Til hamingju með nýfæddan Ölfusing

Sveitarfélagið Ölfus fagnar nýfæddum Ölfusingum með bókagjöf. Gjöfin er liður í að efla Ölfusið sem fjölskylduvænt sveitarfélag og bjóða nýfædda Ölfusinga velkomna í heiminn. Nýjir íbúar með börn á leikskólaaldri fá einnig bókagjöf.
Það er tilvalið fyrir foreldra og börn að heimasækja bókasafnið og njóta samveru, lesturs, fræðslu og slökunar. 

Bókagjöfin:
Allir foreldrar sem eignast barn í Ölfusi eða flytja í Ölfusið með barn á leikskólaaldri fá bókina:
Fyrstu 1000 dagarnir - barn verður til, eftir Sæunni Kjartansdóttur

Fyrstu 1000 dagarnir er aðgengileg handbók fyrir foreldra sem byggir á tengslakenningum, nýjustu rannsóknum í taugavísindum og sálgreiningu. Hér eru gefin góð ráð um hvernig foreldrar geta búið sig undir fæðingu barns og annast það og örvað fyrstu árin með það að leiðarljósi að byggja upp heilbrigðan og ástríkan einstakling.

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?