Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir kirkju og kirkjugarð Þorlákskirkju, skv. 41. gr. skiplagslaga nr.123/2010, eftir afgreiðslu Skipulags- og umhverfisnefndar Ölfuss.
Deiliskipulagið fjallar um Þorlákskirkju og kirkjugarð, heildarsvæði og stækkun garðsins.
Markaður er reitur fyrir inngrafið safnaðarheimili sunnan við kirkjuna og stækkun kirkjugarðs til suðurs og vesturs frá núverandi garði. Gert er ráð fyrir 344 nýjum gröfum, bæði hefðbundnum- og duftgröfum. Deiliskipulagið og stækkunin er í samræmi við aðalskipulag og verður garðurinn innan U8, opin svæði til sérnota á aðalskipulagi 2010-2022.
Deiliskipulag þetta verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 11. mars til 27. apríl 2020. Uppdráttur eru einnig aðgengilegur á heimasíðu Ölfuss, www.olfus.is, undir skipulag í kynningu.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með undirritun á skipulag@olfus.is, merkt „Kirkjugarður“ fyrir 27. apríl 2020.
Hægt er að nálgast deiliskipulagið hér
Skipulagsfulltrúi Ölfuss