Grunnskólinn í Þorlákshöfn - skráning nýrra nemenda

Skólastarf í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefst formlega fimmtudaginn 22. ágúst. Stjórnendur og starfsfólk skólans eru þessa dagana að undirbúa komu nemenda. Það er mikilvægt að nýjir íbúar skrái sem fyrst börn sín í skólann til að auðvelda framkvæmd kennslunnar núna í skólabyrjun.

Sjá nánari upplýsingar varðandi grunnskólann hér

Umsókn um námsvist í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hér 

Grunnskólinn í Þorlákshöfn
sími: 480-3850
Netfang: skolinn@olfus.is

Vefsíða grunnskólans

Skólastjóri: Ólína Þorleifsdóttir
Aðstoðarskólastjóri: Garðar Geirfinnsson

Grunnskólinn í Þorlákshöfn hefur sett sér stefnu um fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám og fjölbreytt námsmat. Lögð er áhersla á að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og fjölbreytt námsumhverfi, bæði í framkvæmd kennslunnar og í skólaþróun. Að leiðarljósi eru fjölbreyttir og skapandi starfshættir þar sem nemendur eru hvattir til að sýna frumkvæði, sjálfstæði í námi og að bæta árangur sinn.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?