- 3 stk.
- 31.01.2017
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss fór í heimsókn í Raufarhólshelli í gær og kynnti sér aðstæður og fyrirhugaðar breytingar á svæðinu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdarstjóri Raufarhóls ehf tók á móti henni og sýndi henni helstu breytingar á hellinum og svæðinu fyrir ofan hann. Eins og margir vita var rekstur Raufarhólshellis leigður út á síðasta ári til félagsins Raufarhóls ehf. sem mun bjóða upp á skipulagðar ferðir um hellinn frá og með 1. júní næstkomandi. Vegna slæms umgangs og skemmda í hellinum sáu eigendur Raufarhólshellis aðeins tvennt í stöðunni og það var annað hvort að loka honum alfarið eða leigja út reksturinn til aðila sem myndu lagfæra hann og vernda. Með þessu er verið að tryggja að fleiri skemmdir verði ekki á hellinum. Búið er að fjarlægja allt sorp úr hellinum og nú er verið að byggja palla til að auðvelda aðgengi. Einnig er verið að byggja hús með salernisaðstöðu fyrir ofan hellinn og stækka bílaplanið.
Það verður gaman að sjá lokaútkomuna þegar allt verður klárt í sumar.