Til sölu er búseturéttur í 2ja svefnherbergja íbúð í parhúsi. Í heildina er eignin 122,5 fm. og þar af bílskúr 28,6 fm. Húsið var byggt árið 2007 og er staðsett í rólegum og notalegum byggðakjarna eldri borgara í Þorlákshöfn.
Búseturétturinn kostar 5.000.000 kr. og mánaðargjöldin eru kr. 188.191 og hækka m.v. vísitölu neysluverðs. Búseturéttarhafi greiðir rafmagn, hita og fasteignagjöld.
Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta keypt búseturéttinn en aldursskilyrði eru 60 ára og eldri. Við úthlutun verður horft til þess hve lengi einstaklingar sem sækja um hafa verið í félaginu. Ef engin félagsmaður sækir um verður búseturétturinn seldur til utanfélagsmanna.
Íbúðin er laus og stefnt er að því að hún verði afhent 1. desember nk. og skulu umsóknir berast félaginu fyrir 5.nóvember 2023.
Þeir sem hafa áhuga á að kaupa búseturéttinn skulu senda inn umsóknir á Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn eða á netfangið sandradis@olfus.is. Nánari upplýsingar veitir Sandra Dís Hafþórsdóttir sandradis@olfus.is eða í síma 480-3800.