Auglýsing um kynningu á tveimur skipulagstillögum

Bæjarstjórn samþykkti tvær skipulagstillögur til auglýsingar á fundi sínum þann 30.9.2021 í samræmi við 1. málsgrein 41. greinar og 1. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis.

Bætt er við lóð fyrir tengihús Farice ehf vegna nýs sæstrengs milli Írlands og Íslands. Lóðin er 900 fermetrar og er staðsett um 600 metra norðvestan hafnarinnar í Þorlákshöfn. Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulag Bakka 2

Skilgreind er lóð fyrir frístundabyggð í samræmi við heimildir aðalskipulags. Um er að ræða 6,2 hektara spildu norðan Þorlákshafnarvegar í landi Bakka 2. Nýja lóðin sem þarna er skilgreind mun fá nafnið Bakkahlíð.

Deiliskipulagstillaga Bakka 2

Tillögurnar verða til sýnis á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn frá 6. október til 18. nóvember 2021. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is eða senda þær í pósti á bæjarskrifstofu Ölfuss fyrir 18. nóvember 2021.

Gunnlaugur Jónasson, skipulagsfulltrúi

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?