Sveitarfélagið Ölfus auglýsir til sölu lóðarétt á Austurbakka 1, 3 og 5. Um er að ræða atvinnulóðir ætlaðar til nýtingar undir hafnsæknaþjónustu. Lóðirnar eru á áberandi stað við innkomu að bænum og því koma eingöngu til álita umsóknir sem þjóna svæðinu m.t.t. útlits og og vaxandi hlutverks svæðisins í heildarskipulagi og ásýnd.
Með vísan í 7. gr lóðarúthlutunarreglna þurfa umsækjendur að tilgreina með glöggum hætti byggingaráform og framkvæmdarhraða auk þess verðs sem boðið er í lóðina.
Tilboð verða vegin og metin eftir eftirfarandi atriðum:
- Eingöngu kemur til greina að láta lóðir til þeirra sem hyggjast nýta þær undir byggingar sem hýsa munu hafnsækna þjónustu. Lóðin skal að mestu nýtt undir byggingu en ekki geymsluplan.
- Sýna þarf fram á að útlit húss taki mið af því að það standi á áberandi stað. Eingöngu kemur til greina að láta lóðir til þeirra er sýna fram á að áform mæti gæðakröfu um hönnun.
- Verð verður látið skera úr á milli þeirra sem hyggjast nýta lóðirnar í samræmi við ofangreint.
- Falli bjóðandi hæsta tilboðs frá tilboði eða komi í ljós að fyrirætlan hans falli ekki að framtíðarnýtingu lóðarinnar undir byggingar skal næst hæsta tilboði tekið og svo koll af kolli.
Senda skal umsóknir á netfangið sigmar@olfus.is fyrir kl: 11:00 föstudaginn 24. maí nk.