Í dag er alþjóðadagur kennara. Við erum stolt af öllum okkar frábæru kennurum og óskum þeim til hamingju með daginn. Í tilefni dagsins voru kynntar tilnefningar til íslensku menntaverðlaunanna. Íslensku menntarverðlaunin voru stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi. Garðar Geirfinnsson kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn er einn af fimm kennurum sem tilnefndir eru í flokknum framúrskarandi kennari. Við erum stolt af Garðari sem er svo sannarlega vel að tilnefningunni kominn!
Veitt eru verðlaun í eftirfarandi flokkum:
- Framúrskarandi mennta- eða skólastarf
- Framúrskarandi kennari
- Framúrskarandi skólaþróunarverkefni
Til viðbótar eru veitt hvatningarverðlaun.
Íslensku menntarverðlaunin voru stofnuð til að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á því góða og metnaðarfulla starfi sem stundað er í skólum og frístundastarfi. „Það er allt undir, leikskólarnir, grunnskólarnir, framhaldsskólar og frístundastarf,“ segir Gerður.
Hún bendir á hve stór hluti af lífi hverrar manneskju skólastarfið er. „Þegar maður er með krakka talar maður ekki um annað en hvernig var í skólanum, hver sagði hvað, hvernig gengur og hvað má gera betur. Alltaf erum við að rifja upp hvernig okkur gekk í skóla,“ segir Gerður. „Þetta er bara lífið. Skólinn er bara lífið sjálft sem allt snýst um.“
Frekari upplýsingar um tilnefnda og rökstuðning má lesa hér á heimasíðu Skólaþróunar og hér á Facebook-síðu verðlaunanna.