Styrmir Snær Þrastarson er Íþróttamaður Ölfuss árið 2021.
Styrmir Snær er fæddur 2001 og er einn efnilegasti körfuboltamaður landsins og Íslandsmeistari með Þór 2021. Styrmir var lykilleikmaður í meistaraflokki Umf. Þórs á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í að Íslandsmeistaratitillinn vannst sem eitt og sér var mikið afrek hjá okkar klúbbi.
Á uppskeruhátíð Körfuknattleikssambands Íslands var Styrmir valinn í úrvalslið Dominosdeildar KKÍ sem er glæsilegt afrek hjá svona ungum leikmanni og að standa á meðal 5 bestu körfuknattleiksmanna Íslands í fullorðinsflokki er mikill heiður. Styrmir var einnig valinn besti ungi leikmaður Íslandsmótsins.
Styrmir hefur verið sterkur leikmaður í yngri flokkum Þórs og lykilleikmaður í unglingalandsliðum KKÍ. Árið 2021 var Styrmir valinn í 20 ára landslið Íslands sem keppti í Eistlandi og auk þess keppti hann með karlalandsliði Íslands í lokaumferð forkeppni að HM 2023 í Eistlandi.
Styrmir gat því miður ekki mætt á afhendinguna þar sem henn er í skóla í Bandaríkjunum og tók móðir hans við verðlaununum fyrir hans hönd.
Aðrar tilnefningar til íþróttamanns Ölfuss 2021.
- Silja Haraldsdóttir, tilnefnd fyrir akstursíþróttir.
- Davíð Arnar Ágústsson, tilnefndur fyrir körfuknattleik.
- Þorkell Þráinsson, tilnefndur fyrir knattspyrnu.
- Auður Helga Halldórsdóttir, tilnefnd fyrir fimleika.
- Katrín Stefánsdóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
- Glódís Rún Sigurðardóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
- Védís Huld Sigurðardóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
Einnig voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem unnu íslandsmeistaratila, bikarmeistaratitla eða voru í landsliði á árinu.
Viðurkenning fyrir íslandsmeistaratitla:
Leikmenn Körfuknattleiksliðs Umf. Þórs sem unnu íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla.
Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna í körfuknattleik.
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir, Gígja Rut Gautadóttir og Ingunn Guðnadóttir.
Íslandsmeistarar í spjótkasti:
Viktor Karl Halldórsson
Róbert Khorchai Angeluson
Íslandsmeistari í hestaíþróttum:
Védís Huld Sigurðardóttir
Glódís Rún Sigurðardóttir
Viðurkenning fyrir bikarmeistaratitil:
Bikarmeistari í hópfimleikum:
Auður Helga Halldórsdóttir
Viðurkenning fyrir landsliðsverkefni:
Glódís Rún Sigurðardóttir og Védís Huld Sigurðardóttir landsliðskonur í hestaíþróttum.
Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Emma Hrönn Hákonardóttir leikmenní 16 ára landsliði kvenna í körfuknattleik.
Tómas Valur Þrastarson leikmaður í 16 ára landsliði karla í körfuknattleik.
Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason leikmenn í A landsliði karla í körfuknattleik.
Styrmir Snær Þrastarson leikmaður í A landsliði og 20 ára landsliði karla í körfuknattleik.