SNJALLI jólaratleikurinn

SNJALLI jólaratleikurinn er tilbúinn í Skrúðgarðinum þriðja árið í röð en hann hefur vakið mikla lukku. Um er að ræða ratleik í snjallsímanum þar sem leitin snýst um 13 Þollósveina sem vísa á spurningakóða sem tengjast jólum og ævintýrum. Þið skannið QR kóða sem er hér fyrir neðan eða sem er á jólaskiltinu sem er við inngangana í Skrúðgarðinn. Gangi ykkur sem allra best.

Það er tilvalið að fjölskyldan fari saman í göngutúr með vasaljós og taki þátt.

Dregið verður úr réttum svörum á nýju ári og eru veglegar bókagjafir í verðlaun.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?