Sveitarfélagið undirritar samning við Lýsi hf.
Þann 26. október síðastliðinn skrifuðu Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis hf. undir samning vegna tímabundins leyfis fyrir fiskþurrkunarverksmiðju í Þorlákshöfn.
Með þessum samningi samþykkti Lýsi hf. að taka ákvörðun fyrir lok mars 2017 hvort það eigi að flytja starfsemina á nýtt iðnaðarsvæði vestan Þorlákshafnar eða loka verksmiðjunni án frekari uppbyggingar í Sveitarfélaginu Ölfusi.