Kynningarferð markaðs- og menningarfulltrúa í Raufarhólshelli
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss fór í heimsókn í Raufarhólshelli í gær og kynnti sér aðstæður og fyrirhugaðar breytingar á svæðinu. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdarstjóri Raufarhóls ehf tók á móti henni og sýndi henni helstu breytingar á hellinum og svæðinu fyrir ofan hann.
31.01.2017