Íþróttamaður Ölfuss

Styrmir Snær Þrastarson
Styrmir Snær Þrastarson

Styrmir Snær Þrastarson er Íþróttamaður Ölfuss árið 2021.

Styrmir Snær er fæddur 2001 og er einn efnilegasti körfuboltamaður landsins og Íslandsmeistari með Þór 2021. Styrmir var lykilleikmaður í meistaraflokki Umf. Þórs á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í að Íslandsmeistaratitillinn vannst sem eitt og sér var mikið afrek hjá okkar klúbbi.

Á uppskeruhátíð Körfuknattleikssambands Íslands var Styrmir valinn í úrvalslið Dominosdeildar KKÍ sem er glæsilegt afrek hjá svona ungum leikmanni og að standa á meðal 5 bestu körfuknattleiksmanna Íslands í fullorðinsflokki er mikill heiður. Styrmir var einnig valinn besti ungi leikmaður Íslandsmótsins.

Styrmir hefur verið sterkur leikmaður í yngri flokkum Þórs og lykilleikmaður í unglingalandsliðum KKÍ. Árið 2021 var Styrmir valinn í 20 ára landslið Íslands sem keppti í Eistlandi og auk þess keppti hann með karlalandsliði Íslands í lokaumferð forkeppni að HM 2023 í Eistlandi.

Styrmir gat því miður ekki mætt á afhendinguna þar sem henn er í skóla í Bandaríkjunum og tók móðir hans við verðlaununum fyrir hans hönd.

 

Aðrar tilnefningar til íþróttamanns Ölfuss 2021.

  • Silja Haraldsdóttir, tilnefnd fyrir akstursíþróttir.
  • Davíð Arnar Ágústsson, tilnefndur fyrir körfuknattleik.
  • Þorkell Þráinsson, tilnefndur fyrir knattspyrnu.
  • Auður Helga Halldórsdóttir, tilnefnd fyrir fimleika.
  • Katrín Stefánsdóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
  • Glódís Rún Sigurðardóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.
  • Védís Huld Sigurðardóttir, tilnefnd fyrir hestaíþróttir.

Einnig voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem unnu íslandsmeistaratila, bikarmeistaratitla eða voru í landsliði á árinu.

Viðurkenning fyrir íslandsmeistaratitla:

Leikmenn Körfuknattleiksliðs Umf. Þórs sem unnu íslandsmeistaratitilinn í Dominosdeild karla.

Íslandsmeistarar í 10. flokki kvenna í körfuknattleik.

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir, Gígja Rut Gautadóttir og Ingunn Guðnadóttir.

Íslandsmeistarar í spjótkasti:

Viktor Karl Halldórsson

Róbert Khorchai Angeluson

Íslandsmeistari í hestaíþróttum:

Védís Huld Sigurðardóttir

Glódís Rún Sigurðardóttir

Viðurkenning fyrir bikarmeistaratitil:

Bikarmeistari í hópfimleikum:

Auður Helga Halldórsdóttir

Viðurkenning fyrir landsliðsverkefni:

Glódís Rún Sigurðardóttir og Védís Huld Sigurðardóttir landsliðskonur í hestaíþróttum.

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Emma Hrönn Hákonardóttir leikmenní 16 ára landsliði kvenna í körfuknattleik.

Tómas Valur Þrastarson leikmaður í 16 ára landsliði karla í körfuknattleik.

Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason leikmenn í A landsliði karla í körfuknattleik.

Styrmir Snær Þrastarson leikmaður í A landsliði og 20 ára landsliði karla í körfuknattleik.

 

 

X Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?