Almenn mál
|
1.
|
2309043 - Orkuöflun - kynning Orkuveita Reykjavíkur
|
|
Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ásamt sérfræðingum OR og dótturfyrirtækja, kynna fyrir bæjarstjórn framtíðaráform OR í verkefnum sem snúa að orkuöflun.
|
|
|
|
2.
|
2305015 - Viðauki fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2023.
|
|
Lagður er fram viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023. Í viðaukanum eru lántökur teknar niður um 250 milljónir hjá eignasjóði og lækkun á fjárfestingu ársins er kr. 178,4 milljónir. Aukning á rekstrartekjum í viðauka er 19,5 milljónir frá upphaflegri áætlun. Viðaukinn hefur fengið samþykkt í bæjarráði á fundi þess 19.09.2023 og var honum vísað til bæjarstjórnar.
|
|
|
|
3.
|
2305013 - Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Ölfuss
|
|
Fyrir bæjarstjórn lágu breytingar á samþykktum Sveitarfélagsins Ölfuss til síðari umræðu.
|
|
|
|
4.
|
1906015 - Erindisbréf nefnda.
|
|
Fyrir bæjarstjórn lá erindisbréf dreifbýlisnefndar til staðfestingar. Málið var áður til umræðu í bæjarráði 05.09.2023 og var þar samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
5.
|
1806017 - Kosning í nefndir og ráð Sveitarfélagsins Ölfuss.
|
|
Kosning 3 aðalmanna og jafn margra varamanna í dreifbýlisnefnd Sveitarfélagsins Ölfuss. Bæjarstjórn skal jafnframt kjósa formann nefndarinnar.
|
|
|
|
6.
|
2310009 - Samkomulag við Heidelberg, úthlutun nýrrar lóðar og samstarf um hafnarstarfsemi
|
|
Fyrir bæjarstjórn lágu drög að samkomulagi milli Heidelberg og sveitarfélagsins.
Með þessu samkomulagi semja aðilarnir um breytt fyrirkomulag á undirbúningi og þróun á fyrirhugaðri starfsemi félagsins í Þorlákshöfn á grundvelli viljayfirlýsingar aðila frá 20. nóvember 2020, (viljayfirlýsingin). Að auki eru uppi áform um að félagið muni standa fyrir byggingu á hafnarmannvirkjum í einkaframkvæmd innan sveitarfélagsins.
Frá gerð viljayfirlýsingarinnar hafa aðstæður breyst nokkuð og aðilar komið sér saman um að félagið sækist eftir annarri lóð fyrir sína starfsemi í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn hefur fjallað um áform félagsins og á fundi hennar 24. nóvember 2022 var fjallað um nauðsynlegar breytingar á áformum og skilyrði fyrir því að þau gætu gengið eftir. Þá hefur verið haldinn fundur með íbúum og áformin rædd, en í framhaldinu hefur verkefnið þróast og áformin breyst á þann veg að nú er stefnt að því að finna starfseminni staðsetningu fjær byggð og byggja fremur nýja höfn en að auka álag og umsvif inni í bænum vegna starfsemi félagsins. Þá hefur félagið tekið tillit til ábendinga íbúa og sveitarstjórnar um hæð bygginga og mannvirkja við þau, endurskipulagt verkefnið með það fyrir augum að draga úr flutningum um þjóðvegi og færa efnisflutninga að stórum hluta til á sjó. Þá hefur hönnuðum verið falið að haga allri hönnun húsa og mannvirkja þannig að þau falli sem best að landi, byggð og aðstæðum öllum.
Á þessum nótum gerir samkomulagið ráð fyrir að:
1. Heidelberg skilar inn öllum lóðum sem það hafði áður sótt um og fengið úthlutað og þess í stað verður ráðist í undirbúning þess að starfseminn verði við svokallaða Keflavík sem er í um 5 km fjarlægð frá þeim lóðum sem áður var horft til og þar með utan þéttbýlsins. Lóðinni verður úthlutað skv. gildandi gjaldskrám og með fullum fyrirvara um lögbundna skipulagsferla.
2. Heidelberg hyggst ráðast í gerð nýrrar hafnar við lóð sína í Keflavík. Umgjörð hafnarinnar verður nánar skilgreind með samkomulagi aðila en er þar m.a. horft til svo kallaðs Spalarmódels sem gerir ráð fyrir því að höfnin verði byggð á ábyrgð og kostnað Heidelberg og rekstur hennar verði einnig á ábyrgð félagsins. Að ákveðnum tíma liðnum eignist sveitarfélagið höfnina.
3. Þegar verkefnið hefur verið mótað og frekari forsendur liggja fyrir stefnir Sveitarfélagið Ölfus að því að haldin verði íbúakosning um forsendur þeirra skipulagsbreytinga (aðal- og deiliskipulag) sem nauðsynlegar eru til að verkefnið fái framgang.
|
|
|
|
7.
|
2309034 - Dagforeldrar í Ölfusi - staða mála
|
|
Málið var tekið fyrir á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar 20.09.2023. Fyrir þeim fundi lá minnisblað sviðsstjóra um stöðu dagforeldrakerfisins í Þorlákshöfn. Þar kemur m.a. fram að dagforeldrar í Ölfusi hafi ákveðið að hætta störfum um mánaðarmótin mars/apríl 2024. Þá lá einnig fyrir bréf frá nokkrum foreldrum þar sem þeir lýsa áhyggjum af stöðu mála og óska eftir umbótaáætlun frá bæjaryfirvöldum.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin þakkar minnisblaðið og tekur undir þá aðgerðaáætlun sem þar kemur fram. Bent er á að þjónusta dagforeldra er ekki á vegum sveitarfélagsins og því mikilvægt að virða sjálfstæði þeirra sem rekstraraðila í samkeppnisumhverfi. Eftir sem áður er nefndin meðvituð um mikilvægi þess að stuðla að því að þjónuta dagforeldra sé í boði og telur þær tillögur sem fram koma í minnisblaðinu líklegar til að hvetja einstaklinga til að hefja störf sem dagforeldrar.
Með fyrirvara um samþykki bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar um viðauka vegna tilgreinds kostnaðar felur nefndin því sviðsstjóra: - að auglýsa eftir dagforeldrum til starfa í október. - að bjóða stofnstyrk kr. 300.000 til þeirra dagforeldra sem eru tilbúin að hefja starfsemi í Þorlákshöfn/Ölfusi. - að aðstoða við að setja upp öryggishnapp á kostnað sveitarfélagsins. - að hvetja einstaklinga til að starfa sem dagforeldrar og um leið að auka þjónustu til foreldra/forráðamanna. - að leita leiða, ef á þarf að halda, til að finna hentugt húsnæði fyrir starfsemina. - að hækka framfærslu (heimagreiðslur) til foreldra í kr. 100.000 á mánuði. - að auka niðurgreiðslu á þjónustu dagforeldra.
|
|
|
|
8.
|
2309015 - Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026
|
|
Samkvæmt 13. gr. laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála skulu sveitarstjórnir að afloknum sveitarstjórnarkosningum sjá til þess að sveitarfélagið setji sér áætlun um jafnréttismál fyrir nýtt kjörtímabil. Fyrir fundinum liggur jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss 2023-2026 til samþykktar.
|
|
|
|
9.
|
2309058 - Málstefna Sveitarfélagsins Ölfuss
|
|
Skv. 130.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 skulu sveitarstjórnir móta sér málstefnu. Málstefna sveitarfélagsins er hér lögð fram til staðfestingar.
|
|
|
|
10.
|
2112015 - Skólastefna Sveitarfélagsins Ölfuss
|
|
Bæjarstjórn tók til afgreiðslu skólastefnu Sveitarfélagsins Ölfuss. Málið var áður til umræðu á fundi fjölskyldu- og fræðslunefndar 20.09. sl.
Í fundargerð nefndarinnar kemur fram að í maí 2022 hafi komið saman vinnuhópur sem myndaður var í því skyni að vinna að endurgerð skólastefnu Ölfuss. Hópurinn samanstóð af kjörnum fulltrúum, skólastjórnendum beggja skóla, fulltrúum kennara, fulltrúum foreldra og fulltrúum nemenda í grunnskólanum. Verkefna- og ritstjóri stefnunnar var Guðlaug Einarsdóttir og faglegur ráðgjafi dr. Ingvar Sigurgeirsson. Til að fá fram sjónarmið allra hagaðila voru haldnir upplýsinga- og vinnufundir með nemendum og starfsfólki sem og íbúaþing um stefnuna. Skipuð var ritnefnd sem samanstóð af verkefnastjóra og skólastýrum beggja skólanna.
Vinnuhópurinn hefur lokið störfum og er skólastefnan lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla nefndar var svohljóðandi: Nefndin þakkar ritstjóra, faglegum ráðgjafa, vinnuhópnum og öðrum sem komu að gerð skólastefnunnar kærlega fyrir góða vinnu.
Stefnan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Sviðsstjóra var í framhaldi falið að leggja lokahönd á vinnuskjalið samkvæmt þeim ábendingum sem komu fram á nefndarfundinum og koma skólastefnunni í birtingahæft form á vef Sveitarfélagsins Ölfus.
|
|
|
|
11.
|
2309024 - Skipan í starfshóp um uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk
|
|
Beiðni frá Bergrisanum bs. um tilnefningu í starfshóp um uppbyggingaráætlun húsnæðis fyrir fatlað fólk á starfssvæði Bergrisans.
|
|
|
|
12.
|
2310006 - Stofnun nefndar sem skipuð er íbúum í Ölfusi með erlendan bakgrunn - tillaga frá B og H lista
|
|
Tillaga frá bæjarfulltrúum B- og H-lista um stofnun nefndar sem skipuð er íbúum í Ölfusi með erlendan bakgrunn.
Nú þegar verið er að endurskoða stjórnskipulag sveitarfélagsins og bæta á við nefnd sem fjallar um málefni dreifbýlisins langar okkur í minnihluta að leggja til að á sama tíma verði stofnuð nefnd sem í sitja fulltrúar íbúa í Þorlákshöfn sem hafa erlendan bakgrunn. Viljum við horfa sérstaklega til þess sem hefur verið gert með góðum árangri í Vík í Mýrdal. Markmið með nefndinni er að búa til sterkan og markvissan vettvang fyrir raddir þeirra 22% íbúa sem hér búa og eru með erlendan bakgrunn, auðvelda þeim aðlögun og aðgengi að samfélaginu, veita þeim aðgengi til að taka þátt í stjórnsýslunni og móta samfélagið og síðast en ekki síst nýta þeirra reynslu til að gera samfélagið enn betra fyrir fólk með erlendan bakgrunn.
|
|
|
|
13.
|
2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar
|
|
Verkfræðistofan EFLA leggur fram breytingu á aðalskipulagi sem fjallar um jarðstrengi frá tengistöð við Suðurstrandaveg að lóðum fiskeldisstöðvanna First Water (sem áður hét Landeldi ehf) og Geo Salmo. Bæði Þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrættir breytast.
Búið er að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingarinnar sem samþykkt var á 51. fundi nefndarinnar í júní.
Í fylgiskjali er kort sem sýnir nákvæma staðsetningu strengjanna.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr 123/2010 m.s.br. Þess verði gætt við lagningu strengjanna að innviðir sveitarfélagsins, eins og stígar, verði ekki fyrir skemmdum og haldist opnir. Vestan við núverandi göngustíg verði gengið frá yfirborði skurða þannig að sveitarfélagið geti lagt göngustíg.
|
|
|
|
14.
|
2305035 - Fasteignaþróun við Óseyrarbraut
|
|
Bæjarstjórn ræddi fasteignaþróun við Óseyrarbraut. Málið var seinast rætt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 20.09.
Fyrir liggur að á 46. fundi skipulags- og umhverfisnefndar samþykkti nefndin að kanna áhuga byggingarfyrirtækja á því að koma að fasteignaþróun við sunnanverða Óseyrarbraut. Í kjölfarið á því var auglýst eftir samstarfi við áhugasama aðila um þróun byggðar sem gæti rúmað 90 til 120 íbúðir í sérbýli og fjölbýli. Samhliða var tilkynnt að til skoðunar væru forsendur byggingar á hjúkrunarheimili við Egilsbraut og fjölgun sérhæfðs leiguhúsnæðis fyrir aldraða.
Í auglýsingunni kom m.a. fram að við hönnun svæðisins væri lögð áhersla á lágreista byggð sem félli vel að eldri mannvirkjum á aðliggjandi svæði. Ráðandi hlutfall íbúða skyldi vera hugsað fyrir fjölskyldufólk og umhverfið m.a. hannað út frá þörfum barna. Byggingar skyldu vera fjölbreyttar og til þess fallnar að skapa svæðinu hlýlegt og manneskjulegt yfirbragð sem tengir saman hafnarsvæðið og nýjan miðbæ sem unnið verður að samhliða.
Til að skerpa á þeim þáttum sem sveitarfélagið lagði áherslu á mótaði skipulagsnefnd eftirfarandi matskvarða við val á samstarfsaðila um fasteignaþróun við Óseyrarbraut:
Hugmyndafræði 25% Áhugasamir skili inn ítarlegum lýsingum á því hvernig þeir sjá fyrir sér fasteignaþróun við Óseyrarbraut. Mikilvægt er að fram komi áætlað byggingarmagn, hlutfall íbúðarhúsnæðis gagnvart annarri nýtingu, áætluð stærð íbúða og hlutfall hvers stærðarflokks, drög að útliti bygginga, byggingarefni og annað það sem auðveldar sveitarfélaginu að meta hugmyndina. Æskilegt er að gögn séu studd teikningum, eftir atvikum þrívíddarteikningum.
Fólk í fyrirrúmi 15% Áhugasamir skili inn ítarlegum upplýsingum um það hvernig tryggt verður að hverfið falli að fyrirliggjandi byggingum og hvernig tilkoma þess getur stutt við mannlíf, menningu og annað sem setur íbúa og gesti þeirra í fyrirrúm.
Reynsla af sambærilegum verkefnum 15% Áhugasamir skili inn lýsingum af sambærilegum verkefnum sem þeir hafa komið að.
Fjárhagsleg geta 15% Áhugasamir skili inn yfirliti yfir niðurstöður seinustu þriggja ársreikninga. Gögnin verða nýtt til að leggja mat á fjárhagslega burði viðkomandi til að ráðast í verkefnið.
Tímarammi verkefnisins 15% Áhugasamir skili inn drögum að tímaramma verkefnisins með áherslu á framkvæmdahraða á áfangaskiptingu.
Þjónusta við aldraða 15% Á skipulagssvæðinu og við jaðar þess liggur svæði sem skipulagt hefur verið undir þjónustu fyrir aldraða. Sveitarfélagið Ölfus hefur einlægan áhuga á að framkvæmdir við Óseyrabraut verði til að byggja upp enn frekari þjónustu við aldraða. Því er þess óskað að áhugasamir geri grein fyrir því hvort og þá hvernig þeir sjá fyrir sér að framkvæmdin geti orðið til þess að auka þjónustu við aldraða hvað varðar til að mynda aukið framboð af heppilegum eignum, heppilegu leiguhúsnæði, hjúkrunarheimili eða hvað annað sem stutt gæti við þróun á skipulagsreit fyrir aldraða.
Svo fór að 6 fyrirtæki skiluðu inn hugmyndum sínum og þar með ósk eftir samstarfi. Um er að ræða fyrirtækin Íslenskar fasteignir, Nordic/Ísold, Skuggi Byggingafélag, Hrímgrund, Múr og eftirlit, og VSÓ ráðgjöf/Sundaborg/Fortis. Til að auðvelda yfirferð var farin sú leið að fela arkitekt í sumarstarfi hjá Ölfus Cluster að yfirfara innsend gögn og draga saman upplýsingar. Við yfirferð lá niðurstaða hennar og mat fyrir.
Afgreiðsla nefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd beinir því til bæjarstjórnar að ganga til samninga við fleiri en eitt fyrirtæki sökum umfangs verkefnisins.
Í ljósi innsendra gagna og fyrirliggjandi úrvinnslu þeirra leggur nefndin til að byrjað verði á því að ræða við Íslenskar fasteignir og Nordic/Ísold um mögulegt samstarf um þróun reitsins.
|
|
|
|
15.
|
2309039 - Lýsuberg 10 grenndarkynning L171049
|
|
Eigandi að Lýsubergi 10 óskar eftir að byggja við húsið í samræmi við skissur í viðhengi. Um er að ræða um 32 fermetra stækkun við hús sem er 196,2 fermetrar fyrir, eða rúmlega 16% stækkun.
Afgreiðsla nefndar: Samþykkt að grenndarkynna tillöguna að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 2. málsgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br eftir að skilyrðin hafa verið uppfyllt. Tillagan verði grenndarkynnt með bréfi til lóðarrétthafa eftirtalinna lóða: Setberg 19, 21 og 23 og Lýsuberg 8 og 12. Umsækjandi þarf að skila inn málsettri afstöðumynd, grunnmynd og sneiðingu af viðbyggingunni auk samþykkis þinglýstra eiganda hússins, áður en tillagan verður grenndarkynnt. Hrönn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
|
|
|
|
16.
|
2309040 - DSK Breytinga deiliskipulaginu Hjarðarból lóðir 1 og 2
|
|
Hermann Ólafsson leggur fram breytingu á deiliskipulagi Hjarðarbóls lóðir 1 og 2 sem hjá Skipulagsstofnun er flokkað sem "Hjarðarból svæði 3 og 4" Bætt er við lóð fyrir dæluhús við borholu og settir byggingarskilmálar fyrir það. Einnig er skipulagsmörkum breytt lítillega svo lóðin verði innan skipulagssvæðisins.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
|
|
|
|
17.
|
2309010 - DSK Þrastarvegur 1 - breyting á deiliskipulagi
|
|
Baldur Ó. Svafarsson arkitekt leggur fram breytingu á deiliskipulagi Þrastarvegar 1. Deiliskipulagi er breytt þannig að unnt sé að byggja eitt hús sem hýsir bæði íbúð og verkstæði/skemmu og hesthús undir einu þaki í stað þriggja. Nefndin tók jákvætt í fyrirspurn um erindi í þessa veru á 47. fundi í mars. Ekki er um aukningu á byggingarmagni að ræða frá fyrri tillögu
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
|
|
|
|
18.
|
2303017 - DSK Vesturbyggð norðan Selvogsbrautar ÍB10 og ÍB11
|
|
Tillaga að deiliskipulagi nýs hverfis vestan við bæinn, norðan Selvogsbrautar hefur verið auglýst. Ekki komu athugasemdir frá lögboðnum umsagnaraðilum nema hvað Minjastofnun benti á eina vörðu sem hefði lent innan lóðar á skipulagsuppdrætti. Skipulagshöfundur hefur lagfært gögn til samræmis við það og fyrir liggur bréf frá Minjastofnun þar sem heimilað er að auglýsa gildistöku skipulagsins með skilyrði um að sótt verði um leyfi til að raska vörðunni áður en framkvæmdir hefjast á lóðinni sem varðan er á. Íbúi á nærliggjandi svæði í bænum gerði athugasemd við skipulagið og er tillaga að svarbréfi í viðhengi.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Skipulagsfulltrúa falið að svara íbúanum í samræmi við fyrirliggjandi tillögu að svarbréfi.
|
|
|
|
19.
|
2301039 - DSK Deiliskipulag Bjarnastaðir L171687
|
|
Skipulagsstofnun gerði kom með nokkrar ábendingar við lokayfirferð tillögunnar. Í viðhengi er uppfærð tillaga þar sem skerpt hefur verið á ýmsu í samræmi við ábendingar skipulagsstofnunar.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
|
|
|
|
20.
|
2206054 - DSK Geo Salmo fiskeldi - Básar vestan við Keflavík
|
|
Skipulagsstofnun gerði nokkrar athugasemdir við yfirferð deiliskipulags fiskeldisstöðvar Geo Salmo í Básum. Skipulagshöfundar hafa nú brugðist við og uppfært tillöguna í samræmi við athugasemdirnar.
Í fylgiskjali er uppfærð tillaga og jafnframt minnisblað frá skipulagshöfundi þar sem farið er nákvæmlega í gegnum það sem var breytt/bætt.
Breytingarnar eru ekki þess eðlis að auglýsa þurfi tillöguna aftur.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá málinu í samræmi við 1. málsgrein 42. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
|
|
|
|
21.
|
2302023 - ASK og DSK Litla Sandfell breyting á aðalskipulagi og deiliskipulag
|
|
Lögð er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi fyrir námasvæðið við Litla-Sandfell. Unnið hefur verið umhverfismat og liggur álit Skipulagsstofnunar þar um fyrir.
Sértæk skipulagsákvæði fyrir svæðið eru óbreytt nema hvað námasvæðið er stækkað úr 24,3 ha. í 40 ha. og heildar efnistaka eykst úr 10.000.000 rúmmetrum í 18.000.000 rúmmetra:
Eftirfarandi sértæk skipulagsákvæði koma fram í tillögunni: Þar sem hluti námunnar er á fjarsvæði vatnsverndar skal liggja fyrir aðgerðaráætlun um hvernig bregðast skuli við óhöppum varðandi mengandi efni, áður en starfleyfi er gefið út. Áætluð efnitaka á ári er um 625.000 m3. Gera þarf deiliskipulag og vinna umhverfismat áður en náman er tekin í notkun.
Nefndin hefur áður samþykkt skipulaglýsingu vegna breytingarinnar.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að óska eftir að Skipulagsstofnun auglýsi tillöguna í samræmi við 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
|
|
|
|
22.
|
2306003 - ASK Nýir jarðstrengir að fiskeldi vestan Þorlákshafnar - rafstrengir
|
|
Verkfræðistofan EFLA leggur fram breytingu á aðalskipulagi sem fjallar um jarðstrengi frá tengistöð við Suðurstrandaveg að lóðum fiskeldisstöðvanna First Water (sem áður hét Landeldi ehf) og Geo Salmo. Bæði þéttbýlis- og dreifbýlisuppdrættir breytast.
Búið er að auglýsa skipulagslýsingu vegna breytingarinnar sem samþykkt var á 51. fundi nefndarinnar í júní.
Í fylgiskjali er kort sem sýnir nákvæma staðsetningu strengjanna.
Afgreiðsla nefndar: Nefndin beinir því til bæjarstjórnar að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa breytinguna og ganga frá málinu í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Þess verði gætt við lagningu strengjanna að innviðir sveitarfélagsins, eins og stígar, verði ekki fyrir skemmdum og haldist opnir. Vestan við núverandi göngustíg verði gengið frá yfirborði skurða þannig að sveitarfélagið geti lagt göngustíg.
|
|
|
|
Fundargerðir til staðfestingar
|
23.
|
2308006F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 57
|
|
Fundargerð 57.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 06.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
24.
|
2309001F - Stjórn vatnsveitu - 14
|
|
Fundargerð 14.fundar stjórnar vatnsveitu frá 05.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
25.
|
2309006F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 40
|
|
Fundargerð 40.fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 13.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
26.
|
2309004F - Framkvæmda- og hafnarnefnd - 43
|
|
Fundargerð 43.fundar framkvæmda- og hafnarnefndar frá 13.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
27.
|
2309002F - Skipulags- og umhverfisnefnd - 58
|
|
Fundargerð 58.fundar skipulags- og umhverfisnefndar frá 20.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
28.
|
2309008F - Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa - 54
|
|
Fundargerð 54.fundar afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa frá 21.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
29.
|
2309007F - Fjölskyldu- og fræðslunefnd - 13
|
|
Fundargerð 13.fundar fjölskyldu- og fræðslunefndar frá 20.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
30.
|
2308007F - Bæjarráð Ölfuss - 403
|
|
Fundargerð 403.fundar bæjarráðs frá 05.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
31.
|
2309005F - Bæjarráð Ölfuss - 404
|
|
Fundargerð 404.fundar bæjarráðs frá 19.09.2023 til staðfestingar.
|
|
|
|
Fundargerðir til kynningar
|
32.
|
1601020 - Hreinlætismál Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
|
|
Fundargerð 319.fundar stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 07.09.2023 og 320.fundar frá 02.10.2023 til kynningar.
|
|
|
|
33.
|
1701026 - Brunamál Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu
|
|
Fundargerð 10.fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu frá 05.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
34.
|
1603005 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
|
|
Fundargerð 932.fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 08.09.2023 og 933.fundar frá 18.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
35.
|
1701032 - Fræðslumál Fundagerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga.
|
|
Fundargerð 207.fundar stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga frá 13.09.2023.
|
|
|
|
36.
|
2009052 - Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands
|
|
Fundargerð 230.fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurlands frá 11.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
37.
|
1602012 - Samstarf sveitarfélaga Fundargerðir stjórnar SASS.
|
|
Fundargerð 598.fundar stjórnar SASS frá 17.08.2023, 599. fundar frá 01.09.2023 og 600.fundar frá 18.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
38.
|
2009027 - Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga.
|
|
Fundargerð aukaaðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga frá 19.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|
39.
|
1805041 - Menningarmál Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga
|
|
Fundargerð 8.fundar stjórnar Byggðasafns Árnesinga frá 23.09.2023 til kynningar.
|
|
|
|