Fundargerðir

Til bakaPrenta
Bæjarstjórn Ölfuss - 314

Haldinn í Ráðhúsi Ölfuss,
30.03.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Gestur Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar,
Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir 1. varaforseti,
Erla Sif Markúsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaug Einarsdóttir 1. varamaður,
Vilhjálmur Baldur Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Gunnsteinn R. Ómarsson 1. varamaður,
Böðvar Guðbjörn Jónsson 1. varamaður,
Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sandra Dís Hafþórsdóttir sviðsstjóri,
Fundargerð ritaði: Sandra Dís Hafþórsdóttir, sviðsstjóri
Í upphafi fundar leitaði forseti eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir komu fram.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303027 - Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í bæjarstjórn
Fyrir bæjarstjórn lá beiðni frá Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur bæjarfulltrúa H-lista um leyfi frá störfum bæjarfulltrúa og störfum í nefndum og ráðum Sveitarfélagsins Ölfuss frá og með deginum í dag og fram í maí, vegna persónulegra aðstæðna. Samhliða var óskað eftir því að Böðvar Jónsson taki sæti sem áheyrnafulltrúi í bæjarráði.

Bæjarstjórn samþykkir erindið og þar með að Böðvar Jónsson taki sæti í bæjarráði sem áheyrnafulltrúi.

Samþykkt samhljóða.
2. 2303042 - Kjör í fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands
Kjör fulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss í fulltrúaráð EBÍ til fjögurra ára.

Bæjarstjórn samþykkir að skipa Guðna Pétursson sem fulltrúa í fulltrúaráð EBÍ til fjögurra ára.

Samþykkt samhljóða.
3. 2303023 - Loftslagsstefna Ölfuss
Fyrir bæjarráði lágu drög að Loftslagsstefnu sem unnin hefur verið í samræmi við lög nr. 70/2012: Lög um loftslagsmál.

Þar kemur m.a. fram sú framtíðarsýn að Sveitarfélagið Ölfus stefnir að því að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) frá starfsemi sinni. Í gegnum stefnur sveitarfélagsins verður unnið að því að lágmarka þau áhrif sem losunin hefur í för með sér. Loftslagsstefnn tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum og loftslagsstefnu Stjórnarráðsins þar sem fjallað er um samdrátt í losun GHL og kolefnishlutleysi. Sveitarfélagið Ölfus taki þar með virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Bæjarstjórn samþykkir loftslagstefnu Ölfuss.

Samþykkt samhljóða.
4. 1603010 - Málefni fatlaðs fólks Fundargerðir stjórnar Bergrisans.
Breytingar á samþykktum Bergrisans, síðari umræða.

Bæjarstjórn samþykkir tilgreindar breytingar á samþykktum Bergrisans.

Samþykkt samhljóða.
5. 2302023 - Litla Sandfell breyting Aðalskipulags
Efla ehf. leggur fram skipulagslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags fyrir Litla-Sandfell vegna námavinnslu.
Í gildandi aðalskipulagi er stór hluti Litla-Sandfells skilgreindur sem námasvæði. Breytingin gerir ráð fyrir að allt fellið verði innan stækkaðs námasvæðis.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 30. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Jafnframt verði landeigendur upplýstir um málið.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest með 5 atkvæðum, Gunnsteinn Ómarsson B-lista og Böðvar Guðbjörn Jónsson H-lista sátu hjá.
6. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi
Breytingartillaga deiliskipulags Raufarhólshellis hefur verð auglýst. Athugasemdir komu frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Umhverfisstofnun og Eldvarnareftirliti Brunavarna Árnessýslu.
Brugðist hefur verið við athugasemdunum í þeirri tillögu sem nú er lögð fram.
Nýr byggingarreitur fyrir þjónustuhús er að mestu leyti á hrauni sem þegar hefur verið raskað og undir honum eru hvorki hraunlænur, hraunbólstrar, hrauntraðir, gervigígar eða aðrar hraunmyndanir sem teljast verndarverðar skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd sbr. loftmynd af svæðinu í fylgiskjali. Þar sést að byggingarreiturinn er einmitt á stað sem er heppilegur að teknu tilliti til hraunmyndanna sem fyrirhuguð bygging mun ekki raska.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. að því tilskyldu að öll leyfi liggi fyrir.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
7. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11
Í framhaldi af kynningu í skipulagsnefnd fyrir nokkru hefur Hermann Ólafsson frá Landhönnun unnið skipulagslýsingu fyrir nýjasta áfanga Vesturbyggðar, íbúðarhverfis vestan Þorlákshafnar.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa skipulagslýsinguna í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
8. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502
Landeigandi óskar eftir að breyta deiliskipulagi í samræmi við uppbyggingarheimildir íbúðarlóða á landbúnaðarlandi í nýju aðalskipulagi Ölfuss á svipaðan hátt og nýlega var samþykkt fyrir nágrannalóðina (Gljúfurárholt land 9).

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
9. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi
Lögð er fram deiliskipulagtillaga fyrir Suðu í Selvogi sem áður hét T-bær. Þar var lengi rekið kaffihús en húsið er nú notað sem sumarbústaður og lóðin skráð í samræmi við það. Lóðin er á gömlu túni sem var nýtt sem tjaldstæði en í nágrenninu er svæði sem fellur undir Náttúruverndarlög nr. 60/2013 og svæði sem lyngmóavist er ríkjandi skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunnar Íslands.
Þessi svæði ná ekki inn á það svæði sem verið er að deiliskipuleggja þar sem um uppgróið, gamalt grasivaxið tún er að ræða sem fyrr sagði.

Tillagan hefur verið verið auglýst áður en auglýsa þarf aftur.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Áður en gengið verður endanlega frá deiliskipulaginu þarf samþykki nágranna fyrir aðkomu að liggja fyrir.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
10. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4
Skipulagshöfundur hefur hefur nú uppfært skipulagið í samræmi við bókun nefndarinnar á 45. fundi hennar. Þá var bókað að skipulagsfulltrúi mætti ganga frá skipulaginu þegar fyrirkomulag vatnsöflunar lægi fyrir og að hótelbyggingin mætti að hámarki vera 4 hæðir með inndreginni 4. hæð. Gerð hefur verið grein fyrir útivistarstígum meðfram allri Brandarbraut og Silfurbraut, að hótelinu. Einnig reiðleið að hesthúsalóð og norðan Silfurbrautar. Boruð hefur verið prufuhola sem gefur 6-7 sekúndulítra af vatni skv. borskýrslu.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin telur að sýnt hafi verið fram á vatnsöflun í samræmi við þær kröfur sem gerðar hafa verið í sambærilegum málum og beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar samþykkt.
11. 2303015 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga 4 frístundalóðir L171749
Efla leggur fram deiliskipulagstillögu fyrir hönd landeiganda sem markar fjórar 0,5 ha frístundalóðir í landi Kirkjuferjuhjáleigu. Tillagan samræmist nýju aðalskipulagi Ölfuss 2020-2036.

Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.

Niðurstaða nefndarinnar staðfest.
Fundargerðir til staðfestingar
12. 2302006F - Bæjarráð Ölfuss - 392
Fundargerð 392.fundar bæjarráðs frá 02.03.2023 til staðfestingar.

1. 2110006 - Framlenging á samning um efnistöku úr Lambafelli
2. 2302050 - Framlenging á lóðaleigusamningum
3. 2302051 - Beiðni um undanþáguheimild til útgáfu lóðarleigusamninga
4. 2302052 - Jarðvarmanýting í Ölfusdal
5. 2301045 - Hitaveita Ölfuss
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
13. 2303002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 46
Fundargerð 46.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 06.03.2023 til kynningar.

1. 2302038 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir sumarhús í smíðum Kvíarhól L171758
2. 2301028 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Unubakki 18-20
3. 2302035 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Hverahlíð
4. 2303004 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 17 - Flokkur 2
5. 2303003 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Mánastaðir 1 - Flokkur 1,
6. 2303002 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Lækur 2C - Flokkur 1,
7. 2302048 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
8. 2302047 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
9. 2302046 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
10. 2302043 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
11. 2302044 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
12. 2302045 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
13. 2302041 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
14. 2302040 - Umsókn um lóð, Vesturbakki 10
15. 2302037 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, Kolviðarhóll lóð 2
14. 2302008F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 7
Fundargerð 7.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 01.03.2023 til staðfestingar.

1. 2302054 - Skýrsla skólastjórnenda grunnskólinn
2. 2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
3. 2302055 - Skýrsla leikskólastjóra
4. 2302056 - Skýrsla verkefnastjóra um innleiðingu farsældarlaganna
5. 2302057 - Skýrsla sviðsstjóra fjölskyldu og fræðslusviðs
6. 2301006 - Uppsögn á þjónustusamningi um Sérdeild Suðurlands, Setrið

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
15. 2303003F - Bæjarráð Ölfuss - 393
Fundargerð 393.fundar bæjarráðs frá 21.03.2023 til staðfestingar.

1. 2303012 - Minnisblað um tillögu að farsældarteymi Ölfuss
2. 2303011 - Minnisblað um stöðu húsvarðar
3. 2302052 - Jarðvarmanýting í Ölfusdal
4. 2303010 - Samráðsgátt - Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
5. 2303021 - Breyting á fundartíma bæjarráðs í apríl 2023
6. 1704002 - Lagafrumvörp Beiðni Alþingis um umsögn.

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
16. 2303001F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 47
Fundargerð 47.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 22.03.2023 til staðfestingar.

1. 2302030 - Uppgræðslusjóður 2023.
2. 2303015 - DSK Kirkjuferjuhjáleiga 4 frístundalóðir L171749. Tekið fyrir sérstaklega.
3. 2202040 - DSK Hjarðarból svæði 3 og 4. Tekið fyrir sérstaklega.
4. 2201034 - DSK deiliskipulag sumarhúsalóðar Suða í Selvogi. Tekið fyrir sérstaklega.
5. 2303013 - DSK Breyting á deiliskipulagi Gljúfurárholt land 8 L199502. Tekið fyrir sérstaklega.
6. 2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11. Tekið fyrir sérstaklega.
7. 2207032 - DSK Þrastarvegur 1
8. 2302031 - Umsögn um matsskýrslu vegna framleiðsluaukningar Landeldis
9. 2210012 - DSK Raufarhólshellir - breyting á deiliskipulagi. Tekið fyrir sérstaklega.
10. 2303016 - Ráðhús Ölfuss - breyting á aðkomu L171936
11. 2303009 - Reykjakot 1 land umsókn um nafnabreytingu
12. 2301040 - Skógrækt í landi Alviðru við Sogið - umsögn um matsfyrirspurn
13. 2303006 - Orkufjarskipti umsókn um framkvæmdaleyfi
14. 2302029 - Stafræn húsnæðisáætlun Ölfuss 2023
15. 2302058 - Gagnagrunnur Umhverfisstofnunnar um mengaðan jarðaveg
16. 2303022 - Sameining lóða Vesturbakki 15 og 17 L234942
17. 2303002F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 46

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
17. 2303007F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 47
Fundargerð 47.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 23.03.2023 til kynningar.

1. 2206041 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2, Dimmustaðir 1
2. 2303005 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Norðurbakki 1 - Flokkur 2,
3. 2303028 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Berg 0 - Flokkur 2,
4. 2303029 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Laxabraut 5 - Flokkur 1,
5. 2303030 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 15 - Flokkur 1,
6. 2303031 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Nesbraut 25 - Flokkur 2,
7. 2303032 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Vesturbakki 12 - Flokkur 2,

18. 2303005F - Stjórn vatnsveitu - 11
Fundargerð 11.fundar stjórnar vatnsveitu frá 24.03.2023 til staðfestingar.

1. 2303019 - Óleyfisframkvæmd, Hjarðarból lóð 2. tengd við vatnsstofn.
Böðvar Guðbjörn Jónsson, Elliði Vignisson og Gunnsteinn Ómarsson tóku til máls undir þessum lið.
Böðvar Guðbjörn Jónsson lagði til að þessum lið í fundargerðinni yrði vísað aftur til frekari umfjöllunar í nefndinni. Tillagan var felld með 4 atkvæðum D lista, bæjarfulltrúar B og H lista greiddu atkvæði með tillögunni.

2. 2303018 - Vatnsveita Hjallasóknar
3. 2207002 - Nýtt vatnsból Hafnarsandi

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
19. 1604036 - Fjallskil Fundargerðir fjallskilanefndar.
Fundagerð fjallskilanefndar frá 07.03.2023 til staðfestingar.

1. Álagning fjallskila 2022 - samantektir og uppgjör
2. Önnur mál

Fundargerðin tekin fyrir í heild sinni og hún staðfest.
Fundargerðir til kynningar
20. 2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
Fundargerð 56.fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17.02.2023 til kynningar. Stjórnin vill sérstaklega vekja athygli á bókun sinni í lið 3 í fundargerðinni.
Einnig eru til kynningar fundargerð 57.fundar frá 22.03.2023 og fundargerð 58.fundar frá 07.03.2023.

Lagt fram til kynningar.
21. 1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Fundargerð 919.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2023 og fundargerð 920.fundar frá 17.03.2023 til kynningar.


Lagt fram til kynningar.
22. 1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
Fundargerð 592.fundar stjórnar SASS frá 03.02.2023 og 593.fundar frá 03.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
23. 1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
Fundargerð 4.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 16.12.2022, 5.fundar frá 14.02.2023 og 6.fundar frá 14.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
24. 1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 27.03.2023 til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta
X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?