Í Þorlákshöfn má finna 13 fallega skreytta jólasveinaglugga hjá fyrirtækjum og þjónustuaðilum í bænum. Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og felst getraunin í að giska á rétt heiti jólasveinsins. Gluggarnir munu opna hver af öðrum frá 12. desember þegar fyrsti jólasveinninn, Stekkjarstaur, kemur til byggða.
Í jólasveinagluggunum eru líka orð sem eru hluti úr setningum í frægri jólavísu. Þið leggið á minnið eða takið mynd af orðunum, raðið þeim í rétta orðaröð og þá birtist fræg jólavísa. Það er tilvalið að fjölskyldan fari saman í gönguferð og taki þátt.
Lausnum í jólaleikjum má skila í íþróttamiðstöðina, á bæjarskrifstofur eða senda á jmh@olfus.is
Jólasveinagluggakortin má fá útprentuð á bæjarskrifstofum, í bókasafninu og í íþróttamiðstöðinni.