Endurnýting og viðgerðir á mikið knúsuðum dýrum
Undanfarið hafa starfsmenn í VISS, Vinnu- og hæfingarstöð, tekið eitt og eitt illa farið tuskudýr bókasafnsins og gert við það. Dýrin eru afskaplega vinsæl og nýtast bæði fyrir yngstu gesti safnsins en ekki síður fyrir unglingana sem troða þeim inn í turninn þar sem þau kúra saman yfir bókum eða símum, en lagfæring tuskudýranna er bara eitt af mörgun verkefnum sem unnin eru á VISS.