Deiliskipulagstillaga Árbær 3a í Ölfusi

Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt á fundi nr. 279, þann 28. maí 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Árbæ 3a, skv. 1. málsgr. 41. gr. og 1. málsgr. 42. gr. skipulagslaga.

Á landinu má, skv. tillögunni, byggja 6 metra hátt íbúðarhús allt að 300 fermetra að stærð og 7 metra háa skemmu/hesthús allt að 600 fermetra að stærð  með íbúð á efri hæð. Þetta er í samræmi við gildandi aðalskipulag.

Greinargerð og uppdráttur vegna breytingarinnar verður til sýnis á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, frá og með 12. ágúst til 25. september 2020. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við áformin. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Ölfuss eða með tölvupósti á skipulag@olfus.is, fyrir 25. september 2020.

Uppdrátt  má nálgast HÉR  og greinagerð HÉR

 

 

Gunnlaugur Jónasson,

Skipulagsfulltrúi Ölfuss

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?