Jólahúfa Ölfuss 2024 - hönnunarsamkeppni

Nú er tilvalið að detta í jólaföndurgírinn og taka þátt í hönnunarsamkeppninni; jólahúfa Ölfuss 2024.

Jólahúfan þarf að vera eigin hönnun og hugmyndaverk, endurunnin, prjónuð, hekluð, saumuð eða eitthvað allt annað.

Jólahúfuna þarf að afhenda á bókasafnið fyrir 16. desember.

Verðlaun verða veitt fyrir jólalegustu, skemmtilegustu og frumlegustu jólahúfuna og verður afraksturinn til sýnis á Bókasafninu.

Nánari upplýsingar má fá á Bæjarbókasafninu.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?