Farið var í átak á árinu við að fjölga setbekkjum við göngustígi í Þorlákshöfn. Bekkirnir eru á hellulögðu undirlagi en tekið var mið af tillögum frá öldungaráði um staðsetningu á bekkjunum. Fyrirhugað er að halda áfram með verkefnið á næstu árum ásamt fleiri umhverfisverkefnum sem fela í sér gróðursetningu, fegrun og hreinsun í sveitarfélaginu.
Það er hagur okkar íbúa í Ölfusi að umhverfið sé snyrtilegt og að umhverfisvitundin nái út fyrir lóðamörkin. Því er tilvalið að taka reglulega til hendinni og týna rusl á ferð okkar um sveitarfélagið.
Njótum lífsins saman í snyrtilegu Ölfusi