Ingimar langar að taka í rafmagnsgítarinn
Á morgun verður efnt til fyrsta ungbarnamorguns á bókasafninu, en þeir verða vikulega í vetur, alltaf á þriðjudögum.
Þriðjudaginn 13. september endurvekjum við ungbarnamorgna á bókasafninu. Við opnum þá sérstaklega fyrir foreldra með litlu krílin kl. 10 og eigum huggulega stund saman til kl. 12 eða eftir því sem allir endast.
Á þessum fyrsta ungbarnamorgni eigum við von á góðum gesti í heimsókn. Það er hún Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri sem nú er í námsleyfi sem kemur í óformlegt spjall. Ásgerður hefur mikla þekkingu og reynslu af börnum og er meðal annars AUA (Alast upp aftur) leiðbeinandi, þar sem lögð er áhersla á að styrkja foreldra í hlutverki sínu sem foreldrar og uppalendur.
Allir eru velkomnir á ungbarnamorgna á bókasafninu sem eru samstarfsverkefni bókasafnsins og kirkjunnar. Ungbarnamorgnar verða í allan vetur á þriðjudögum frá 10-12. Auk þess að fá stundum góða gesti í óformlegt spjall og vekja athygli á bókum og efni sem við eigum um fyrstu árin, næringu ungbarna, uppeldi, samveru, svefn og annað sem gæti komið að gagni, þá leitumst við við að útbúa foreldrum og ungabörnum notalegt rými við spjall og ánægjulega samveru.
Sjáumst á bókasafninu!