Eftirtaldar skipulagstillögur voru samþykktar af skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss þann 21. ágúst sl. og verða teknar fyrir af bæjarstjórn þann 29. ágúst nk.
Lögð er fram breyting á aðalskipulagi á landsvæði innan lands Hjallatorfu ofan fjalls. Breytingin felur í sér að stofnað er iðnaðarsvæði fyrir rannsóknar og vinnsluboranir í Hverahlíð II. Markmið rannsóknarborananna er að kortleggja jarðhitaauðlindir utan núverandi vinnslusvæða.
Tillögurnar verða til kynningar á bæjarskrifstofu Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn til 29. ágúst 2024. Hægt er að senda ábendingar eða athugasemdir á netfangið skipulag@olfus.is fyrir lok vinnudags þann dag.
Sigurður Steinar Ásgeirsson
Skrifstofu- og verkefnastjóri
Umhverfis- og framkvæmdasvið