Auglýsing um forkynningu á deiliskipulagstillögu

Eftirtalin skipulagstillaga verður til forkynningar á bæjarskrifstofunni, fyrir umfjöllun í bæjarstjórn Ölfuss þann 15. desember, í samræmi við 3. málsgrein 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Gljúfurárholt 13 og 14

Breytingin heimilar aukna útbyggingu, í samræmi við ákvæði nýs aðalskipulags. Stærð byggingar á reit fyrir íbúðarhús var að hámarki allt að 400 fermetrar en verður allt að 800 fermetrar. Einnig er hámarks stærð frístundahúss aukin úr 150 fermetrum í 200 fermetra og hámarksstærð bygginga til landbúnaðarnota aukin úr 800 fermetrum í 1200 fermetra.

Gljúfurárholt 13 og 14, breyting á deiliskipulagi

 

Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofunni, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn dagana 7. til 14. desember 2022. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann 14. desember 2022.

 

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?