Nú er unnið að gerð Umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Suðurland, sem er stjórntæki um nýtingu og verndunauðlinda svæðisins.
Tilgangur hennar er að tryggja heilbrigð vistkerfi og að ekki verði farið fram úr þolmörkum Suðurlands.
Grunnþáttur vinnunnar er samráð um skilgreiningu viðfangsefna með hagsmunaaðilum. Markmið samráðsins er að:
-
Kynna íbúum og öðrum hagsmunaaðilum fyrirhugaða stefnumótun fyrir Suðurland á sviði umhverfis- og auðlindamála.
- Kynna hvernig marka má stefnu um umhverfis- og auðlindamál, hvaða tækifæri geti falist í vel ígrundaðri stefnumótun og sýna dæmi um hvernig stýra megi umhverfis- og auðlindamálum með stefnumótun.
-
Fá fram hvaða viðfangsefni þátttakendur á samráðsfundunum telja brýnast að marka sameiginlega stefnu um á sviði umhverfis- og auðlindamála.
Haldnir verða sjö samráðsfundir sem eru opnir fyrir alla áhugasama. Skráning á fundi fer fram hér.
-
Höfn í Hornafirði, 29. ágúst, kl. 16:00 - 18:00.
-
Hveragerði, 4. september, kl. 12:00 - 14:00.
-
Vík, 5. september, kl. 11:00 - 13:00.
-
Flúðum, 5. september, kl. 16:00 - 18:00.
-
Hvolsvelli, 11. september, kl. 16:00 -18:00.
-
Vestmannaeyjum, 12. september, kl. 11:30 - 13:30.
-
Kirkjubæjarklaustri, 12. september, kl. 20:00 - 22:00.
Umhverfis- og auðlindastefnan nýtist í aðalskipulögum sveitarfélaganna og einnig mögulega fyrir svæðisskipulag svæðisins eða hluta þess í framtíðinni. Stefnan lýsir hvernig menn ætla að hátta vernd og nýtingu út frá tilteknum umhverfisþáttum s.s. m.t.t. umgengni, framkvæmda, málsmeðferð, forgangsröðun og fræðslu.
Stefnan er unnin sem áhersluverkefni SASS með vísan í sóknaráætlun Suðurlands og er liður í framvindu megin áherslu áætluninnar, sem eru:
- Auka samvinnu á milli sveitarfélaga í sem flestum málefnum.
- Vinna að heildrænni kortlagninu á náttúru, mannauði og menningu á Suðurlandi og draga fram sérstöðu einstakra svæða.
- Skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggir á gæðum og hreinleika
- Vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi og auka sjálfbæra nýtingu á orku og auðlindum
- Hækka menntunarstig á Suðurlandi með eflingu framboðs og aðgengis að menntun í heimabyggð
- Auka fjölbreytni í atvinnulífi, mannlífi, menningu og menntun
Fyrsta skrefið hefur verið stigið með gerð Kortavefur Suðurlands.
Sjá nánar bakgrunn verkefnis hér.