Opið fyrir umsóknir um styrki og ábendingar um uppbyggilegar framkvæmdir á árinu 2019
Sveitarfélagið Ölfus leggur áherslu á aðkomu bæjarbúa að stjórnun sveitarfélagsins. Með það í huga hefur verið ákveðið að greiða leið íbúa að gerð fjárhagsáætlunar með ábendingum og/eða umsóknum um styrki.
Íbúar eru því hvattir til að senda inn ábendingar um uppbyggilegar framkvæmdir sem þeir telja að aukið geti búsetugæði í Ölfusinu.
29.01.2019