Sveitarfélagið Ölfus hvetur íbúa og fyrirtæki til að vera plastlaus í september
Í september á hverju ári fer fram árverkniátakið Plastlaus september. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Hver Íslendingur skilur eftir sig um 40 kíló af úrgangi umbúðarplasts á ári. Sveitarfélagið Ölfus tekur þátt í átakinu og vonar að íbúar og fyrirtæki taki vel í það með virkri þátttöku.
04.09.2018