Hugmyndakeppni um götunöfn í Vesturbyggð 3. og 4. áfanga

Sveitarfélagið Ölfus hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um götunöfn hverfinu Vesturbyggð 3. og 4. áfangi sem staðsett verða stutt sunnan við Suðurstrandarveg.

Hverfið inniheldur 10 götur sem þarf að nefna. Sveitarfélagið kallar hér með eftir tillögum frá íbúum um hvað skuli nefna nýju göturnar. Allar hugmyndir eru velkomnar, bæði góðar og slæmar.

Hugmyndir sendist á skipulag@olfus.is með subject línunni Vesturbyggð götunöfn – Nafn aðila.

Skilafrestur hugmynda er til loka dags, 17. október 2024.

Á meðfylgjandi mynd eru göturnar númeraðar og lega þeirra og skipting sýnd með litum. Með hugmyndum má fylgja rökstuðningur nafnanna en þess er þó ekki krafist.

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?