúlkur. Staðan er sú að komið er yfir barngildisviðmið á öllum kjörnum, þannig að ekki verða fleiri börn innrituð á vorönn, nema að það losni pláss.
Það eru 37 börn sem þurfa á sérkennsluúrræðum að halda. Þar af eru 19 tvítyngd börn, 9 börn í fyrsta flokki, 13 börn í öðrum flokki og 11 í þriðja flokki.

Meðfylgjandi í skýrslunni voru viðmið skólaþjónustu á forgangsflokkum til skýringar.

Nefndin þakkar fyrir upplýsingarnar.
2. 2311017 - Skýrsla skólastjóra
Skólastjóri kynnti fjölbreyttar og skemmtilegar jólakvöldvökur sem voru í desember.

Tvær fræðsluheimsóknir voru fyrir nemendahópa í skólanum. Annarsvegar frá Jafningafræðslu Suðurlands og hins vegar frá lögreglunni sem kynnti verkefnið "Samfélagslögreglan".

Á starfsdegi kennara í upphafi árs var fræðsla um núvitund með samkennd.

Lesfimimat var lagt fyrir í janúar fyrir alla nemendur skólans. Niðurstöðurnar sýndu góðan árangur í öllum árgöngum frá septembermælingunni. Nemendur skólans mælast að meðaltali á við aðra nemendur landsins.

Á hverju ári er unnið að fjölbreyttu mati á skólastarfinu, og niðurstöðurnar eru
nýttar í innra mat skólans. Jafnframt eru gerðar umbótaáætlanir.

Heimsóknardagur foreldra var haldinn 4. febrúar og kom í stað hefðbundinna
nemendasamtala.

Skólinn hefur hlotið styrk til þátttöku í ERASMUS-verkefni á næsta skólaári. Verkefnið er samstarf fjögurra landa; Portúgals, Spánar, Póllands og Tyrklands og ber heitið, Keep Your Energy for the Future. Nemendur í tilvonandi 10. bekk munu taka þátt í verkefninu, sem miðar að því að auka umhverfisvitund með fjölbreyttum aðgerðum eins og sjálfbærum landbúnaði, strandhreinsun, vistvænni tísku og notkun stafrænnar tækni til að minnka kolefnisspor.





Nefndin þakkar fyrir og óskar grunnskólanum til hamingju með styrk til þátttöku í ERASMUS-verkefni á næsta skólaári.
3. 2502012 - Grunnskólinn í Þorlákshöfn - skóladagatal 2025-2026
Skóladagatal 2025-2026 lagt fram til kynningar og umræðu.
Nefndin samþykkir skóladagatal grunnskólans 2025-2026.
7. 2501003 - Reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Sveitarfélaginu Ölfusi.
Drög að reglum um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Ölfusi lagðar fram til umræðu og kynningar.
Nefndin samþykkir reglur um garðaþjónustu fyrir elli- og örorkulífeyrisþega í Ölfusi.
Mál til kynningar
4. 2502013 - Drög að stefnu nýja leikskólans í Vesturbyggð
Nýr leikskólastjóri tók til starfa 1. febrúar 2025.
Leikskólastjóri kynnti fyrstu drög að stefnu fyrir nýjan leikskóla í Vesturbyggð sem mun opna haustið 2025 og hefur vinnuheitið Leikskólinn Hraunheimar.

Nefndin þakkar Hrafnhildi kærlega fyrir góða kynningu og fagnar fyrstu hugmyndum að stefnu fyrir nýjan leikskóla.
5. 2501054 - Frigg - nemendagrunnur
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu kynnti stöðuna á Frigg - nemendagrunni
Með Frigg öðlumst við tækifæri til að mæta börnum betur þar sem við munum hafa heildstæða sýn yfir stöðu barnsins.

Innleiðing er hafin og horft var til þess að hefja innritun í mars næstkomandi en á kynningafundi um miðjan janúar var ákveðið að fresta innritun nemenda í grunninn fram til haustsins.

Hlutverk Frigg:
- samræmd innritun í grunnskóla.
- heilstæða sýn yfir stöðu barnsins.
- grunnur sem heldur utan um viðeigandi upplýsingar sem færast með barni á milli skóla og skólastiga.
- innleiðing á Matsferli á haustdögum
- miðlæg auðkenning og aðgangsstýring

Nefndin þakkar kynninguna.
6. 2501055 - Gervigreind í skólastarfi
Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir starfsmaður Nýmenntar og Mixtúru kynnti gervigreind í skólastarfi fyrir stjórnendum á fræðslusviði.

Sviðsstjóri fór yfir helstu þætti kynningarinnar og er ljóst að það eru miklar áskoranir framundan í skólunum bæði spennandi og krefjandi fyrir starfsfólkið.

Gestur fundarins undir þessum lið er Ingvar Jónsson verkefnastjóri í upplýsingatækni í grunnskólanum í Þorlákshöfn:
Ingvar kynnti þau skref sem hafa verið tekin í grunnskólanum. Einnig velti hann upp þeim tækifærum og hættum sem fylgja gervigreindinni.

Nefndin þakkar fyrir áhugaverða kynningu á gervigreind í skólastarfi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?