Ákveðið hefur verið að semja við Íslenska Gámafélagið að Hrísmýri á Selfossi um móttöku sorps frá dreifbýli Ölfuss. Fyrri auglýsing um móttöku sorps í Hveragerði fellur því úr gildi.
Sveitarfélagið Ölfus semur um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins
Sveitarfélagið Ölfus samdi við S. Guðjónsson ehf. um kaup á LED lömpum í ljósastaura sveitarfélagsins.
Við þetta mun götulýsingin verða betri og rafmagnskostnaður og viðhald lækka töluvert.
Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúa
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 29. nóvember síðastliðinn að veita skipulags- og byggingarfulltrúa umboð til þess að undirrita lóðarleigusamninga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lokað verður fyrir kaldavatnið vegna viðhalds milli kl. 15 og 17:00 þriðjudaginn 18. desember nk.
Aðallega Bergin og Búðahverfið, annarsstaðar verður minni þrýstingur.
Skipulag í kynningu: deiliskipulag fyrir Lambhaga í Ölfusi
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss samþykkti 29. nóvember 2018 að auglýsinga tillögu að deiliskipulagi og umhverfisáhrifum fyrir land Lambhaga Ölfusi, vestan við Hvammsveg nr. 374, samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Óskað er eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2018. Tilnefningar skulu berast fyrir 31. desember n.k. á netfangið menntaverdlaun@suðurland.is
Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu
Sorpstöð Suðurlands bs. óskar eftir landi undir urðunarstað til kaups eða leigu. Æskileg staðsetning er á svæðinu frá Hellisheiði í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Æskilegt er að landið sé vel staðsett gagnvart samgöngum á landi og dreifikerfi raforku, en fjarri vatnsverndar- og útivistarsvæðum. Lágmarksstærð lands er 30 ha.