Aðalfundur Húsnæðissamvinnufélagsins Elliða 2.september kl.17:00

Boðað er til aðalfundar Elliða hsf mánudaginn 2. september 2024 nk. kl 17:00 í Ráðhúsi Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

 

Dagskrá fundar:

  1. Setning aðalfundar.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.
  4. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar til afgreiðslu ásamt fjárhagsáætlun.
  5. Ákvörðun um inntökugjald, félagsgjald, búsetugjald og gjald í viðhaldssjóð. (Gerð grein fyrir mánaðargjaldi, afborgun af lánum, tryggingum og i viðhaldssjóð).
  6. Samþykktir fyrir félagið kynntar og þær breytingar sem gerðar voru á þeim.
  7. Kosning formanns til eins árs.
  8. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
  9. Kosning þriggja varamanna í stjórn til tveggja ára.
  10. Kosning löggilts endurskoðanda til tveggja ára.
  11. Tekin ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  12. Kosning fimm manna viðhaldsráð til eins árs.
  13. Önnur mál.

 

Til fróðleiks, samkvæmt samþykktum félagsins, skal stjórn, varastjórn og viðhaldsráð vera skipuð af félagsmönnum.

Stjórn Elliða hsf.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?