Tilkynning til ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu
Unnið er að gerð upplýsingakorta fyrir ferðamenn. Kortin verða sett upp á upplýsingaskilti sem nú þegar er til við hringtorgið í Þorlákshöfn í október/nóvember. Stefnt er að því að setja þau upp á nokkrum stöðum í Ölfusinu á næsta ári. Samhliða því verða kortin aðgengilegt í vefútgáfu á heimasíðu Ölfuss www.olfus.is þar sem listað verður upp alla ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu (gisting, afþreying, veitingastaðir o.þ.h.). Markaðs- og menningarfulltrúi óskar eftir upplýsingum frá þjónustuaðilum til að setja inn á vefkortin. Þeir þjónustuaðilar sem vilja koma sinni þjónustu á framfæri eru beðnir um að senda upplýsingar á katrin@olfus.is fyrir 15. október 2018.
26.09.2018