Sveitarfélagið Ölfus auglýsir lausar til umsóknar lóðir fyrir 42 íbúðir í nýju hverfi í Þorlákshöfn. Öllum er frjálst að sækja um en í samræmi við áherslur bæjarstjórnar njóta íbúar með lögheimili í Grindavík sérstaks forgangs við úthlutun með þeim fyrirvara að þeir búi í viðkomandi íbúðum í a.m.k. 2 ár eftir að framkvæmd lýkur. Að öðru leyti gilda almennar úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Um er að ræða lóðir fyrir 1 fjölbýlishús (6 íbúðir), 13 einbýlishús, 10 parhús og 1 raðhús.
Umsóknarfrestur er til 3.maí nk. og afgreiðsla umsókna verður 9.maí 2024.
Umsóknir fara fram í gegnum íbúa- og þjónustugátt sveitarfélagsins sem finna má á þessari slóð: Íbúagátt
Frekari upplýsingar veitir starfsfólk tæknideildar í síma 480-3801 og netfangið kristina@olfus.is