Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarráð Ölfuss - 413

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
18.01.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Grétar Ingi Erlendsson formaður,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir aðalmaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson aðalmaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1602017 - Fjármál Fjárhagsupplýsingar Sveitarfélagið Ölfus.
Fyrir fundinum liggur rekstraryfirlit Sveitarfélagsins Ölfuss 30.11.2023 til kynningar.

Fram kemur að tekjur hækka um 19% milli ára, fara úr 2,53 milljörðum í 3,03 milljarða. Sé litið til málaflokka kemur í ljós að félagsþjónusta hækkar um 13%, fræðslu- og uppeldismál um 14% og æskulýðs- og íþróttamál um 9%.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og telur þær endurspegla sterka rekstrarstöðu sveitarfélagsins.
2. 2107015 - Kostnaður vegna endurskoðunar aðalskipulags
Lagður er fram lokareikningur verkfræðistofunnar Eflu vegna endurskoðunar aðalskipulags samtals kr. 5.081.375 án.vsk. Um er að ræða viðbót við áður samþykkt tilboð, sjá minnisblað ráðgjafa sveitarfélagsins vegna viðbótarvinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags ásamt skýringum og minnisblaði þar um. Fyrir liggur samþykkt Skipulagsstofnunar um þátttöku þeirra við viðbótarkostnað upp á 4.470.688.

Bæjarráð samþykkir að sveitarfélagið greiði sinn hluta af tilgreindum viðbótarkostnaði í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Samþykkt samhljóða.
3. 2401026 - Reglur um afslátt af fasteignagjöldum og holræsagjöldum 2024
Fyrir bæjarráði lágu drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum árið 2024. Drögin byggja á gildandi reglum en með þeim breytingum þó að tekjuviðmið hækka um 6,5% á milli ára.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum árið 2024.

Samþykkt samhljóða.
4. 2212013 - Skólaeldhús - framtíðarsýn
Fyrir bæjarráði lá minnisblað hvað varðar rekstur eldhúsa og mötuneyta á vegum sveitarfélagsins.

Í minnisblaðinu kemur m.a. fram það mat að heppilegasta lausnin sé að sveitarfélagið kaupi húsnæði í sveitarfélaginu og að það verði innréttað með það í huga að það þjónusti allar stofnanir sveitarfélagsins sem bjóða upp á mat.

Starfsmenn eldhússins muni einungis sjá um að elda matinn og koma þeim til stofnananna og að þar taki starfsmenn þeirra við, framreiði matinn og sjái um frágang eftir máltíðir.

Lagt er til að bæjarráð auglýsi sem fyrst eftir hentugu húsnæði þar sem hægt verði að elda mat fyrir allar þær stofnanir sem um ræðir og að farið verði í breytingar svo fljótt sem verða má.

Bæjarráð samþykkir að fela starfsmönnum sínum að auglýsa sem fyrst eftir hentugu húsnæði þar sem hægt verði að elda mat fyrir allar stofnanirnar sveitarfélagsins sem bjóða upp á mat, og að farið verði í breytingar svo fljótt sem verða má.

Samþykkt samhljóða.
5. 2401015 - Bréf frá Innviðaráðuneytinu vegna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur
Lagt fram til kynningar.
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.
27.mál - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði).

Lagt fram.
Mál til kynningar
7. 2401025 - Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 10.janúar 2024
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?