Áhugaverður íbúafundur Sorpstöðvar Suðurlands um mögulegan urðunarstað í Ölfusi
Íbúafundur Sorpstöðvar Suðurlands fór fram í gærkvöldi til kynningar á forsendum fyrir staðarvali og uppbyggingu á mögulegum urðunarstað á Nessandi í Ölfusi sem hluta af samstarfi sorpsamlaga á Suðvesturlandi. Málið er enn á frumstigi og engar ákvarðanir hafa verið teknar en Gestur Þór Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar, sagði að málið yrði skoðað vandlega og ekki anað að neinum ákvörðunum.
24.08.2018